Vikan


Vikan - 29.05.1969, Qupperneq 45

Vikan - 29.05.1969, Qupperneq 45
fram í Chichester. Það kom fljótt i ljós við vitnaleiðslurnar að Ferse hefði verið hættulega sjúkur, og réttarlæknirinn komst strax að því að hann hafði látizt af slysförum, alls ekki ætlað að fjrrirfara sér, og hann var mjög elskulegur og háttvís við þau öll. Eftir réttarhöldin, þegar Dinny hafði fylgt séra Hilary og konu hans á járnbrautarstöðina, fór hún til hótelsins þar sem Adrian bjó. — Hvað ætlar þú nú að gera, elsku frændi minn? • — Hefir þú talað við Hilary? — Já. — Hann vill að ég fari eitthvað í burtu í eitt ár. — Það vil ég líka. — Það er langur tími, Dinny; ég er ekki ungur lengur. — Myndir þú ekki vilja fara í leiðangurinn með Hallorsen, ef hann óskaði þess? — Hann myndi ekki kæra sig um það. — Jú, örugglega. — Ég get ekki farið nema Díana óski þess. — Hún myndi aldrei segja það við þig, en ég er viss um að hún þarf að fá algera ró um lengri tíma, eftir þetta. — Þegar þú tilbiður sólina, sagði Adrian lágt, — þá er það mikil lífsreynsla að vera þar sem sólin aldrei skín. Dinny þrýsti arm hans. — Ég veit það, en þá hefir þú því meira að hlakka til. Svo er þetta skemmtilegur og heilsusamlegur leið- angur, aðeins til New Mexico. Þú kemur aftur ungu'r og hraustur. Það gera þeir i kvikmyndum. Þú verður ómótstæðilegur, frændi minn, og ég vil að þú sért ómótstæðilegur. Tíminn þarf aðeins að breiða yfir þessi sorglegu atvik, þá gleymast þau. — En starf mitt? — Ó, það gengur einhvernveginn. Ef Diana getur hvílt sig í ár eða svo, verður hún ný manneskja, og þú verður eins og hið fyrir- heitna land í hennar augum. Ég held að ég viti hvað ég er að tala um. — Þú ert elskulegur ltill höggormur, sagði Adrian og brosti sínu daufa brosi. — Diana er illa snortin. — Stundum finnst mér að hún sé særð helund. — Nei, nei! — Hversvegna ætti hún að hugsa um mig, ef ég fer burt? — Vegna þess að þannig eru konur. — Hvað veizt þú á þínum aldri um konur? Einu s'nni fór ég burt, þá hitti hún Ferse. Ég er að hugsa um hvort það sé ekki eitthvað athugavert við mig. — Ef það er svo, þá er New Mexico einmitt rétti staðurinn fyrir þig. Þú k.emur aftur nýr og betri maður. Hugsaðu um það. Ég skal líta eftir henni og börnunum fyrir þig. Börnin tala heilmikið um þig. Og ég skal sjá til að þau geri það meðan þú ert fjarverandi. — Það er auðvitað ágætt, sagði Adrian, — en mér f'nnst hún vera mér fjarlægari nú, en meðan Ferse var á 1 ífi. — Eins og er, og það getur orðið nokkur stund. En ég veit að það lagast með tímanum. Trúðu mér frændi minn. Adrian var hljóður um stund. Svo sagði hann: — Ég fer, Dinny, ef Hallorsen vill hafa mig með. — Það vTl hann. Beygðu þig niður, frændi, ég verð að kyssa þig. Þau fóru til Condaford í bíl um kvöldið og Alan Tasburgh ók. Hann hafði verið m;ög tillitssamur þennan tima, og hafði ekki nefnt bónorð. Dinny var honum þakklát fyrir það. Hún þráði frið. Alan fór heim um kvöldið, og morguninn eftir fóru D:ana og börnin til London. Clare kom frá Skotlandi. þar sem hún hafði verið um skeið, svo nú var enginn gestkomandi á Condaford Grange. Þó fann hún ekki frið. Nú, þegar vesalings Ferse var horfinn, sóttu áhyggj- urnar út af Hubert á hana. Jean og Hubert skrifuðu skemmtileg bréf frá austurströndinni, og það var ekki á þeim að heyra að þau væru áhyggjufull. En það var Dinny. Og hún vissi að foreldrar hennar voru það ekki síður. Clare var frekar reið en áhyggjufull. Hún var mikið hjá föður sínum á daginn en síðdegis fór hún oftast í bílnum og ók milli nágrannanna, — og var úti fram eftir kvöldi. Hún var félagslyndust af fjölskyldunni, og mjög eftirsótt. Dinny lét ekki bera á kvíða sínum. Hún hafði skrifað Hallorsen viðvíkj- andi Adrian, og sendi honum myndina, sem hún hafði lofað honum. Hallorsen svaraði um hæl: — Myndin er e;ginlega alltof yndisleg. Ekkert myndi gleðja mig meir en að hafa frænda yðar með í leið- angrinum, ég skrifa honum strax því viðvíkjandi. Undirskriftin var: Yðar ætíð auðmjúkur þjónn. Hún las bréfið með þakklátum huga, og kallaði sjálfa sig harð- lynda ófreskju. Hún var nú alveg róleg vegna Adrians, hún vissi að Hilary myndi sjá um starf hans þetta ár, en nú var hún með allan hugann við málefni Huberts, og uggvænlegur kvíði settist að henni. Hún reyndi að sannfæra sjálfa sig um að þessi kvíði væri vegna þess að hún hefði svo lítið að gera, nú þegar hún þurfti ekki að hiálpa D:önu, en hún vissi að það var ekki sannfærandi. Ef þeir legðu .elcki nægilega mikinn trúnað á orð Huberts, til að neita að Mest seldu og beztu sokkabuxurnar og sokkarnir eru frá TAUSCHER. Kaupið það bezta. Umboðsmenn: ÁGÚST ÁRMANN HF. - Sími 22100 framselja hann, þá var voðinn vis. Það fór aldrei úr huga hennar. Hvað yrði gert við hann í Bolivíu? Aldrei hafði hún elskað Conda- ford eins heitt og nú. Þetta var ættaróðal, gekk í erfðir, og ef Hu- bert yrði sendur til Bólivíu, létist í fangelsi, eða yrði myrtur af múldýrasmölunum; og ef Jean eignaðist ekki son, þá gekk óðalið til elzta sonar Hilarys, — frænda, sem hún þekkti varla, sem ennþá var drengur í skóla. Að vísu tilheyrði hann fjölskyldunni. Örlög æsku- heimilisins stóðu og féllu með Hubert. Einn daginn fékk hún Clare til að aka til Lippinghall. Dinny kærði sig ekki um að aka bíl, og það var ekki að ástæðulausu; hún sá alltaf svo margt athyglisvert að hún gleymdi sér, og það hafði oft orðið til þess að hurð skall nærri hælum. Þær komu rétt fyrir há- degisverð. Lafði Mont var að setjast að borðinu. — Elskurnar mínar, en gaman að sjá ykkur, og ergilegt. Það er að segja ef þið getið ekki borðað gulrætur. Lawrence er ekki heima, — svo ég er í megrun. Blore, vitið hvort Augustine á ekki eitthvað, fugl eða eitthvað annað, Ó, og Blore, segið henni að búa til pönnu- kökur með sultu, eitthvað sem ég get ekki borðað. — Em frænka, vertu ekki að hafa áhyggjur af okkur, endilega ekkert sem þú getur ekki borðað. — Ég get yfirleitt ekki borðað neitt núna. Lawrence er að fitna, svo ég ætla að grennast. Og, Blore, komið með ost og gott vín, já, og kaffi. — Já, frú mín. — Og kokkteil, Blore. — En frænka, við drekkum ekki kokkteil. — Víst gerið þið það, ég hefi séð til ykkar. Þú ert mögur Clare, ert þú líka í megrun? — Nei, en ég er að koma frá Skotlandi. Systurnar fóru upp og komu von bráðar niður aftur. Þegar þær gengu inn í borðsalinn, heyrðu þær frænku sína segja við Blore: — Blore, það er með buxurnar hans James. — Já frú mín. — Það er eins og hann sé alltaf að missa þær. Er ekki hægt að gera eitthvað í því? — Jú, frú mín. — Jæja, þarna komið þið þá. Þið fáið sinn fuglinn hvor. Dinny, Dinny, hvað hefurðu gert við Alan? Hann er reglulega athyglisverður ungur maður, og fríið hans er útrunnið. Framhald í næsta blaði. 32. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.