Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 27

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 27
borið á borð, þótt ekkert sé at- hugavert við heyrn þeirra. — Það er miklu fljótlegra að skilja hlutina gegnum myndir en bækur. Það er miklu meira nám að lesa sér til skilnings heldur en að skilja af mynd. Að skilja stíl, svo ég tali ekki um Ijóð, það er alveg sérstakt nám. Myndin er auðveld leið, án þess að hægt sé að segja að hún sé auðvirðileg, því það er hún ekki. — Nú hefur farið svo fyrir mörgum, sem hafa haft hæfileika til að tjá sig og skapa eitthvað sjálfir í rituðu máli, að þeir hafa fengið sér vinnu við það, til dæm- is sem blaðamenn, og orðið ónýtir til skrifta frá eigin bpjósti upp frá því. Heldurðu, að það sé ekki hætt við, að eins fari fyrir Ijósmyndara, sem tekur Ijósmyndun fyrir brauð- strit? — Það er meira en hætt við því, ég þekki mörg dæmi þess, að menn sem hafa verið góðir hobbýljós- myndarar en síðan tekið Ijósmynd- un fyrir brauðstrit, hafa upp frá því ekkert gert, sem varið er í. Ljósmyndunin verður eintómt brauð- strit, en þeir kannski fara að gera góða hluti á öðru sviði. — Að hve miklu leyti eru Ijós- myndun og kvikmyndun svo skyld verkefni, að starf þitt gæti skaðað þig? — Kvikmyndun er það mikið frábrugðin, að hún ætti ekki að koma mér að sök. Það sem skaðar Ijósmyndarann mest, er að þurfa að vinna tímum saman inni í myrkra- kompu, til dæmis að gera passa- myndir, fermingarmyndir eða brúð- hjónamyndir. I kvikmynduninni kem ég ekki nálægt neinni myrkra- kompuvinnu. Eg get, að loknum vinnutíma, farið inn í myrkrakompu og byrjað þar alveg ferskur. — En leitin að mótífi, og valið á mótífi, þetta er bæði vinna og hobbý. Stangast það ekki á, og skemmir það ekki hvort fyrir öðru? — Ég veit ekki. Ég vona ekki. — Þú hefur nú fengizt við flest- ar gerðir Ijósmyndunar, auk kvik- myndunarinnar. Hvaða Ijósmynda- vinna heldur þú, að sé erfiðust? — Ég held, að blaðaljósmyndun- in sé erfiðust. Það er óhemju álag á fréttaljósmyndaranum, hann verð- ur að skila fimm til tíu myndum í blaðið á hverjum einasta degi, og hann verður alltaf að vera tilbúinn. Þar að auki verður hann svo að taka við filmum frá mönnum hér og þar úti á landi, framkalla þær og stækka af þeim, — mvndir, sem honum koma beinlínis ekkert við. — Þú lærðir í Bandaríkjunum. — Já, ég lærði í Santa Barbara. Þar er Ijósmyndunin tekin sem hluti af hagnýtri myndlist, en hér heima er hún iðnnám. Svo þegar ég kom heim aftur, varð ég að fara á náms- samning hér til að fá réttindi. — Það væri kannski réttara, að Ijósmyndunarnám væri hluti af Myndlistar og handíðaskólanum. — Alveg tvímælalaust. Það ætti að reka samhliða auglýsingateikn- ingu og almennri myndlist. — Þessi iðnhugmynd um Ijós- myndunina, byggist hún á því, að retússeringin (Ijótt orð, sem íslenzkt vantar fyrir) er handverk? — Ég held, að hún byggist fyrst og fremst á því, að Ijósmyndunin var allt annað verk og öðru vísi fyrir 20 til 30 árum, heldur en hún er nú orðin. Retússering er í sjálfu sér mikið að hverfa, og mér finnst hún ekki eiga neinn rétt á sér nema til að gera við skemmdir, sem verða á filmUm. Það er fárán- legt að hálf þvo andlitin af fólki og taka burtu persónuleg einkenni eins og hrukkur, vörtur og freknur. Að taka til dæmis úfinn, rauðhærð- an strák, freknóttan, og retússera Framhald á bls. 36.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.