Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 47

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 47
daglegi vinnufélagi veika mannsins, og það var þessvegna, sem hún óskaði aðstoðar hans, auk þess sem afl ihans var ótrúlegt. E'ftir að hafa vætt góminn með sterku máraseiði, sem deyfir til- finninguna, réðst Angelique beint á meinsemdina með töng sinni og vogarstöng. Tönnin losnaði án tiltölulegs sársauka og hún þurfti ekki að gera margar tilraunir. Maitre Jónas var í sjöunda himni. — 'Þér hafið svo sannarlega létta hönd! Hann leit á fíngerða og að því er virtist veikbyggða úlnliði Angelique, eins og hann tryði varla sínum eigin augum. En þótt þeir væru ekki merkilegri en þetta, loftuðu þeir þungum vopnum, réðu við óþolna hesta og þungar byrðar. Stundum kvartaði hún undan þvi hve handleggir hennar og úlnliðir voru grannir, ef hún kæmist einhverntíma tií Quebec eða einhverrar borgarinnar í Nýja Englandi, ætlaði hún að kaupa sér armbönd, en nú höfðu hendur hennar um hríð fengið nýjan starfa: nú var hún læknir. — Þá eruð það þér næst, Maitre Clovis, sagði hún og otaði töng- inni að járnsmiðnum. En Clovis, fölur og titrandi, flýtti sér i burtu. Þannig hófst það, að þeir fóru að koma til hennar, hver á fætur öðrum, til að láta búa um sár sín eða hjúkra sér á annan hátt og þar kom, að Angeiique lét gera sér litla hillu við eldstæðið með öllu því, sem hún þurfti á að halda. Hún hafði einnig helgað litinn pott þeim starfa, að sjóða jurtir og blanda í allskonar blöndur. Yann le Coennec hafði gert henni létta asparöskju, sem hún geymdi meðulin sín í. Hún varð að vera búin undir slys, hitasótt og raunar hvers kon- ar kvilla. Hún gekk þegar frá upphafi út frá því vísu, að ekkert áynnist nema komast fyrir rætur sjúkdómsins og þótt hún hefði það, sem hún þyrfti til að ráða bót á venjulegu bvefi, sári, eða brunaskellu myndu lyfjabirgðir hennar duga skammt, ef hún stæði frammi fyrir lungnabólgu eða handlegg, sem hefði bólgnað af illa hirtu sári. Svo ef einhver hóstaði var hann þegar í stað dæmdur til að halda fótunum hlýjurn og svo ómerkilega skeinu varð hún ekki vör við, að hún krefðist þess ekki, að þvo hana með miklu vatni, áður en hún lagði yfir það umbúðir gegnvættar í koníaki. Hver minnsta skráma fékk nákvæma umönnun, hún varð að hafa auga með búrum og hetjum __þeim, sem reyndu að fela það sem úrskeiðis gekk með þá, til að þurfa ekki að umbera, að um sárin væri búið og þá sem krukkuðu sjálfir í sig með skítugum sjálfskeiðungum, til að ná úr sér flís. Bráðum varð þeim ljóst að mjög litið fór framhjá henni. __Maitre Clovis, Það er ekki langt siðan þér fenguð sleggju á fótinn. — Hver segir það? — Ég sé að þér haltrið. __ Nei, ég haltra ekkert og Það er heldur ekkert sárt. — Það getur svo sem verið, en ég má sjá á yður fótinn. — Aldrei í lífinu. — Gerið svo vel að sýna mér hann. Þegar hún talaði þannig þorði enginn annað en hlýða, jafnvel ciiki sá þvermóðskasti. Járnsmiðurinn fór úr skónum, svo í ljós kom blámarinn, uppblás- inn fótur og mölbrotin stóratá. Angelique lét hann þegar í stað lauga fótinn í seyði af kastaníu- viðarberki, vafði hann innan i birkibörk og krafðist þess, Þrátt fyrir tregðu hans, að hann lyfti slæma fætinum upp á stól, Þar sem hann sat til að létta af honum blóðþrýstingnum. Þeir urðu allir fljótir til að sýna henni virðingu með samblandi af ótta, sem þeim ber, sem kunna að draga úr þjáningu ............ eða eyða henni ........ Þegar þeir voru komnir í hendurnar á henni var betra að vera auðmjúkur, þvi það var ekki auðvelt að afla sér samúðar hennar, að vingast við hana og Það var vissast að gera nákvæmlega eins og hún sagði. Svo smám saman rénaði hin upprunalega tortryggni þeirra i hennar garð. Það var ekki svo mikið læknistæki hennar og brugg, sem þeir óttuðust svo mjög, heldur að sjá hana svo fagra mitt á meðal þeirra og margir höfðu hugsað: — Nú er fjandinn laus ....... En málin höfðu raunar farið á ann- an veg, án þess nokkur þeirra hefði haft tíma til að gera sér grein fyrir hversvegna. Af hennar hendi voru allir mennirnir meðhöndl- aðir á sama hátt. Og þegar hún opnaði kýli með þvi að bregða blaði eða þegar hún brá klúti, vættum með guð má vita hverju, ofan í kverkarnar á þeim, urðu þeir aftur að litlum drengjum og misstu alla löngun til að látast vera miklir menn. Þá daga, þegar Peyrac greiíi hvarf ekki til herbergis síns með ein- um manna sinna eða öðrum, til að spjalla við hann um áform sin og íyrirætlanir, sat hann venjulega við annan endann á löngu borðinu og breiddi úr kortum sínum og áætlunum og laut yfir það, ásamt Flori- mond, Cantori, Porguani og Kouassi-Ba. Og mennirnir skiptust á orðum: — Enginn ykkar deyr, sagði Joffrey de Peyrac. — Sá sem deyr má aldeilis vara sig! Ég skal tala ærlega yfir hausamótunum á honum! Mönnunum var tregt um að brosa að þessari fyndni hans, Þeir litu þetta mál alvarlegri augum. Þótt ekki væri annað en sú tilhugsun, að húsbóndi þeirra kynni að krefja Þá reikningsskila í næsta lífi, myndi örugglega hindra einhverja þeirra í því að deyja. Það var eitthvert óskýranlegt samræmi milli Peyracs og manna hans, óslílandi bönd, sem ofin voru úr þeim leyndarmálum, sem þeir áttu saman. Angelique var viss um að Joffrey vissi allt, sem vert væri að vita um lif þeirra og hugsanagang. Þeir voru tengdir húsbónda sínum með trúnaðartrausti og eiðum, sem hann hafði aldrei krafizt af þeim, en þeir haldið að honum. Angelique varð ljóst að þessi bönd myndu aldrei neinir smámunir rjúfa, né heldur kvennastúss. Miðpunktur lífs þessara manna var vinnustaðurinn, náman og rann- sóknarstofan. Frá þeim hluta mannabyggðarinnar, heyrðust framandleg hljóð, barst undarlegur þefur og stundum mekkir reykjar og gufu .... __. Það er langbezt að vita ekki hvað þarna er á seyði, sagði Madame Jónas ihálfsmeyk. Angelique á liinn bóginn fann sér ýmislegt erindi þangað. Hún lét sem hana vantaði mortél til að steyta í einhverjar rætur eða ögn af brennisteini í smyrslin, sem hún var að gera. Það var í svipuðu umhverfi, innan um steðja, molaða steina og brakandi hjól, sem hún hafði kynnzt manninum, sem hún giftist og hafði lært að elska hann. Hún stóð þögul úti í horni og svipaðist um af mesta ákafa. Þetta var hin hliðin á lífi þessara manna, þeirra eigin einkaheimur og þarna fann hún Kouassi-Ba með heit kol í töngum. CIovis, járnsmiðurinn frá Auvergne minnti helzt á anda frá neðri heimi, þar sem hann vann sín störf í rauðum bjarma eldanna og Englendingurinn, fölur og dumbur var ekki eins aumkunarverður meðan hann hellti glitrandi, bráðnu blýi með svipuðum tilburðum og prestur, sem fer með helgi- athöfn. Þetta var blandaður hópur manna, frá öllum fjórum hornum heims, mislitur hópur, sameinaður í traustinu á hinn útvalda leiðtoga. Hann einn gat stýrt þeim og til þess þurfti hann járnhönd og stöðuga ár- vekni. Angelique hafði lika eitt sinn leitt kotunga til orrustu, en Þá menn hafði skort alla þekkingu, þeir voru einfalt, takmarkað fólk og auð- velt að ráða við það. Þessir menn voru á hinn bóginn flestir eitthvað menntaðir, við- kvæmir og blóðheitir. af allt öðrum toga spunnir. Hún hafði þegar orðið þess áskynja að margir þeirra hötuðu konur, en aðrir, svo sem Clovis óttuðust, að hún fyrirliti þá fyrir ruddalega framkomuna og gerðu sér því far um að haga sér enn ruddalegar. — Við erum ekki komnir hingað til endimarka jarðarinnar til að eiga allt okkar undir duttlungum greifafrúar! Það var eitthvað ögrandi og óbugandi við þessa menn. — E'n það hlýtur að vera eitthvað ögrandi og óbugandi við mig líka! hugsaði Angelique einn morguninn. —■ Hlutir, sem ekki e:nn sinni er hægt að tala um! Það eru ógnvekjandi atburðir í minni fort.íð líka....Einnig ég hef drepið.......Einnig ég hef flúið...... Og hún sá sjálfa sig i anda, með rýting í hendi, þegar hún risti Stóra-Coesre, konung betlaranna á háls og hún sá sjálfa sig ganga foruga, berfætta og þreytta eftir götum Parísar i félagi við þjófa- hóp. Hún sá sjálfa sig liggja eins og skækju í bóli fangavarðarins i Chatelet. Sún minning rifjaðist upp fyrir henni einn morguninn meðan hún var að búa um sár á hönd trésmiðsins Jaeques Vignot. Trésmið- urinn, kjaftfor Parísarbúi, bölvaði óskaplega með leyndri von um að hneyksla hana. Henni gramdist orðbragðið og hún þaggaði niður í honum með einu vel völdu orði, því viðurstyggilegasta sem til var í slangurorðaforða undirheima Parisarborgar. Hann rykktist til og leit á hana með skelfingu i augum, gat varla trúað sínum eigin augum eða eyrum. Að heyra þvílikt orð af jafn fögrum og lotningarverðum vörum ....... Nokkuð kom fyrir hann, sem ekki hafði gerzt árum saman ............. Hann, trésmiður frá Paris og ofstopamaður á köflum. Hann roðnaði. En hún fölnaði vegna þeirra minninga, sem flæddu yfir hana þessa stundina. Þau litust í augu og vissu, að þau voru bæði af sama tagi. Svo tók Angelique stjórnin aftur í sínar hendur. — Sjáðu til, drengur minn, hélt hún áfram eins og ekkert hefði i skorizt. — Ef þú heldur áfram með þessu orðbragði, er ekki gott að vita hvar þetta endar. Það væri kannski réttara fyrir þig að minnast þess, að þú ert i þjónustu Monseiur de Peyracs, en ekki að vinna fyrir Stóra-Coesre. — Sjálísagt, Madame Ja Comtesse, sagði maðurinn auðmjúkur. Þaðan í frá var hann varkárari. Við og við leit hann óviss i áttina til Angelique, en hætti jafnóðum við áform sin. Nei, hversvegna ætti hann að reyna að skilja. Hún var kona höfðingjans, hverju máli skipti hvort hún var eiginkona hans eða ástkona? Ef einnig hún var að reyna að gleyma einhverju, hafði hún fyllsta rétt til þess. Alveg eins og hann sjálfur. Það var ekki alltaf fagnaðareíni að rekast á einhvern, sem minnti mann á það liðna, af því hvernig þeir töluðu eða hegðuðu sér. Og hún var ágæt, hún kallaði hann stundum Monsieur Vignot, og þá fannst honum hann eiga mikið undir sér. Það var þá sem hann gerði sér ljóst, að hann var í raun og veru heiðarlegur maður og ef hann hefði einhverntimann verið í bland við þjófa var það aðeins tilraun til að bjarga konu hans og börnurn frá örbirgð. Engu að síður var hann dæmdur galeiðuþræll. Angelique kaus ekki að ræða við eiginmann sinn um erfiðleika þá, sem risu endrum og eins milli hennar og þeirra af mönnunum sem óstýrilátari voru. Henni fannst hún sjálf verða að ráða fram úr Því hvernig umgengni þeirra væri háttað. E’n oft á kvöldin, þegar þau voru komin ein inn í herbergið sitt og töluðu um atburði kvöldsins, áður en þau gengu til hvílu spurði hún hann um félaga hans og smám saman vissi hún allt um þá alla og gat imyndað sér hvernig ævi þeir höfðu átt, jafnvel bernsku ....... Og þeir fyrir sitt leyti komu meira til móts við hana og ljóstruðu ýmsu upp um sjálfa sig, þar sem Þeir sátu umhverfis eldinn. Hvað karlmenn snerti, hafði hún sérstaklega heilbrigða dómgreind. Reynslan hafði kennt henni, að það var enginn grundvallarmismunur milli nokkurra tveggja manna, sama hvort annar var prins og hinn þræll. Hún hafði getað dregið úr einmanaleika konungs, unnið hylli klaufskra gnýara eins og Maitre Bourjus og Savarys og hún hafði mýkt hjörtu margra hættulegra ofstopamanna, rétt eins og Philippes du Plessis. Hún kaus langtum heldur að standa andspænis illgirni manns á horð við Clovis eða hörku chienanska námumannsins, en þurfa að eiga viðskipti við þrautþjálfaða slægðarglæpamenn við hirð- ina í Versölum. Hér var allt á hreinu. Opið og einfalt eins og skógur- inn, kjötið, kuldinn og maísgrauturinn. Lífið sjálft og öll mapnleg samskipti hér, bjó yfir náttúrlegum frummennskum blæ, sem jók henni þrótt. Ef einhver geðillska var á seyði leið ekki á löngu áður en það kom berlega fram í dagsljósið. Angelique sá til þess. Það var hennar hlutverk að hreinsa öll sár. Og í huga sér skipti hún mönn- unum í þrjá hópa: sakleysingjana, útlendingana og óróaseggina. Framhald á bls. 34. 22. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.