Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 46
Hún sat venjulega á litla pallinum íraman við eldstæðið „sitt" og bruggaði margs konar lyf. Hún fláði börkinn af rótum, flokkaði jurt- irnar sínar, snotraði litlu birkibarkarpottana, sem hún hafði fyllt með smyrslum. Hún sat ögn afsíðis frá karlmönnunum, ekki beinlínis hjá þeim, en bó var hún þarna til staðar. Hún tók aldrei þátt í samræðum þeirra, en iþað kvöld leið ekki, að hún væri ekki dregin eitthvað inn í þær. — Madame la Comtesse, þér hafið vit á þessu, hvað segið þér um það, sem Clovis var að halda fram? — Hvað var það, vinir mínir? — Jú, sjáið þér til. Þessi bjálfi segir.... Og þeir sögðu- henni vandkvæði sín, mynduðu hóp í kringum hana, sátu á kunningjalegan og vingjarnlegan hátt í tréþrepunum. Hún var farin að kynnast þeim betur gegnum þessar samræður um eitt og ann- að. Og þegar einhver deila reis upp í hinum endanum á skálanum, þurfti hún ekki annað en að lyfta höfðinu og lita í áttina þangað, til þess að allt hljóðnaði þegar í stað. Hún hvatti Madame Jonas og Elvire til þess að sitja í meginskálan- um hjá þeim, og benti þeim á, hve góð áhrif það hefði á framkomu mannanna. Madame Jonas umgekkst þá alla eins og þeir væru lítil börn, svo þegar hún var ekki viðstödd, fannst þeim þeir vera einir og yfirgefnir. Þeim fór að þykja vænt um feitlagið, vingjarnlegt andlit hennar og þægilegan hláturinn. Og hún hló að öllu, sem þeir sögðu henni, eins og móðir full aðdáunar á ótölulegum fjölda afkomenda sinna. Það jók þeim iþrótt og gleði, án þess að þeir leyfðu sér nokkra ósvífni eða meira en græskulaust gaman. Elvire, sem var fremur óframfærin og einkar þýðlynd, varð stundum fyrir barðinu á góðlátlegri glettni þeirra. Þeir stríddu henni fyrir það, hve gjarnt henni var að horfa niður fyrir sig, og hún varð hræðsluleg á svipinn, þegar einhver hækkaði röddina um of, ellegar kom til deilna, en hún var létt í fasi og Ijúf, og þeir báru virðingu fyrir henni. Heima í La Rochelle var hún bakarafrú og því vön að blanda geði við margs lags fólk. Það fór vel á með þeim öllum. Eftir kvöldmatinn settust kon- urnar framnn við eldinn til hægri og mennirnir framan við þann stærri i miðjunni. Börnin voru á ferð hér og þar um skálann og heimtuðu sögur og ævintýr, og hlustuðu stóreyg, ef einhver nennti að segja þeim frá, og nærvera þeirra átti sinn þátt í að skapa það heimilislega and- rúmsloft, sem er svo afslappandi fyrir karlmenn. Börnin voru hamingjusöm i Wapassou. Þau höfðu allt sem þau þurftu. yl, skemmtun, móðurlegar kjöltur, sem þau gátu falið andlitin í, og -hóp vina, sem dekruðu við þau, tálguðu fyrir þau leikföng og sögðu þeim dásamlega hræðilega sögur. Og þegar Angelique sá þessi þrjú iitlu andlit horfa geislandi upp á hinn hávaxna Joffrey de Peyrac. svo full trausts á þessum manni, sem brosti niður til þeirra, hugsaði -hún: — Það er víst þetta, sem átt er við með hamingju. Hún gat lfka fylgzt með sonum sínum. í þessu nýfengna næði og komst að þeirri niðurstöðu, að þeir væru býsna vel menntaðir og að faðir þeirra. sem kenndi þeim allt. sem hann kunni sjálfur, gerði háar kröf- ur til þeirra. Piltarnir tveir höfðu engan tíma til að slæpast. Þeir unnu í námunni. á rannsóknarstofunni. þöktu pergamentsarkir með tölustöf- um og teiknuðu kort. Florimond var líkur föður sinum í lund, íullur af ný.ium hugmyndum og áfjáður i leit sinni að visindum og ævintýr- um. Það var erfiðara að skilja Cantor, hann var öðruvísi, þótt hann virtist jafn næmur og eldri bróðir hans. Bræðurnir tveir voru mjög samrýmdir og töluðu löngum saman á ensku, sem endaði iðulega með því, að þeir komu til móður sinnar eða föður, til að láta þau skera úr 46 VTKAN tbl- um eitthvert deilumál, þeirra á milli. Oft var það í trúarlegum eða bibliulegum málum, en um þau efni höfðu þeir verið fræddir í Harvard skólanum, en stundum fengust þeir við djarfari, -heimspekilegar spurn- ingar. Angelique heyrði orðið Missisippi nefnt hvað eftir annað — því æðsti draumur Florimonds var að komast yfir Kínahaf, sem flestir siglingafræðingar höfðu verið að leita að, síðan Ameríka var uppgötvuð og hann áleit, að þetta mikla íljót sem kanadiskur landfræðingur og Jesúíti, faðir Marquette, hafði nýlega uppgötvað, kynni að liggja þang- að. En Peyrac var ekki sannfærður og af því hafði Florimond áhyggjur. 43. KAFLI Mcð hverjum deginum sem leið -varð Angelique fegnari að hafa Jón- asarfólkið hjá þeim. Jónasarfólkið hafði engan veginn -kunnað við líf erni Indíánanna. Sóðaskapur villimannanna hafði vakið hinni virðu- legu Húgenottahúsmóður verðskuldaðan hroll. Tiú hennar kenndi dætr- um sínum ungum, að þær skyldu túlka tryggð sina við drottinn með óaðfinnanlegum og vandlega straujuðum höfuðbúnaði, i vel uppbúnum rúmum, snyrtilega dúkuðum borðum og að óreglusemi væri synd. Monsieur Jónas var álíka mikilsverður í þessu litla þjóðféla-gi. Glað- lyndi hans og jafnlyndi átti ekki lítinn þátt í að viðhalda samlyndinu. I-Iann hafði lag á því að rétta úr sér og segja: humm! humm! þegar honum mislíkaði, það sem einhver sagði, einhvernveginn þannig, að jafnvel sá frekasti snöggþagnaði. Hann hafði tekið mótmælendurna að sér, það er að segja sína eigin fjölskyldu og Englendingana þrjá og á sunnudögum las hann fyrir þá upp úr biblíunni á frönsku, en með svo hátiðlegri röddu að Englendingarnir hlustuðu gripnir trúarlegri lotn- ingu, sem þessi ósveigjanlegi trúflokkur krafðist. Smám saman tóku katólikkarnir einnig að koma sér fyrir nálægt -lesaranum, við þessar sunnudagsguðþjónustur. Þegar allt kemur til alls er þetta sama biblían, sögðu þeir og það eru ýmsar ágætar sögur í henni.... Monisieur Jónas var jafn velkominn meðal námumannanna, þvi eng- inn var jafnoki hans í því, að búa til fíngerð nákvæmisverkfæri, sem þeir þörfnuðist við starfa sinn. Orsmiðsstækkunarglerið var meðal þess, sem hann hafði haft í pússi sínu, alla leið frá La Roohelle. Það var öllum áhyggjuefni, þegar þessi góði maður fékk al- varlegt kýli undir eina tönnina, í endaðan september, og neyddist til að leggjast í bólið. Angelique reyndi á honum ails konar jurtaseyði og bakstra, en ár- angurlaust og sá því, að ekki varð hjá komizt, að gripa til róttækra ráðstafana. — Ég verð að taka úr þér tönnina, Maitre Jónas eða þú færð blóðeitrun. Undir hennar eftirliti bjó hann sjálfur til sitt ei-gið pyntingartæki, litla töng og vogarstöng í sömu stærð með klofnum enda. Angelique hafði aldrei gert svona aðgerð áður,en hún hafði endrum og eins aðstoðað stóra Mathieu á Pont-Neuf i París. Þrátt fyrir allan gaura- ganginn, -hljómsveitina og æsinginn var þessi skottulæknir í rauninni mikilhæfur maður. Hann hafði sérstakt lag á að fjarlæga skemmdar tennur og áleit aðgerðina í flestum tilfellum betur heppnaða, ef hann dýfði töngunum í koniak, áður en hann notaði þær. Hann hafði veitt því athygli, að sár höfðust miklu betur við, ef hann meðhöndl- aði verkfæri sín á þennan hátt eða brá þeim lit-la stund í logann. Til öryggis gerði Angelique hvort tveggja. Hún dýfði áhaldinu i áfengi og brá því síðan á eld 'Clovis frá Auvergne -hélt um höíuðið á sjúklingnum. Hann var hinn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.