Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 7

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 7
mínu: Aristoteles Sokrates On- assis.“ Þannig hefst greinaflokkur eft- ir Ingeborg Dedichen, sem um þessar mundir birtist í flestum vikublöðum á Norðurlöndum. Ingeborg kveðst hafa verið ást- mey Onassis í hvorki meira né minna en tólf ár og ekki er hægt að rengja frásögn hennar. Hún kveðst draga í efa, að nokkur kona þekki Onassis betur en hún. Hún var með honum alltaf öðru hverju einmitt þau ár, sem hann var athafnasamastur og lagði grundvölhnn að hinum mikla auði sínum. ☆ ÁSTMEY 0NAS8ISI TfiLF ÁR StBAN SÍDAST „Eg hitti Onassis fyrst í marz 1934 um borð í skipi. Faðir minn var útgerðarmaður frá Sanda- fjord í Noregi. Ætt okkar er vel- þekkt í Noregi og eru í henni margir dugmiklir sjómenn og út- gerðarmenn, læknar og vísinda- menn. í byrjun ársins 1934 bjó ég í París með þáverandi eigin- manni mínum, sem var verk- fræðingur. Hjónaband mitt var í þann veginn að fara í hundana, og þess vegna þáði ég með þökk- um boð föður míns um að koma með í vísindaleiðangur til Suð- urskautsins. Þetta var engin skemmtireisa, en viðburðarrík var hún og ævintýraleg eftir á að hyggja. Að lokinn þriggja mánaða útilegu og algerri ein- angrun frá siðmenningunni kom- um við til Montevideo og Buenos Aires. Við fórum aftur til Evrópu með ítölsku skipi sem hét „Aug- ustos“. Þar hitti ég manninn, sem átti eftir að gjörbreyta öllu lífi BB Á GDTB I PABIS Brigitte Bardot hefur aldrei viljað láta tízkusérfræðinga í París segja sér fyrir verkum. Hún hefur leitazt við að skapa sjálf sína eigin tízku. En í ár hefur hún haldið sig innan ramma tízkunnar, að minnsta kosti eftir þessari mynd að dæma, sem tekin var af henni úti á götu í París nýlega. Hún er í stuttri köflóttri kápu, leðurstíg- vélum, sem ná alla leið upp á lær og með alpahúfu, eins og var í tízku um 1930. 22. tw. yiKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.