Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 30
UPPÞVOTTAVÉLIN Þér fálð hvergi fullkomnari uppþvott en I KENWOOD upp- þvottavélinni. Fyrst þvær hún með sistreymi af heitu vatni — heitara en þér getið þolað — svo heitu, að það drepur skaðlega sýkla. Hið hringfarastreymikerfi — sem er aðeins í KENWOOD — sprautar vatninu, ásamt hreinsivökvan- um, sem látinn er i vélina um allt leirtauið með óvenju- legum krafti. Það er ekkert á hreyfingu i KENWOOD, nema vatnið, svo að leirtauið og viðkvæmt postulín er fullkomlega öruggt. Meðan á skolun stendur, þá gláfægir hreinsivökvinn leir- tauið og postulinið, en síðan hefst þurrkun. Það er aðeins KENWOOD, sem veitir fjölbreytt uppþvotta- val. Þér getið stillt vélina á mismunandi uppþvottaraðferð — með því að stilla stjórnskifuna. Þér getið stöðvað vélina hvenær sem er, ef þér þurfið að láta í hana eða taka úr henni. *»’*'»>'»W!WW -ríst i n' « í-/99 ¥» 31 * ’/f Sími 11687 21240 Laugavegi 170-172 FYRÍííUGGJANDi VERÐ KR. 21.990,oo Jnekla Benjamín aftur. Hún mundi allt- of vel eftir því hve sár hann var, þegar hún fór frá Sydney. Sandra átti erfiða daga, og henni fannst þeir aldrei ætla að líöa. En Benjamín átti heldur ekki sjö dagana sæla. Hún þekkti hann nógu vel til að vita að glaðlegur svipur hans var að- eins gríma. Hann sagði henni ekki að hann hefði farið til Mason’s Motors, og framtíðin var yfirleitt ekki nefnd á nafn. Þessar leyndu hugsanir þeirra beggja lágu á þeim eins og mara. Jafnvel Neal var orðinn breyttur. Það var eins og hann hefði v'ð mikla erfið- leika að stríða. Hún hefði getað faðmað Neal að sér, þegar hann kom til þeirra á föstudagskvöldi og stakk upp á því að þau færu í fjailgöngu daginn eftir. Hann sagðist ætla að aka þeim út að Red Chasm. Það var skemmtileg leið, og þau gætu svo farið og skoðað hellana þar upp frá. Þau óku að heiman morgun- inn eftir klulckan sjö, og öll þrjú voru þau ákveð'n í að skemmta sér og fá það bezta út úr ferð- inni. Þau fóru jafnvel að syngja, þegar Neal ók eftir bugðóttum veginum. Þegar þau komu að stóru veg- arskilti, beygðu þau út af þjóð- veginum út á malargötu sem stöðugt versnaði. Neal ók meðfram þurrum ár- farvegi og allt í einu voru þau komin að klettunum, þar sem hellarnir voru. Niðri í dalverp- inu uxu eldgamlir pálmar. Neal stöðvaði bílinn í skugga við klettana, og eftir nokkrar mínútur voru þau búin að bera allt dótið út úr bílnum, kveikja bál og farin að steikja buff yfir eldinum. Neal hafði tekið með sér nokkrar bjórdósir og þau slökktu þorstann, meðan þau b'ðu eftir því að kjötið yrði til- búið. — Þetta er dásamlegt, sagði Neal og drakk úr bjórdósinni. — Hér er þó nægilegt andrúms- loft. Beniamin horfði á árfarveginn, sem hvarf niður í djúpt gil, með bröttum klettum á báðar hliðar. — Mér finnst ég vera eins og vesæll maur á villigötum, sagði Benjamín. — Frá mauraþúfunni Sydney, sagði Sandra. Hún vissi hve and- rúmsloftið var þrúgandi. Hún baðaði út höndunum. — Hér finnst mér ég vera fuglinn fljúg- andi. Benjamín brosti dauflega. — Það eru til farfuglar. Neal horfði rannsakandi á hann. — Tamdir fuglar verða aldrei farfugiar. Sandra fann að andrúmsloftið gat orðið hættulegt, svo hún stóð upp og sagði: — Nú borðum við, og hún fór að skammta matinn. Þegar þau voru hálfnuð með máltíðina, tók Sandra eftir því að veðrið var að breytast. Þung- ir skýjabakkar hrúguðust upp við sjóndeildarhringinn, og sand- urinn .þyrlaðist niður árfarveg- inn. Hún lagði við hlustirnar og heyrði að vindurinn var að breyta um hljóð. - Ja, við erum ekki heppin, sagði hún. — Hverskonar veður ætlar þetta að verða? Þetta voru furðuleg endalok á ennþá furðulegri viku. Hún flýtti sér að tína dótið saman. Búkurinn fauk út úr höndum ' "nn?r ot? hún hbóp á eftir hon- Sáyvtfokið stakV. hana í Vinnd'^'uri oe fætur. e:ns og nálar. Þegar hún kom aftur t.il manna var loftið orðið eins os hræri- pratitur af ryki og sandi. Neal vpr pð revnn að koma se'?li yfir bílinn. og Beniamín stóð hiá honum með tvær könnur fullar af vatni. sína í hvorri hendi, nskör, vandræðale.gur, vissi ekk> hvað hann átti að gera. — Við verðurn að revna að komast, jnn í einhvern hellinn, sagði Neal og benti upn kietta- vegeinn. — Þetta pengur yfir eft- ir nokkra klukkutíma. Það var kominn æðislegur stormur. Vindurinn hve’n milli brönera klettanna. Dökk skýin huldu fyrir sólu og það var næstum dimmt. Sandrokið ætl- aði að kæfa þau. Neal hljóp á undan og Sandra greip um hönd Benjamíns og dró hann með sér. Sandfok var ekkert nýtt fyrir þau sem voru alin upp við þetta, en fyrir Benja- mín hlaut þetta að vera líkast martröð, enda hafði hann aðeins eina hugsun, — að komast í skjól, eins fljótt og hægt væri. Hellirinn var sjö fet á hæð og álíka breiður. Hann náði þó nokkuð langt inn í fjallið. Neal hafði tekið vasaljós úr bílnum og þau gátu séð langt fram fyrir sig. En jafnvel hellirinn var ekki fullkomið skjól. Stormur- inn og sandrokið smaug allsstað- ar. Neal sagði þeim að væta vasaklútana og binda fyrir vitin. — Hve lengi heldurðu að þetta vari? spurði Benjamín, og náði varla andanum. Hann hafði risp- að sig til blóðs á höndum og hnjám. — Klukkutíma, eða svo, sagði Neal og hóstaði. —• Kannske tvo. En vertu ekki með áhyggjur. Við erum vön þessu hér um slóðir. Sandra sat við hliðina á Benjamín, og reyndi eins og hún gat að gera gott úr þessu. Við höfum þó mat og vatn með okkur, sagði hún og lagði hönd sína á handarbak Benja- míns. — Þetta er óþægilegt, en þetta er nú aðeins venjulegur stormur, hann er bara verri vegna sandfoksins. Þetta er ágætis lautartúr, sagði Neal og hló stuttlega. — Sammála, sagði Benjamín, — en ég held nú frekar með borgarlífinu. Sandra sagði ekkert. Þetta var norðrið, hitt var suður. Það var ekki aðeins fjarlægðin sem myndaði þennan reginmun á öllu. Við sólsetur var komið logn. Himinn var bjartur og stjörnurn- ar komu í ljós. Þau óku heim í svölu kvöldloftinu, óhre'n og þreytt. Þau sungu ekki og töl- uðu fátt. Flugvélin til Sidney fór klukk- an níu daginn eftir. Nesl ók þeim á flugvöllinn, en st.éð Vyrr inni í húsinu. Sandra fylgdi Benia- mín út. Hann talaði ekki um bón- orð lengur. — Ég skrifa þér, sagð’ Ben:a- mín, þegar þau stóðu hönd í hönd, áður en vélin fór á loft. Hann virtist vera feginn að vera að fara til borgarinnar. — Þakka þér fyrir þessa daga, það hefur sannarlega verið ný lífsreynsla fyrir mig að kynnast þessum héruðum, allt svo framandlegt. Söndru fannst hún hálf einmana, þegar hún gekk að flugvallar- byggingunni. Þegar hún kom til Neals, las hún spurningu úr augum hans. Hún gekk að glugg- anum og leit út. Þotan var að hefja sig á loft. — Þá er þetta búið, sagði hún. Neal lagði handlegginn utar um hana. — En það er ekki heimsend- ir, vina mín. 30 VIKAN 22- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.