Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 19
NOKKRIR HÉLDU TSJAKÚRASI BLÝ- F^STUM MEÐAN EINN WfelRRA LAMDI HANN HNITMIÐAÐ Á ENNIÐ! OG ÞUNNVANGANN MEÐ SKAMMBYSSU- SKEFTS, HVERT HÖGG- IÐ EFTIR ANNAÐ. EFTIR EITTHVAÐ TÍU HÖGG VAR HANN DAUÐUR. OPINBER- LEGA VAR TILKYNNT AÐ HANN HEFÐI LÁT- IZT ÚR HJARTASLAGI. VANDAMENN HANS FENGU EKKI AÐ SJÁ LÍKIÐ FYRSR GREFTR- UNSNA OG AÐ HENNI LOKSNNI VAR GRAF- ARINNAR GÆTT í TVO MÁNUÐI, SVO AÐ ENG- INN GÆTI GRAFIÐ UPP LÍKIÐ OG KOM- IZT AÐ RÉTTU DÁNARORSÖKINNI. stjórnaði. Hún var barin, en lét sig ekki að heldur. Klukkan þrjú um nóttina flugu þeir með hana í þyrlu út yfir sjó, bundu utan um hana reipi og létu hana slga nokkrum sinnum niður í hafið. Þeir hótuðu að halda þessu áfram þangað til hún drukknaði. Að lokum féll hún saman og sagði það sem hún vissi. Meðal annars hafði hún heyrt and- spyrnumennina nefna símanúmer, sem hún hafði lagt á minnið án þess að vita hver hafði það. En það var Meletis. Barinn í hel af lögreglunni Nóttina eftir, áttunda maí í fyrra, ætluðum við Meletis að skutla tveimur andspyrnumönnum til Aþ- enu. Það voru þeir Tsjakúras og Ma- stúras, tveir leiðtoganna í Föður- landsfylkingunni. Á leiðinni stöðv- aði lögreglan okkur með miklu liði. Lögreglumennirnir drógu okkur út úr bllnum og börðu okkur eins og fiska. Nokkrir héldu Tsjakúrasi blýföst- um meðan einn þeirra lamdi hann hnitmiðað á ennið og þunnvangann með skammbyssuskefti, hvert högg- ið eftir annað. Eftir eitthvað tíu högg var hann dauður. Opinber- lega var tilkynnt að hann hefði lát- izt úr hjartaslagi. Vandamenn hans fengu ekki að sjá líkið fyrir greftr- unina og að henni lokinni var graf- arinnar gætt í tvo mánuði, svo að enginn gæti grafið upp líkið og komizt að réttu dánarorsökinni. Þetta ættl að fróa þér, djöfuls hóran Við hin vorum flutt til herstöðv- ar Nató I Salóniki, þar sem þriðji herinn gríski hefur bækistöð. Með mig var farið inn I stórt herbergi með byrgðum gluggum. Eina hús- gagnið þar var gamalt járnrúm dýnulaust. Fjórtán menn I einkenn- isbúningum hers og lögreglu biðu í herberginu. Ég kannaðist við þann, sem orð hafði fyrir þeim, Vasilíos Karamitsos lautinant. Hann gældi við nasista I stríðinu og er illa ræmdur í borginni. Hann varð hvað fyrstur manna til að fagna, þegar herforingjaklíkan tók völdin 1967. Hann er Iftill maður og feitur og vitnar með herforingjaklíkunni við öll réttarhöld. Laun lautinanta í gríska hernum eru ekki há, en engu að síður ganga synir Karamitsosar þrír í dýra einkaskóla og sjálfur er hann að byggja sér dýrindis ein- býlishús ( mesta giæsihverfi Saló- niki. Hann er blauður og ferðast aldrei einn saman. Lögreglumennirnir byrjuðu for- málalaust að hrinda mér á milli s(n og berja mig með krepptum hnefum. Karamitsos horfði á bros- andi og talaði mjúkri raust. Þeir tóku í hárið á mér og slógu höfð- inu á mér við járnrúmið. Mér lá Framhald á bls. 37. 22. tw. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.