Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 10
Bjarni Benediktsson hel'ur langt áraskeið verið umdeild- asti stjórnmálamaður á Is- landi. Samherjar telja hann mikilhæfan, en andstæðingar sjá á honum fáa kosti. Störf hans eru því vanmetin og sálarlífið svo einkennilegt og flókið, að naumast verður skilgreint í svip. Gegnir furðu, að Bjarni skyldi veljast til forustu í stórri sveit og marg- breytiiegri. Það sannar, hvað Sjálfstæðisflokknum er sam- keppnin lítil alvara. Bjarni á völd sín og áhrif einkum því að þakka. Hann sker sig úr í forustuliði Sjálfstæðisflokks- ins eins og lirafn i dúfnahópi. Svo er fuglalífið einhæft og fábrotið þar í byggð eftir að örninn hvíti hvarf á brott. Bjarni Benediktsson tók við af Ólafi Thors af því að ekki var um annan að velja. Bjarni fæddist í Reykjavík 30. apríl 1908 og er sonur Benedikts Sveinssonar, sem var þingmaður Norður-Þing- eyinga 1908—1931, og konu hans, Guðrúnar Pétursdóttur frá Engey, en ættir þeirra mun óþarft að rekja. Settist Bjarni ungur í Menntaskól- ann í Reykjavík og varð EFTIR LÚPUS SJHHl stúdent 1926, en las svo lög við Háskóla Islands. Hann tók glæsilegt próf 1930 og lagði þegar leið sína til út- landa, þar sem hann stund- aði framhaldsnám í stjórn- lagafræðum, lengstum við háskólann í Berlín. Hann var settur lagaprófessor við Há- skóla íslands haustið 1932 og skipaður í embættið að ári liðnu. Gegndi hann þeim starfa við góðan orðstír til haustsins 1940, er hann varð borgarstjóri í Reykjavík við fráfall Péturs Halldórssonar. Þaðan í frá hefur atvinna Bjarna Benediktssonar verið á sviði stjórnmála og fjokks- forustu og sannarlega um hann munað. Engum kom á óvart, að Bjarni Benediktsson gerðist stjórnmálamaður. Faðir hans var frægur garpur, og kvað þannig að honum í ræðu og riti, að mjög er á orði haft. Þingmennsku hans lauk með þeim hætti, að ofríki Jónasar Jónssonar varð honum að fótakefli, enda Benedikt svo einþvkkur og sjálfráður, að hann rakst illa í flokki. Tók Bjarni víst óstinnt upp við- skilnað föður síns og Eram- sóknarflokksins og hneigðist brátt, að einstaklingshyggju, sem var rík í ættum foreldra hans. Þýzkalandsdvölin jók hónum trú- á sterka lýðstjórn sýokallaða, enda voru þær kenningar í samræmi við skaplyndi mannsins. Hlaut hann Jiví að skipa sér í fylk- ingu Sjálfstæðisflokksins, sem ástundaði í senn gamla íhaldsemi og nýtízkulega sþákaupmennsku í íslenzkiun stjórnmálum, en gaf fram- gjörnum mönnum ærin tæki- færi. Bauð Bjarni sig fram til þings á ísafirði 1937, en féll fvrir Finni Jónssyni. Tilburðir Bjarna Benediktssonar sýndu þó glöggt, hv.ert hugur hans stefndi. Hann var staðráðinn að geysast frarn á orrustuvöll st j órnmál abaráttu nn a r og skipa sér þar í fylkingarbrjóst. Varð hann og strax eftir borg- a rstj órakj öri ð s j ál fski paður foringi Sjálfstæðisflokksins í bæjarmálum Reykjavíkur og lét mjög á því bera, að hans væri valdið og mátturinn í stjórn höfuðstaðarins. Hann var kjörinn þingmaður Reyk- víkinga við fyrri kosningarn- ar 1942 og endurkosinn tíð- indalaust um haustið. Fram- boð Sjálfstæðisflokksins í höf- uðborginni við alþingiskosn- ingarnar 1946 varð hins vegar sögulegt vegna manngreinará- lits. Þóttist Bjarni Benedikts- son leysa vandann með því að rýma úr sessi fyrir Birni Ól- afssyni. Skipulagðar útstrik- anir kjósenda þokuðu honum hius vegar upp listann, en Björn hrapaði. Hreppti Bjarni uppbótarþingsæti í þessari óvenjulegu borgarastyrjöld, og Björn Ólafsson sat eftir hart leikinn. Bjarni Bene- diktsson varð svo })ingmað- ur Revkvíkinga á ný 1949 og hefur jafnan átt kosningu vísa síðan, 1953, 1956, 1959, 1963 og 1967. Bjarni lét af starfi borgar- stjóra 1947, en þá hófst ráð- herradómur hans. Var hann utanríkisráðherra og dóms-í málaráðherra 1947—1949,J aftur 1949—1950 og enn 1959 —1953, en dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra 1953 —1956. Þá vék hann úr stjórnarráðinu um sinn og gerðist ritstjóri Morgunblaðs- ins. Bjarni fluttist aftur i hvíta húsið við Lækjartorgl eftir seinni kosningarnar 1949, þegar tókst, með Sjálfstæðis- 10 VIKAN 22- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.