Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 43
Hann var í bláum fötum og frakka. — Einmitt, ég hringi þegar May hefur lokið sínum símtölum. . . . Það hafði verið lest til Petworth klukkan 8.50 og önnur átti að fara klukkan 9.56. Það var naumur tími, en það þýddi ekkert að reka á eftir Hilary. — Jæja, sagði hann, þegar dyrnar opnuðust. Hilary hristi höfuðið. — Ekkert að frétta, hvorki hjá sjúkrahúsum eða lögreglu. — Þá reynum við Viktoriustöðina, það er lest eftir tuttugu mín- útur. Geturðu komið strax? Hilary leit á dagskipun sína. — íig get það ekki en ég ætla samt að gera það. Það er eitthvað óguðlegt í því hve sterkum tökum þessi eftirför hefur tekið mig. Ég segi May það og næ í hattinn minn. Þú ættir að ná í leigubíl. Farðu út á St. Pancrasveg og bíddu mín þar. Hann náði í bíl um sama leyti og Hilary kom. Adrian leit á klukk- una. — É'g er hræddur um að við náum þessu ekki. Umferðin er svo mikil. Þeir sátu svo þegjandi og skimuðu í allar áttir út um bílrúðuna. — Ég gleymi því aldrei, sagði Adrian allt í einu, — einu sinni á stríðsárunum í Frakklandi. Við ókum framhjá fangabúðum, þar sem geysimiklar járngirðingar umluktu opið svæði. Þar hélt einn vesalingurinn í járnrimlana dauðahaldi, eins og api í búri. Dauð- inn er ekki neitt samanborið við slíka tilveru. Ég vildi næstum óska að þeir hefðu fundið hann í ánni. — Það getur verið að svo verði. — Nú eru aðeins þrjár mínútur þangað til lestin fer. Umferðin hafði minnkað og bílstjórinn gat ekið það hratt að þeir náðu í tæka tíð. — Þú gerir fyrirspurnir á fyrsta farrými, ég á þriðja, sagði Hilary. — Nei, sagði Adrian, — ef hann hefir farið upp í þessa lest, þá er það aðeins á fyrsta farrými. Farðu þangað. Hann horfði á eftir Hilary, og sá að hann kom strax til baka. —• Hann er í þessari lest. Flýttu þér! Bræðurnir hlupu, en þegar þeir komu að brautarpallinum tók Hilary í handlegg Adrians. — Vertu rólegur, þetta þýðir ekki neitt. Ef hann sér okkur, þá verður hann var um sig. —- Hvenær kemur lestin til Petworth? —- Tólf tuttugu. — Þá náum við því í bíl. Hefirðu nokkra peninga? — Aðeins átta og sex, sagði Adrian. — É'g er með ellefu shillinga. Það er ekki nóg. Ég veit hvað við gerum; við tökum leigubíl heim til Michaels og Fleur. Ef bíll- inn þeirra er heima, þá aka þau okkur, annaðhvort þeirra. Þegar þeir komu til South Street var Fleur heima. Adrian, sem þekkti hana ekki eins vel og Hilary, varð undrandi yfir því hve skjótt hún brá við. Innan tíu mínútna voru þau á leiðinni, með Fleur við stýrið. — Ég fer gegnum Dorking og Pulborough, sagði hún og hallaði sér aftur á bak. —■ Ég get ekið hratt eftir að við komum til Dorking. En segðu mér Hilary, hvað ætlarðu að gera ef þið náið honum? V_____ . _________________________ y SöfiUSAFN HITGHCOGKS ANNAÐ HEFTI KOMIÐ ÚT 10 SPENNANDI OG SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR A.lfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik- nyndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt 5em frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera: í því er fólgin hroll- vekjandi spenna með skoplegu ívafi. — Hit- chcock fæddist í Lond- on 13. ágúst 1899. Hann var við nám í verk- fræði, þegar honum bauðst vinna við kvik- myndir og lagði þá námið þegar í stað á hilluna. Hann nam leik- stjórn á örskömmum tíma og var fyrr en varði kominn í hóp áhrifamestu leikstjóra. Kvikmyndir og sjón- varpsþættir Hitchcocks skipta hundruðum og mánaðarlega gefur hann út í geysistóru upplagi smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sögurnar í þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu tostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda. Fæst á næsta sölustað. HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 - SÍMI 35320 - REYKJAVlK — Það verður að ráðast, þegar þar að kemur. Þegar þau komu til Dorking, var engin umferð, svo Fleur steig á bensíngjöfina. Næsta kortér þutu þau áfram, án þess að verða vör við nokkra sál, en þá fór bíllinn að hossast óþægilega. — Það er sprungið, sagði Fleur. Hún stöðvaði bílinn og þau fóru öll út úr honum. Hilary fór úr jakkanum. — Náðu í dúnkraftinn, Adrian, ég næ í varahjólið. Fleur var komin á kaf í verkfærakistuna. — Það borgar sig ekki að vera of mörg við þetta, ég næ í verkfærin. Adrian vissi ekkert um bíla, og hann var hreinn klaufi í öllu verklegu, svo hann vék til hliðar. Tuttugu mínútum síðar voru þau komin af stað aftur. — Það er betra að fara alla leið til Petworth, sagði Hilary, — þá komum við kannski fljótlega auga á hann. — Á ég að nema staðar, ef við sjáum hann? spurði Fleur. — Nei, ekki fyrr en við erum komin fram hjá honum. Þau óku gegnum Petworth, alla leið til brautarstöðvarinnar, án þess að sjá nokkuð til hans. Þau spurðu brautarvörðinn og hann sagði að maður sem svaraði til þessarrar lýsingar hefði komið með lestinni fyri hálftíma. Þau flýttu sér upp í bílinn og héldu áleiðis til Downs. Þegar þau óku fram hjá litlu pósthúsi við veginn, kallaði Fleur til pósts, sem var þar á hjóli: — Hafið þér séð mann í bláum frakka með kúluhatt ganga hér framhjá? — Nei, frú, það hefir enginn farið hér framhjá. — Ef ég man rétt þá er rúm míla upp á hæðina við Downs. Þegar við komum þangað upp, sjáum við vel um allt nágrennið. Haltu áfram, Fleur, en aktu hægt. 22. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.