Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 39
EGGERT KRISTJANSSON & CO. H.F. HAFNARSTRÆTI 5 SÍMI 11400 EINANGRUNARGLER yfir 20 ára reynsla 10 ára ábyrgö Einskonar matur Að fimmtán dögum liðnum heim- sótti mig læknir, sem gaf mér lyf. Hann lét fjölskyldu mína líka vita af mér. En þegar fólkið mitt ætlaði að heimsækja mig, neituðu lög- reglumenn því um aðgang og sögðu: Við verðum að vernda dótt- ur yðar, sökum þess að unnusti hennar hyggst selja hana á hóru- hús í Tyrklandi. Þeir handtóku líka systur mína og unnusta hennar. Margir deyja í fangelsinu í Saló- niki og enginn kemur þaðan heill heilsu. Fangelsið var byggt fyrir síðustu aldamót og síðan hefur það ekkert verið endurbætt nema hús- næði varðmannanna. Utveggirnir úr steini eru næstum hálfur annar meter á þykkt, innveggirnir kring- urr? áttatíu sentimetrar. Gólfrýmið í klefunum er tvisvar sinnum tveir metrar og þeir eru ætlaðir fyrir fjóra fanga hver. Þeir eru glugga- lausir og eina loftrásin örmjó rifa uppi undir þaki. Engir svefnbekkir eru í klefunum, heldur verður mað- ur að liggja á beru gólfinu. Þeir sem hlotið hafa dóm fá teppi, hinir sem eru í gæzluvarðhaldi hafa enga yfir- eða undirbreiðslu. Einu sinni á dag er föngum gefinn eins konar matur, og jafnoft er þeim fylgt á sameiginlegt salerni. Veturinn get- ur orðið kaldur í Salóniki, allt upp í þrjátíu stiga frost, og þá frýs slagableytan í klefunum. Á sumrin ■er hitinn óþolandi og maður verður að standa með andlitið við loftrif- una til að geta dregið andann. Ekkert næði til aö láta sárin gróa Fyrsta mánuðinn í fangelsinu hlaut ég „aðeins" slög og misþyrm- ingar. Sárin sem ég hafði hlotið. hér og þar um líkamann fengu ekki næði til að gróa. Síðan virtust þeir loks átta sig á því að ekki borgaði sig að misþyrma mér, því að þeir byrjuðu á sálrænum pyndingum í staðinn. Þeir vöktu mig um miðjar nætur, hótuðu að drepa Meletis fyr- ir augum mér, lofuðu mér pening- um ef ég játaði, neyddu mig til að hlusta á hroðalegar sögur um fjöl- skyldu mína . . . ég man það ekki allt. Ég reyndi að láta sem ég hefði misst vitið, en það tókst ekki. Eftir tvo mánuði var ég ekki lengur ég sjálf, ég var ekkert. Ég gerði þá hvað sem mér var sagt og skrifaði undir hverja játninguna af annarri, sagði frá öllu sem ég var spurð um. Ég man ekki nákvæmlega hvað það var. Loks urðu þeir ánægðir og slepptu mér. En lögreglan fylgdist áfram með hverju mínu fótmáli. Þegar ég reyndi að verða mér úti um /innu, vöruðu þeir vinnuveitandann við að ráða mig. Ég varð nokkrum sinnum í viku að fara á lögreglustöðina og gefa mig fram hjá öryggislögregl- unni. Hann ætlaði ekki heim aftur Þegar hér var komið hafði Mele- tis einnig undirritað játningu upp á tíu síður vélritaðar, er lögreglan hafði skrifað. Þeir breyttu skrifinu margoft og að lokum hafði hann ekki hugmynd um hvað hann undir- ritaði. Herforingjaklíkan hafði ákveðið að senda hann til Stras- bourgar, þar sem hann átti að vitna að hann hefði hlotið góða meðferð og að ( Grikklandi væru hvorki pólitískar ofsóknir né pólitískir fangar. Þegar hann kæmi aftur skyldi hann fá nýtt veitingahús, íbúðarhús, peninga — allt sem hann óskaði sér. Ég fékk að verða samferða til Aþenu þegar Meletis fór. Hann hafði ekki minnzt á að hann ætlaði að strjúka, en ég fann á honum að hann ætlaði ekki að snúa aftur. Við töluðum um framtíðina rétt eins og hann væri að fara í frí. Ég grét stöðugt því ef til vill myndum við aldrei sjást framar. Grikkland þráir þig! Ég heyrði í brezka útvarpinu að Meletis hefði strokið. Ég gladdist fyrir hans hönd og hugleiddi hvern- ig ég sjálf gæti komizt á eftir. Aðeins nokkrum klukkustundum síðar sótti lögreglan mig. Hvað vissi ég? Hvar var hann? Hverjir höfðu hjálpað honum? Hvar bjó hann? Þeir neyddu mig til að skrifa honum bréf, þar sem ég bað hann að koma aftur, en ég stílaði það þannig að hann hlyti að sjá að ég hefði skrifað það nauðug. Lögregl- an skipulagði einnig stefnumót á Ítalíu og ég fór þangað ásamt að minnsta kosti tuttugu fulltrúum her- foringjastjórnarinnar. Ég var látin hringja til Meletisar áður og biðja hann að koma. Samtalið var hlerað og ég notaði svo ofhlaðin orðatil- tæki að hann skildi að um gildru var að ræða. Ég sagði: Komdu aft- ur til okkar elskaða og frjálsa Grikk- lands, ástin mín! Öll þjóðin þráir þig! Hann skildi og kom ekki. Hvernig Georgía sjálf flýði vill hún ekki tala um. Hugsanlegt er að fleiri geti flúið á svipaðan hátt, og ekki nær nokkurri átt að gefa her- foringjaklíkunni neinar vísbending- ar. í einu grísku blaðanna, sem auð- vitað segja ekki annað en herfor- ingjarnir vilja heyra, stóð fyrir skömmu skrifað að norska lögregl- an hefði rænt Meletis í Strasbourg og myndi sennilega pynda hann til bana til að kreista upp úr honum fróðleik um athafnir grísku stjórn- arinnar! En í Noregi hrósa þau hjónaleysin happi, ætla að giftast og fá sér vinnu f landinu. ☆ 22. tw. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.