Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 29
 PIRA-SYSTEM HIN FRÁBÆRA NÝJA HSLLUSAMSTÆÐA ER í SENN HAGKVÆM OG ÖDÝR I’að er ekki margt, sem hefur lækkað í verði að undanförnu. Það hafa PIRA hillusamstæðurnar gert sökum hagræð- ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn- ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA er svarið. Odýrustu bókahillur, sem völ er á, hillur og borð í barnaherbergi, í vinnuherbergi, í húsbóndaherbergið. Öjáið myndina; hér þar er skipt á milli borðstofu og stofu með PIRA-vegg. Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA hillusamstaeður geta staðið upp við vegg, eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf- ur eða naglar til að skemma veggina. Notið veggrýmið og aukið notagildi íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðurnar eru lausn nútímans. HÚS OG SKBP hff. Ármúla 5 — Sími 84415 — 84410 Hlýr andblær að norðan Framhald af bls. 13 ferð sem hann fór upp í óbyggð- irnar. Sandra las bréfið aftur og aft- ur. Brúnu augun fylltust tárum. Út um gluggann sá hún ekkert annað en þúsundir óhreinna og ljótra húsþaka. Þetta var sannar- lega mannleg mauraþúfa. Heimþráin, sakleysisleg tál- beita Neals, og tárin, sem alltaf komu fram í augu hennar urðu yfirsterkari. Viku síðar sagði hún upp stöðu sinni, og tók fyrstu flugvél heim. Þegar hún sagði Benjamín frá ákvörðun sinni, varð hann alveg mállaus, það er að segja næstum mállaus. — Já, en ég ætla að kvænast þér, Sandra, sagði hann. — Er það þér e:nskis virði? Er það ekki meira virði fyrir þig, held- ur en þessi einmanalegi bær, þarna í eyðimörkinni? Hann tók hana í faðm sinn og þrýsti henni að sér, eins og til að halda henni fastri og fá hana á sitt mál. — Elskarðu mig ekki? Auðvitað elskaði hún hann. Hún var búin að vaka margar næturnar og hugsa um það, reyna að komast að niðurstöðu og taka endanlega ákvörðun. Hvernig var líka hægt að kom- ast hjá því að elska þennan lífs- glaða mann? En að lokum komst hún að þeirri niðurstöðu að auð- veldast væri að fara. Ástin ein var ekki nóg. Hún fann sig knúða til að fara heim, — heim til foreldra, heim til allra stað- anna sem hún gat ekki gleymt og hafði svo miklar mætur á. Og hún skar á öll bönd. kvaddi Benjamín og alla nýju vinina. Ferðin hafði verið líkust martröð. Nú var hún komin í sitt gamla starf, kenndi börnum gegnum út- varp. Eftir mánuð var hún orð- in sjálfri sér lík, að einu und- ansk:ldu, minningunni um Benjamín. Það var Neal sem fékk hana til að ranka við sér, fékk hana niður á jörðina. — Nú verðurðu að hrista þetta af þér, Sandra. Benjamín er að koma hingað í sumarfrí, en ekki til jarðarfarar. — Hann kemur til að vita vissu sína. — Ég hélt að hann gengi þess ekki dulinn, sagði Neal, alvar- legur á svipinn. — Var ekki öllu lokið ykkar á milli? Sandra svaraði ekki. Hún vissi ekki hverju hún átti að svara. Hún fór því að virða fyrir sér lendingu flugvélarinnar, sá hana lækka flugið og að lokum renna eftir brautinni að flughafnar- byggingunni. Benjamín kom út úr vélinni. Hún gekk út í sólskinið og veif- aði til hans. Hann veifaði á móti og flýtti sér niður tröppurnar. Þá hljóp hún til móts við hann og beint í faðrn hans. Gilles-hjónin buðu gestinn velkominn og sýndu honum inni- lega gestrisni. Benjamín aðlag- aðist fljótt heimilisvenjum, og varð mjög vinsæll fyrir hjálp- semi við heimilisstörfin. Sandra gat ekki tekið frí frá störfum. Hún varð að undirbúa kennslustundirnar og kenna á föstum tímum. Gilles, sem var bankastarfsmaður og Neal, sem rak bókaverziun með föður sín- um, gerðu allt sem á þeirra valdi stóð til að skemmta gestinum. Neal og Benjamín virtust kunna mjög vel hvor við annan, og það fannst Söndru gott, sérstak- lega fannst henni mikilvægt að Neal kynni vel við Benjamín. Á fjórða degi fór Gilles með Benjamín til Palm Valley, og við hádegisverðarborðið sagði móðir Söndru: —• Jæja, hvernig finnst þér að hafa unga manninn í heim- sókn? Sandra andvarpaði. Móðir hennar var alltof athugul. — Auðvitað þykir mér það ánægíulegt. Og hann er heldur ekki neitt til trafala. — Hefir hann beðið þín? — Heldurðu að hann hafi kom- ið hingað til þess? Frú Gilles horfði á hana, at- hugulum augum. — Hann gerði það í Sydney, heldur of oft, skilst mér. — Það var allt. annað. — Vitleysa, sagði móðir henn- ar. — Hann er ekki hingað kom- inn til að skoða náttúrune. Það var ekki gott að andmæla hsnni. Sandra hristi höfuðið. -—• Þetta er allt svo flókið. — lífið getur verið nokkuð flókið, vina mín. — Það eiria sem mér er fylli- lega ljóst er það að ég get aldr- ei hugsað til að fara héðan. Eftir hádegið fór Sandra nið- ur i bæinn, á leið til skólans. Hún hitti Neal í geymslu bak v:ð búðina, þar sem hann var að taka upp nýkomnar bækur. Hann benti á þær. — Ég hef pantað þessar bækur með sérstöku t;lliti til þíri. Það er ekkert eins og góð bók í brúðkaupsferðinni. Hann brosti. þessu glaða brosi sínu, sem alltaf hafði komið henni í aott skaD. Svo sneri hann sér að henni. Hversveena ertu svona súr á svipinn? Var þessi glettni of nærgöngul? Hún hristi höfuðið. —• Eða hefir þú ekki heyrt bað að Benmmin er að reyna að fá atvinnu hér í Alice Springs? Hiartað í Söndru tólc stökk. Hún starði á Neal og varð ná- föl. Neal rétti fram höndina og lagði hana á öxl hennar. — Hva — hverskonar starf? — Hann fór til Mason Motors og spurðist fyrir um sölumögu- leika og framtíðarhorfur í hérað- inu. — O, það er aðeins forvitni. Hún leit undan og reyndi að átta sig. — Ég hélt hann hefði sagt þér það, sagði Neal og hélt henni fastri. — Ertu ekki ánægð? Þú vildir að hann kynni vel við sig hér. Augu Söndru fylltust tárum. — Ég er svo heimsk, sagði hún og hallaði sér að öxl hans. — Ég á svo bágt með að hugsa rök- rétt. — Er þá ekki kominn tími til þess fyrir þig að byrja á því, sagði Neal, og röddin var ákveð- in, svo að hún hörfaði aftur á bak. —• Mér finnst vera kominn tími til þess að þú hættir þess- arri hermsku og hugsir um eitt- hvað annað en sjálfa þig. — Neal! Hann hafði aldrei talað til hennar á þennan hátt fyrr. — Ég meina það sem ég segi. Svipurinn var jafn alvarlegur og röddin. — Þetta er allt ósköp einfalt. Ef Benjamín ákveður að setjast hér að, og ef hann bið- ur þín, ætlar þú þá að giftast honum? —- Hann hefir hvorki ákveðið sig eða beðið mín, sagði Sandra kuldalega. En ef hann gerir það, endur- tók Neal. — Hvað þá. Sandra varð svo reið að það munaði minnstu að hún gæfi honum utan undir. Hvernig vog- aði Neal Crawford sér að tala til hennar á þennan hátt? — Það kemur þér ekki við, sagði hún. Neal starði á hana; beygði sig yfir bókakassann. Re ði hans var óskiljanleg, og svo ólík honum. — Farðu í skólann, ég hefi ann- að að gera og mín eigin vanda- mál að stríða við. Sandra fór til útvarpsstöðvar- innar og hún var svo taugaóstyrk að hún gat varla lokið við út- sendinguna. Neal hafði auðvitað á réttu að standa, hugsaði hún móti vilja sínum. En hún vildi ekki særa 22. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.