Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 16
ANITA DG PETEB GIFIA SIG DEGAB HANN MÁ HERA AD 16 VTKAN 22 tbl Nafnið Peter Sarstedt birtist nýlega á brezka vinsældalistan- um. Þessi náungi, sem var alls óþekktur áður, var skrifaður fyr- ir laginu „Where do you go to“. Fæstir bjuggust við, að lag þetta kæmist langt upp eftir vinsælda- listanum, en raunin varð önnur. Lagið hafnaði í fyrsta sæti. Það er eftir hann sjálfan og verður víst ekki flokkað sem pop, því að Peter vill ekki láta nefna sig pop-söngvara. Hann segist vera vísnasöngvari. Hann er 27 ára af brezku foreldri, fæddur í Ind- landi og ólst þar upp til 11 ára aldurs. Eldri bróðir hans he:tir Eden Kane og var sá þekktur pop-söngvari í Bretlandi fyrir nokkrum árum. Peter var á þeim árum handgénginn bróður sínum, ferðaðist með honum milli hliómleikasala en fékk sig fliótt fullsaddan af öllu íilstandinu. Svo tók hann upp á að syngja sjálfur. Hann flakkaði land úr landi, söng á götum úti t:l að öngla saman aurum og lét yfir- leitt standa á sama um allt, sem gerðist í kringum hann. Um skeið voru þeir hlið við hlið í París, Don Patridge, sem nú er frægur orðinn, og Peter Sarstedt. Peter segist hafa vaknað fyrir alvöru til lífsins, þegar hann tók að hlusta á plötur Dylans. Þá fór hann að taka eftir lífinu í kringum sig, setja saman ljóð, sem höfðu ein- hverja meiningu í stað innan- tóms orðagjálfurs áður. Sjálfur samdi hann síðan lögin við lióð- in sín — og söng þau ó götu- hornum. líagið „Where do you go to?“ samdi Peter fyrir þremur árum, þegar hann var í París. í ljóð- inu segir frá franskri dömu, sem hefur alizt upp í fátækrahverf- unum en er nú í hópi brodd- borgara. „Mér þætti gaman að vita, um hvað hugsanir þínar snúast, þegar þú ert ein um næt- ur“, syngur Peter Sarstedt. Hann hefur verið nefndur „hinn nýi Dylan“. Forráðamenn plötufyrirtækis- ins, sem gaf út plötu Peters, voru snöggir í snúningum, þegar þeim varð ljóst, að platan sigldi hrað- byri upp eftir vinsældarlistan- um. Þeir lögðu þegar í stað drög að hæggengri plötu með Peter, og kom sú plata á markaðinn á met- tíma. Hún hefm- fengið feikna- lega góða dóma í brezku músik- blöðunum, og eru menn almennt sannfærðir um, að hér sé á ferð- um söngvari, sem eigi eftir að láta töluvert að sér kveða í nán- ustu framtíð. Að sjálfsögðu þarf Peter ekki að kvarta yfir iðjuleysi þessa dagana. Hann ltemur fram í hljómleikasölum kvöld eftir kvöld, og á þessu ætlar eng'nn endir að verða, að því er honum sjálfum finnst. Hann segir sjálf- ur, að hugurinn sé ekki við músikina um þessar mundir heldur unnustuna, Anitu Atke. Anita er dönsk og á heima í Kaupmannahöfn, þar sem hún leggur stund á nám í tannlækn- ingum. Þau ætla að láta pússa sig saman innan tíðar, þ.e. þegar Peter má vera að því að skreppa til hennar! Nokkuð er nú um liðið síðan Bítlarnir sendu frá sér hæggenga hljómplötu með lögum úr teiknimyndinni „Yellow Submarine“. Bítlarnir koma að vísu aðeins fram á annarri hlið plötunnar, ■— á ihnni hliðinni er tónlist úr myndinni leikinn af hljómsveit undir stjórn George Martin. Eitt laganna á þessari plötu er líklegt til mikilla vinsælda, ef það skyldi einhvern tíma fá að heyrast í þátt- um unga fólksins í útvarpinu. Hér er átt við lagið „All together now“, sem er sungið af Ringó. í þessu lagi er einföld og auðlærð laglína, sérkennilegur og skemmtilegur taktur og viðlag, sem allir geta lært og sungið með. Geta má þess, að þetta lag hefur átt miklum vinsældum að fagna í Tónalæ, og hafa plötusnúðarnir spilað það hvað eftir annað á dansskemmtunum skv. óskum gesta. Annað at- hyglisvert lag á umræddri plötu er „It‘s AU Too Much“. Þetta lag flokkast undir „rock“ og er í rauninni samið í kringum eina ein- ustu nótu, sem heldur sínu striki bak við músikina lagið út í gegn. ☆

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.