Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 33

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 33
Hún hallaði höfðinu upp að öxl hans. — En ef honum líður eins illa og mér .... Neal strauk hár hennar. — Þetta var bezt fyrir ykkur bæði tvö. Þið hefðuð aldrei orð- ið hamingjusöm saman. Og svo var það ekki eingöngu heimþrá sem rak þig til heimahaganna. — Ekki það? Sandra starði á hann. Auðvitað ekki, sagði hann og brosti breitt. — Það var aðal- lega ég. — Þú? Hann brosti ennþá breiðar, og í fyrsta sinn gerði hún sér ljós- ar tilfinningar hans til hennar. — Það hefur alltaf verið ég, frá upphafi. En þú varðst að gera þér það Ijóst sjálf. Ég hefi verið þolinmóður, — ég var neyddur til þess. Ég varð að bíða, til að lofa þér að svala útþránni, — bíða þangað til þú varst kom- in yfir þetta Abbotttímabil, ég varð að bíða eftir heimþránni, eða því sem þú hélzt vera heim- þrá, þangað til það fékk yfir- höndina. Sandra andvarpaði. Nú lá þetta allt ljóst fyrir, engar flækjur lengur. — Þú heldur að þú þekkir mig út og inn? Neal horfði á hana, ennþá með handlegginn utan um hana, og hún kunni því vel. Hún fann ör- yggið í faðmi hans. — Það hefðu orðið hræðileg mistök, ef þú hefðir gifzt Benja- mín, sagði Neal. — Hann er prýðis náungi, en.. . . — Þú hefðir ábyggilega getað komið í veg fyrir það, sagði Sandra. — En það gerði ég líka, ástin mín. Ég bauð ykkur í lautartúr. — Neal! Vissirðu að það myndi hvessa? — Þeir sögðu í veðurfréttun- um að það væri gott útlit fyrir svolítið rok á þessum slóðum. — Ó! Það fauk í hana svo hún hefði getað slegið hann. — Þú gerðir þetta með vilja. Hann greip hana í faðm sinn. — Norðurhéruðin hafa tvö and- lit, hann varð að kynnast báðum. Þú hefur líka haft tvö andlit, og það hefur Benjamín líka, já og ég líka. Greinilegar gat hann ekki tjáð sig. Hún leit út um glugg- ann og sá nú aðeins hvíta rák aftur af þotunni á skærbláum himninum. — Eg elska þig, Sandra, — og ég hef elskað þig í mörg ár. Hverju svarar þú? Hún hörfaði örlítið frá honum, svo tók hún báðar hendur hans og dró hann að sér, og í þetta sinn lá hann í faðmi hennar. — Ég veit ekki hverju ég svara, sagði hún. — Lofaðu mér að hugsa mig um í nokkrar mín- útur ... ☆ 22. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.