Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 6
MARILYN MONROE ÁTTI SON Það er nú komið í ljós, að Marilyn Monroe átti son, sem hún fórnaði fyrir hina fallvöltu og dýrkeyptu frægð sína. Hann heitir Jan Kuhn Mortensen og er tvítugur að aldri. Hann var þrettán ára, þegar móðir hans lézt. — Árið 1949, þegar Mari- lyn var 23 ára, vann hún fyrir sér sem fyrirsæta, en gerði allt sem hún gat til þess að verða kvikmyndastjarna. Hún var tið- ur gestur á ráðningaskrifstofum leikara, en einni slíkri veitti mað- ur að nafni John Hyde forstöðu. Hann var 52 ára gamall. Fyrr en varði átti Marilyn von á barni með honum. Hún bjóst við, að hann mundi kvænast henni, en hann vildi hvorki heyra hana né sjá. Marilyn Monroe fæddi barn sitt 12. nóvember 1949 og átti ekki um annað að velja en að gefa það. Hjón að nafni Kuhn tóku barnið að sér og ættleiddu það. Þau voru af norskum ætt- um, en búsett á Long Beach. Marilyn Monroe mun hafa sett það sem skilyrði, að drengurinn fengi aldrei að vita hver hans rétta móðir væri. Hins vegar er sagt, að nokkrum dögum áður en hún svipti sig lífi, hafi hún hringt heim til drengsins eld- snemma morguns; hann hafði sjálfur svarað í símann og hún hafi sagt honum allt af létta. Foreldrar drengsins þrættu fyr- ir þetta og fluttust nokkru síðar aftur til Noregs. En drengurinn gat ekki gleymt þessu atviki, og þegar hann fór til náms til Bandaríkjanna í fyrra, lét hann það verða sitt fyrsta verk að grafast fyrir um uppruna sinn. Þá fékk hann loks staðfestingu á því, að móðir hans var engin önnur en hin fræga og óham- ingjusama Marilyn Monroe. ☆ Þau sáust saman á Lundúna- flugvelli fyrir nokkru, gaman- leikarinn Danny Kay og hin sí- unga Marleene Dietrich, sem er víst komin á sjötugsaldur. Þau voru þarna saman að sjálfsögðu vegna starfs síns. Danny Kay hefur látið sér vaxa skegg og er talsvert breyttur í útliti frá því sem áður var. En gamansemin og ærslin hafa ekkert breytzt hjá honum sem betur fer. Þegar blaðaljósmyndarar komu auga á þau og tóku að, sniglast í kringum þau, setti Danny Key upp hátignarlegan virðingarsvip og sagði: — Á ég að segja ykkur frétt ársins? Við Marlene erum trú- lofuð! tV 6 VIKAN 22-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.