Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 11

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 11
í'lokknum og Alþýðuílokkn- um stjórnarsamvinna sú, sem enn er við lýði. Var hann dómsmálaráðherra og iðnað- arráðherra til 19(J3, nema nokkrar vikur haustið 1961, þegar hann var settur forsæt- isráðherra í veikindaforföll- um Ólafs Thors. Bjarni Bene- diktsson varð svo forsætis- ráðherra í nóvember 1963 og hefur verið síðan. Hann tók við formennsku Sjálfstæðis- flokksins af Ólafi Thors 1961 og hafði þá átt sæti í mið- stjórn hans frá 1936. Bjarni heíur starfað í ýmsum nefnd- um og setið fjölmargar ráð- stefnur heima og erlendis jafn- framt þingmennsku og ráð- herradómi. Bjarni Benediktsson er maður skarpgáfaður, pi-ýði- lega menntaður af skóla- göngu og sjálfsnámi og ham- hleypa til vinnu. Hann þótti strax í upphafi stjórnmála- baráttu sinnar ágætur ræðu- maður og hefur lítt goldið þess, livað rödd hans er ófög- ur við fyrstu áheyrn. Hann nýtur sín bezt í útvarpsum- ræðum og er flestum snjallari í orrahríðum alþingis. Lætur honum einkum að flytja ýt- arlegar framsöguræður og þreyta einvígi í kappræðum. Hann er öruggur og sigurviss og fundvís á höggstaði, enda fjölfróður um íslenzk og er- lend stjórnmál, víðlesinn og minnugur og óvæginn í garð andstæðinga eða keppinauta, ef honum rennur í skap, þó að mjög hafi skolazt af hon- um síðari ár sú ósvífni og heiftrækni, sem oft hljóp með hann í gönur framan af. Mál- far hans er rökrænt og vand- að. Hann er dável ritfær og því mun betur íþróttum bú- inn til sóknar og varnar í orðasennum en flokksbræður hans eftir að Ólafur Tliors leið og Gunnar Thoroddsen vék af alþingi. Hefur Bjarni margt samið um stjórnmál og lög- fræði. Safn blaðagreina hans og ritgerða kom út í tveim bindum fyrir nokkrum árum. Mun þó drjúgum meira ó- prentað eftir hann og sumt ófeðrað, því að maðurinn heggur iðulega úr launsátri í vígahug. Skapsmunir Bjarna Bene- diktssonar hafa verið erfiðir honum og öðrum. Hann er ráðríkur og kann sér varla hóf að fá fram vilja sinn. And- stæðingar telja hann því valdasjúkan, en samherjar ófyrirleitinn. Gætti þessa mjög í embættisveitingum Bjarna, þegar hann var dóms- málaráðherra og menntamála- ráðherra. Sást hann þá lítt fyrir, ef honum bauð svo við að horfa. Geð hans hefur samt stillzt, þó að ekki sé hann hæglátur, nema mikið liggi við í samningum, en þá á hann til furðulega þrautseigju og jafnvel óvænta sanngirni. Leynist þannig í fari Bjarna hyggilegur drengskapur, ef af honum rennur kappið og heimtufrekjan. Við ber og, að hann verði gamansamur, hýr og glettinn, en þá er hann í hátíðarskapi. Dæmi munu þess, að hann sé hjálpsamur og raungóður, og honum er ljúft að unna keppinautum sannmælis. Hins vegar fyrir- lítur liann grátstafi lítilsígldra og kvalráðra samherja, sem krjúpa honum eins og þræl- ar. Helzt verður Bjarna lýst með þeirri staðhæfingu, að hann njóti fremur trausts en vinsælda. Bjarni Benediktsson er að eðli og skapgerð stórlyndur en nákvæmur embættismað- ur, sem hefur röð og reglu á hlutum og málum. Honum var því auðvelt að stjórna ráðuneyti, þó að deilt væri um úrskurði lians og ráðstaf- anir. Hins vegar lætur hon- um engan veginn sá íburðar- mikli en hæpni verzlunar- rekstur, sem Ólafur Thors tamdi sér í skála um þjóð- braut þvera, meðan hann var húsbóndi á heimili Sjálfstæð- isflokksins. Bjarni er fræði- maður, sem hefur vit sitt úr bókum. Nú þarf hann að stjórna félagsbúi, þar sem margra og ólíkra hagsmuna gætir. Þá kennist, að honum gafst aldrei sú reynsla, sem fæst af fjölþættum umsvif- um í kaupsýslu eða atvinnu- lífi. Bjarni er hvorki slíkur umboðsmaður fjármagnsins, sem Jón Þorhíksson var, né Ólafur Thors þótti. Hann er stjórnmálamaður að atvinnu, en í litlum tengslum við sam- félagið, nema gamla menn- ingu þjóðarinnar og ættgeng fræði og svo fundaþref og veizluhöld. Auk þess háir manninum, hvernig hann fékk ásetningi sínurn fullnægt. Draumur metorðagirninnar Framhald á bls. 40 22 tw. viKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.