Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 34

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 34
fn«i<§elique í/estuphcimi Framhald af bls. 23 44. KAFLI „Sakleysing.iarnir'' voru Þeir sem höíðu hreinar sálir og sýndu vel- vilja. Sérstaklega þótti henni vænt um hinn unga Yann le Couennec og meðhöndlaði hann eins og son sinn. Hann var hreinn og beinn, ljúfur og glaður og hafði alltaí tíma til að búa til ,þá smáhluti, sem konurnar báðu hann um, spaða fyrir þvottana, þvottaborð og borð til að skera á, til að tálga diska eða litla flata kubba úr hickoryviði, til að fletja maiskökurnar á, áður en þeim var stillt fram lyrir eldinn til að baka þær. Eftir að veturinn gekk í garð tók hann að skera út krúsir og skálar handa þeim og eftir því sem á veturinn leið varð útskurður- inn flúraðri og flúraðri, blómin fíngerðari og fjölbreyttari. Hann íann sér lika allskonar rætur og tálgaði til, bjó til á þær drekahöfuð og ■kenndi Florimond og Cantor að nota tálguhnif, sem fór þeiiií vel úr hendi. Peyrac greifi hafði keypt hann frá Berbum, sem höfðu hann fyrir galeiðuþræl. Eitt sinn er hann gekk í gegnum þrælalestina, sem flutti hann til Saleh, hafði hann tekið eftir þessum greinilega keltneska unga manni og séð þegar í stað, að hann átti skammt eftir ólifað við þennan viðurgerning. Hann hafði goldið gott verð fyrir hann, þrátt fyrir mjúkmál mótmæli Arabans, sem sagði ekki igeta selt svona lítil- ræði, manninum, sem unnið hafði trúnað soldánsins i Marokkó. Peyrac lét koma unga manninum aítur til heilsu og hefði hjálpað lionura til að snúa aftur heim til Frakklands, hefði ekki Bretoninn ungi beðið þess að fá að vera áfram i 'hans þjónustu. Hans æðsti draumur var að komast til Ameriku og setjast þar að. Yann le Couennee var fæddur í skógunum miklu í Huelgoat, á Ar- moríkanskaga og lærði til trésmiðs, jafnhliða þvi, sem hann lærði að höggva við og gera til kola og sömuleiðis haíði hann lært að búa til tréskó. Hann var írernur maður skógar en sjávar. Ástæðan til Þess ao hann varð sjómaður, var sá, að sjórinn var eini staðurinn sem Bretoni gat horfið til, þegar hann yfirgaf skóglendi sín og fen og það var einnig ógerlegt fyrir hann að haldast lengur við í landinu. Þegar hann var barn að aldri hafði faðir hans verið hengdur fyrir veiðiþ.iófnaðog sá, sem hengdi hann var lénsherra iandsins, sem þeir bjuggú á. Vesalings maðurinn hafði unnið það eitt til saka að veiða héra í snöru, til að gera börnum sínum jólin eftirminnilegri, því o;ft var ekki annað til að éta í kotinu en heilhveitiseyði. En hin gömlu lénslög gáfu honum engin grið og hann var hengdur. Þegar Yann var kominn á legg drap hann veiðivörðinn, sem var ábyrgu.r fyrir dómnum yfir föður hans. Eitt kvöldið var hann á leið- ínni heim frá skógarhögginu, undir blágrænu hvolfþaki eika og kast- aníutrjáa, rétt hjá tveimur stórum fossum, sem dundu ofan granít- kletta, þá stóð hann allt í einu augliti til auglits við manninn, klæddan í einkennisbúning, úsaumaðan með skjaldarmerkjum lénsherrans. Hann reiddi öxina og klauf manninn í herðar niður, en kastaði síðan hræinu í annan fossinn, sem bur.aði fram af klettunum. Svo yfirgaf hann landið. Oft mundi hann ekkert eftir þessu, og þegar hann mundi eftir því, gat hann ekki að sér gert, að óska sér til hamingju með afrekið. Nú var hann ekki lengur þræll, hann var eldri en glaðlegt, drengslegt andlitið benti til; hann hlaut að vera um þrítugt. Annar sakleysingi, það er að segja traustur vinur i augum Angelique, vinur, sem aidrei myndi bregðast, var maðurinn írá Möltu, Enrico Enzi. Hann var blanda af Tyrkja, Grikkja og Feneyingi, ásamt ofur- litiu af frönskum krossfara auk þess semetíska bakgrunns, sem fólkið á Möltu á að þakka hinum föniska uppruna sínum. Hann var meðal- maður í la-gra lagi, laglegur í andliti, næstum skegglaus með dökk olifulitt hörund og jafn vöðvamikill og lipur og fiskur, sem getur greit.t banvænt högg með sporðinum. Greifinn hafði ráðið hann i þjónustu sína á Möltu, þegar hann var enn aðeins fimmtán ára pjakkur og kafaði eftir kóröllum og til þess að koma fyrir sprengjum neðan á galeiðum stórtyrkjans, allt í nafni trúarinnar. Þetta nakta, foreldra- lausa barn var ákafur verjandi kristninnar og Mölturiddararnir notuðu sér til fulls trúhneigð hans og furðulegan hæfileikann til að geta verið undir yfirborði vatns svo lengi, að jafnvel hinir þjálfuðustu kafarar á Möltu kölluðu það met. Einn síns liðs hafði hann valdið hálfmánan- um tyrkneska meiri skaða en margur nafnfrægur riddari. Og thvað fékk hann i aðra hönd? Fullvissu þess að hann myndi fara til himna. Hann hafði líka ánægju aí þessum erfiðu leiðangrum ofan í græn hafdjúpin. Og hann igladdist af bræði múhameðstrúarmannanna með vefjarhettina og naut. aðdáunar samkafara sinna, með limina hrjúfa afsöltum sjó og lungun þanin af löngum dvölum neðansjávar. E’n þótt líf af þessu tagi væri fullnægjandi fyrir þann hluta af honum, sem kominn var af krossfaranum, sem hann haíði einnig fengið bláu augun frá, urðu Feneyski og Semetísku hlutarnir þreyttir að lokum. Hvað myndi hann hafa upp úr þessu lífi? Hvenær yrði hann auðugur? Myndi hann finna einhvern fjársjóð neðansjávar, sem hann fengi að halda sjálfur .......? Fyrir hann hafði grímuklæddi sjóræninginn komið á rétta andartakinu, maðurinn sem þeir kölluðu hinn óbugandi elskhuga réttlætisgyðjunnar, Hescator. Einn morguninn, þegar unglingurinn sat á kajanum í Valetta, bar Rescator Þar að og hann hvessti augun á drenginn. — Ertu Enrico? Drengurinn, sem syndir lengra, dýpra og lengur en nokkur hinna? Viltu koma um borð i skip mitt og verða einn af flokki kafara minna? spurði Rescator. Drengnum kom þetta á óvart og hann hristi höfuðið ákaft. — Eg vil ekki yfirgefa Möltu og vini mína. -- Það er Malta sem mun yfirgefa þig drengur minn. Malta mun yf- irgefa þig vegna hinna. Þegar þú ert orðin veikur innra með þér og henni ekki lengur að gagni. En þegar þú ert kominn til mín og þjón- ar mér vel, skal ég aldrei láta þig einan. Drengurin reis hægt á fætur. Hann var lítill og horaður og leit út fyrir að vera þrettán ára. Hann gekk til Peyracs og horíði í andlit hans meðan hann sagði: — Eg þekki þig. Þú ert Rescator. Þá iðrar þess ekki, sem fara að vinna fyrir þig, það veit ég. — Það er rétt. Ég kom hingað, einmitt í dag, vegna þess að ég þarfnast þín. Augu maltneska drengsins urðu stór í horuðu andlitinu: — Það getur ekki verið satt. Þvílíkt hefur enginn sagt við mig aður. E'nginn hefur áður þarfnazt mín. Svo hrópaði hann reiðilega: — Ef ég sigli með þér verður það með þeim skilmálum, að ég geti hætt hvenær, sem mér þóknast, hvar sem við þá erum og þú gefur mér nægilegt ferðafé aftur til Möltu. — Allt'í lagi, ég geng að kröfum þínum, því ég þarfnast þín, endur- tók Poyrac — Ég get einskis manns þræll verið. Það er aðeins hættan sem heillar mig. — Þú færð meira af hcnni, en þú reiknar með. — Ég er góður kalólikki; ætlast þú til Þess að ég berjist móti kristnum galeiðum? ■— Ekki þarftu þess, ef riddararnir ráðast ekki á mig og Það er engin ástæða til að ætla að þeir geri það, því ég hef gert samning við þá. — Allt í lagi þá. Og Enrico kom um borð, þar og þá, án nokkurs annars farangurs en bómullarlendaklútsins, sem hann hafði um lendarnar. Hann var gróf- lega breyttur eftir þessi tíu ár, sem hann hafði dvalið um borð hjá de Peyrac greiía. Að þvi fráskildu hve hann var flinkur að koma sprengjum fyrir og §k»mir,a skip, hafði hann sérstaka hæfileika i fjölbragðaglímu, hnífakasti og skotfimi og var mjög eftirsóttur í sjó- orrustum. Þá var hann fimur og herskár púki, sem ekkert stóð fyrir. Hann hafði aldrei æskt þess, að snúa aftur til Möltu. En þegar Joffrey de Peyrac yfirgaf Miðjarðanhaf, tók hann Enrico með sér til Karabiska hafsins og það var að þakka hópi maltnesku kafaranna, sem Enzi stjórnaði, að greifanum lánaðist að hrinda i framkvæmd óvenjulegasta, en einhverju ábatasamasta fyrirtæki sínu, að bjarga dýrgripum úr spönsku galeiðunum, sem frönsku sjóræningj- arnir höfðu sökkt. Ungi maltverjinn var nú auðugur. Greifinn hafði gefið honum þrjá fallegustu gullvasana, sem Þeir höfðu fundið á Karabiska hafinu, en þess utan hafði hann fengið föst laun sem áhafnarmeðlimur og sinn hlut af fengnum. Sv’o Joffrey de Peyrac varð ekkert sérlega undrandi, þegar hann óskaði eftir sjálfboðaliðum í ferðina inn í landið, að sjá litla froskmanninn stíga fram, manninn sem siðastliðin tíu ár hafði kostað kapps um, að fara ekki lengra en hundrað metra frá strönd- inni eða bryggjunni, þegar þeir voru í landi. — Enrico. heldur þú að skógar, fjöll og fen henti þér? Þú ert sonur Miðjarðarhafsins. Þér verður kalt. Kalt! endurtók Enrico fyrirlitlega. — Hver veit meira um kuld- ann en ég? Sá sem ekki hefur kafað eins djúpt og ég hef í sjóinn, veit ekkert um kuldann. Herra minn, það hefur enginn eins mikla reynslu af kulda og ég. — Og þú getur ekki heldur kafað lengur. Gullið sem ég leita eftir að þessu sinni er ofan í iörðinni, en ekki á 'hafsbotni. — Hverju máli skiptir bað ef ég fæ minn hlut? spurði Enrico i krafti þess að vera gamall og náinn vinur hins virta foringja. — Og svn eru vötn þar, bætti hann hlæjandi við. ■— Mikið af vötnum eftir því sem mér er sagt. Ég gæti þá altént kafað eftir fiski handa okkur. öll réttindi áslcitin, Opera Mundi, París. — Framh. í næsta blaði. 34 VIKAN 22-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.