Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 44
HarÍrtiarhtírtir INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐíR ýhH/- & tÍtihuriir H Ö. VILHJÁLMSSON RANARGDTLI 17. SIMI 19669 Fleur sveigði bílnum á veginn til Downs. — Það eru þrjú epli í kápuvösum mínum, sagði hún, —■ ég greip þau með mér. —• Þvílíkt höfuð á þessari stúlku, sagði Hilary, — þér veitir ekki af þeim. — Ég vil bara eitt, ég er í megrun. Bræðurnir borðuðu eplin og höfðu stöðugt auga með umhverf- inu. En þeir komu ekki auga á Ferse. — Skógurinn er svo þéttur, hann fer ekki inn í hann, sagði Hil- ary, — ef þú kemur auga á hann, Fleur, þá stöðvarðu bílinn. — Eg sting upp á því að ég aki ykkur heim, sagði Fleur. — Eigum við að gera það, Adrian, sagði Hilary. — Ég hætti ekki leitinni. — Þá fer ég með þér. — Sjáið! sagði Fleur og benti fram á veginn. Fimmtíu metrum fyrir framan; þar sem troðningar lágu frá aðalveginum, lá einhver dökk hrúga. — Þetta er frakki. Adrian stökk út úr bílnum og hljóp að þessu. Það var blár yfir- frakki. — Nú er þetta ekki vafamál. Annaðhvort hefir hann setið þarna, eða hann hefir orðið þreyttur að halda á frakkanum. Það er slæm- ur fyrirboði. Komdu Hilary! Hann fleygði frakkanum upp í bílinn. — Hvað á ég að gera, Hilary frændi? spurði Fleur. ■—■ Þú hefir verið dásamleg, vina mín, og þú værir ennþá dá- samlegri, ef þú biðir hér í klukkutíma eða svo. Ef við verðum ekki komnir þá, þá aktu hægt meðfram veginum. Ertu með nokkra peninga á þér? Fleur gáði í tösku sína. — Ég er hér með þrjú pund, ég læt ykkur hafa tvö. — Þakka þér hjartanlega, sagði Hilary. — Við Adrian eigum aldrei peninga. Vertu blessuð, vina mín og þakka þér kærlega fyrir alla hjálpina. Fleur stóð við bílinn og veifaði til þeirra. — Þú ferð á undan, sagði Hilary, — þú sérð betur, og fötin þíW eru ekki eins áberandi og mín. Þeir voru komnir framhjá gamalli kalknámu, þegar Adrian ýtti Hilary aftur á bak. — Hann er þarna. — Sá hann þig? —- Nei. Hann virðist mjög æstur. Hvað eigum við að gera? — Við felum okkur í þessum runna. Þú getur gáð upp fyrir. — Vesalingurinn. Eigum við ekki að fara til hans og reyna að róa hann. — Hlustaðu! Það heyrðist hljóð, eins og trjágrein hefði brotnað og svo óskap- legt, skerandi óp. Það gat komið blóðinu til að storkna í æðunum. — Hryllilegt. Hann hefur líklega stigið á lurk. Þeir hreyfðu sig áfram í skjóli við runnann. — Ég er sammála þér, Adrian, þetta verður að gerast. En þaði. er hræðilegt að horfa upp á þetta. — Ég var að hugsa hvort við gætum talað hann til í að koma með okkur til Chelsea; það væri hægt að koma Diönu og börn- unum fyrir, segja upp þjónustufólkinu, og ég gæti gætt hans þar þangað til hann fengi einhvern bata. Mér finnst hann eigi að fá að vera í sínu eigin húsi. Ég hugsa að hann færi aldrei þangað af frjálsum vilja. — Ég lyfti ekki hendi til að láta loka hann inni. Hilary sagði ekki neitt. Adrian greip um hönd hans. — Nú er hann farinn úr augsýn. — Komdu þá. Nokkru fyrir neðan sig heyrðu þeir söngl. Adrian leit yfir kalk- gryfjuna og sá þá Ferse, sem lá á bakinu og söng. Svo hætti hanri sönglinu og lá grafkyrr. Adrian sá, sér til skelfingar að hann rétti upp kreppta hnefana og æpti: — Ég vil ekki, —■ ég vil ekki verða vitlaus, og svo velti hann sér yfir á grúfu. Adrian beygði sig niður aftur. — Þetta er hræðilegt, ég verð að fara til hans og reyna að róa hann. — Við förum þá báðir. Þeir gengu troðninginn sem lá kringum gryfjuna, en þegar þeir komu á staðinn, þar sem Ferse hafði legið, var hann horfinn. Þeir gengu upp á hæð, en það sást ekkert til hans. Til hægri við þá var vírgirðing. Allt í einu greip Adrian um handlegg bróður síns. Skammt frá þeim, hinum megin við girð- inguna, lá Ferse á grúfu í grasinu. Nokkrar kindur voru á beit rétt hjá honum. Bræðurnir fóru aftur í felur og þaðan gátu þeir séð greinilega hvað hann hafðist að. — Heldurðu að hann sé sofandi? Adrian hristi höfuðið. Það var eitthvað við stellingar mannsins, sem tók til hjartans, eitthvað sem minnti á lítinn dreng, sem fól andlitið í kjöltu móður sinnar. Meðan hann lá þannig var alls ekki mögulegt að trufla hann. — Það er orðið framorðið, sagði Adrian, — fáðu þér blund, ég hefi gætur á honum á meðan. Ferse virtist sofa, það var gott, kannski truflaður heili hans fengi stundarhvild. Sólin var komin langt í vestur. Adrian skalf. Eftir tíu mínútur væri sólin farin af felustaðnum og þá yrði kalt. Skildi Ferse verða betri eða verri, þegar hann vaknaði? Það varð að ráðast. Hann ýtti við Hilary, sem svaf vært. Hann vaknaði strax. Halló, gamli minn! Uss, hann er ennþá sofandi. Hvað eigum við að gera, þegar hann vaknar? Eigum við að fara strax til hans, eða eigum við a!ð bíða þar til hann vaknar sjálfkrafa? Hilary greip í handlegg bróður síns. Ferse var staðinn upp. Úr felustað sínum sáu þeir svipinn á andliti hans, hann var líkastur dýri sem finnur nærveru einhvers, veðrar hættu, og undirbýr flótta. Það var greinilegt að hann hafði ekki orðið þeirra var. Hann gekk í áttina að girðingunni, skreið undir hana, sneri sér við og stóð móti sól sem nú var óðum að lækka, og hann stóð þangalð til sólin var horfin með öllu. Nú, hvíslaði Hilary og stóð upp. Adrian sá Ferse hreyfa sig snöggt, baða út höndunum og taka á rás. Hilary sagði: — Hann er alveg óður, og það er kalkgryfja þarna rétt hjá veginu. Komdu, við verðum að ná honum. Þeir hlupu, en höfðu ekkert við honum. Hann baðaði út hand- leggjunum á hlaupunum og þeir heyrðu hann hrópa. Hilary nam staðar. — Stanzaðu, hann hleypur ekki að gryfjunni. Hann hleypur til skógarins. Við skulum láta hann halda að við höfum gefizt upp. Þeir sáu hann hlaupa niður hæðina, en misstu sjónar af honum þegar hann kom að skógarjaðrinum. Svo tóku þeir til fótanna, námu staðar og hlustuðu, en heyrðu ekkert hljóð. — Við förum niður að veginum. Þeir hröðuðu sér eftir megni, og komu allt í einu að stórri kalk- gryfju. — Mér datt ekki í hug að hér væri ein gryfjan enn, sagði Hilary. — Farðu framhjá henni, ég geng eftir brúninni. Adrian gekk upp á hæð við gryfjuna, þaðan sá hann til botns í henni, og kom fljótlega auga á dökka hrúgu á botni gryfjunnalr. Það var engin hreyfing, ekkert hljóð. Voru þetta endalok hans? Adrian fannst sem gripið væri um kverkar hans, hann gat ekki hreyft sig um stund. Svo náði hann sér og hljóp í áttina til Hilarys. — Hvað er það? Adrian benti niður í gryfjuna. Þeir gengu meðfram brúninni, þangað til þeir fundu leið til að komast niður. Botn gryfjunnar var orðinn grasi gróinn öðrum megin, og það var Ferse sem lá þar. Adrian kraup niður og lyfti höfði hans. Hann var hálsbotinn, látinn..... Líkskoðun og réttarrannsókn út af láti Ferse höfuðsmanns fór 44 VIKAN 22 tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.