Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 18
MNNEYHim
NRrMfmum
1VHUBM9NS
Myndirnar: Georgía Pangapúlú ræðir við blaðamenn á leyndum stað í Osló.
Georgía Pangapúlú er ung stúlka
grísk, sem nú býr í Osló — götu-
heiti og húsnúmer er á fárra vit-
orði aðeins, og einnig hvernig hún
komst frá föðurlandi sínu. Hún kom
til Noregs tíunda febrúar síðastlið-
inn, en tveimur vikum síðar stóð til
að stefna henni fyrir herrétt í Saló-
niki fyrir starfsemi fjandsamlega
þjóðfélaginu. Hún átti að hafa fal-
ið andspyrnumenn, formælt her-
foringjaklíkunni opinberlega, sem
landinu stjórnar, prentað ólögleg
flugrit og fleira og fleira. Hún tel-
ur líklegt að hún hefði hlotið tutt-
ugu ára fangelsisdóm, hefði henni
ekki tekizt að komast undan.
Hjá henni í Osló býr unnusti
hennar, Konstantínos Meletis, sem
einnig er flóttamaður. Hann er einn
þeirra andstæðinga herforingj-
anna sem þeir hatast mest við,
enda hefur norska öryggislögreglan
stöðugt vörð um hjónaleysin. Það
var Meletis sem strauk úr greipum
herforingjaklíkunnar í Strasbourg,
en þangað hafði hann verið send-
ur til að vitna með henni.
Georgía segir svo um sínar farir:
Ég er ættuð frá Salóniki, er tutt-
ugu og fjögurra ára, á gifta systur
og þrjá bræður. Að loknu mennta-
skólanámi fór ég að vinna á skrif-
stofu.
Meletis rak kaffistofu í grennd-
inni, og þar hittumst við. Ég komst
fljótt að því að hann var í leyni-
legum andstöðuhóp í Salóniki, og
til að vera eins mikið með honum
og hægt var hætti ég á skrifstof-
unni og fór að hjálpa honum. Það
var ekkert grunsamlegt við það,
því að við ætluðum að gifta okkur.
Ég hitti oft fleiri andspyrnumenn
og aðstoðaði þá. Til dæmis varð ég
fljótlega leikin í að klippa hár, því
að enginn andspyrnumannanna
þorði að fara til rakara.
Við fórum svo varlega að lög-
reglan hefði ekki komizt að neinu,
hefði ekki sextán ára stúlka komið
upp um okkur. Lögreglan grunaði
hana um andspyrnustarfsemi, hand-
tók hana og yfirheyrði. Þegar hún
játaði ekki eða gaf upplýsingar hóf-
ust pyndingar. í níu klukkustundir
jvar hún látin standa nakin frammi
fyrir þeim, sem yfirheyrslunni
18 VIKAN 22- tbl-