Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 8
Sjalfvirkar þvottavelar 5 kg Frá kr. 23.450.00 KÆLISKÁPAR FIMM STÆRÐIR AFBORGUNÁRSKILMALAR Snorrabraut 44 - Reykjavík Pósthólf 119 - Símar 16242 - 15470 ÁSTLEITNI í KIRKJU um, hvað fólkið haldi um okkur, en ég þekkti ekkert af fólkinu í kirkjunni og mér fannst ekkert vera messað, heldur aðeins leik- in lög á orgelið. Það voru ekki sálmalög. Þarna var fólk á öllum aldri og það var sífellt að róa sér fram og aftur eftir músíkinni. Mér þótti þetta afar undar- legt og hálf kjánalegt. Kæri þáttur! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi aðfaranótt 27. apríl. Mér fannst ég og vin- kona mín ganga inn í kirkju og var hún hálffull af fólki. Mér fannst þetta vera kirkjan, sem er í kirkjusókn minni, en furð- aði mig á, hvað bekkirnir hægra megin voru stuttir. Þeir rúmuðu aðeins þrjá kirkjugesti. Mér fannst viS ætla að setjast í sætin, sem foreldrar mínir sitja oftast í, en það er annar bekkur að innan til hægri. Fólk streymir inn í kirkjuna og ég segi við það: — Annar bekkur innan- frá er laus. Þegar við komum að bekknum er hann orðinn fullsetinn, svo að við verð- um frá að hverfa, en setj- umst í staðinn vinstra megin í kirkjunni, ég við gluggann, en vinkona mín við hliðina á mér. Allt í einu verður mér ljóst, að það er alls ekki vinkona mín, sem situr við hliðina á mér, heldur syst- ir mín, sem er fjórtán ára. Við hliðina á henni sé ég, að kominn er gamall skóla- bróðir minn. Mér þykir af- ar slæmt, að hún skuli sitja við hliðina á honum, en ekki ég. í sama bili kemur stelpa til okkar, sem ég hafði aldrei séð áður. Hún spyr mig, hvort systir mín megi ekki koma með sér á ball og svaraði ég því ját- andi. Systir mín var treg til að fara, en fór samt að lokum. Þá færði skólabróð- ir minn sig alveg að mér og við sátum mjög þétt saman. Þá fer ég að hugsa Þá hallar strákurinn höfðinu að öxlinni á mér og hallar sér síðan alveg út af, þannig að hann hvíldi með höfuðið í kjöltu mér. Ég held utan um höfuðið á honum og finn, að ég er með ákafan hjartslátt og hann líka. Þá verður mér aftur hugsað til þess, að svona geti maður ekki hegðað sér í kirkju. Ég ýti honum snögglega frá, mér. Þá verður hann bálreiður, stendur á fætur og sezt hægra megin í kirkjunni. Þar var hópur af stelpum, sem bentu honum að setj- ast hjá sér, sem hann og gerði. Næst kemur fullorðinn maður svipljótur og sezt á bekkinn hjá mér, sem nú var orðinn auður. Eg færi mig alveg út að gluggan- um til þess að þurfa ekki að sitja við hliðina á hon- um. Þá kemur kona og sezt á milli mín og manns- ins og á eftir henni kem- ur ungur maður, sem mér þótti frekar ófríður. — Konan bendir mér að færa mig nær sér, svo að ungi maðurinn komist líka fyr- ir á bekknum. Ég geri það og maðurinn ætlar fyrst að setjast fast upp að mér, en hættir við það og tyllir sér aðeins fremst á bekkjar- bríkina. Mér fannst mjög slæmt, að skólabróðir minn skyldi fara. Og svo vaknaði ég. Draumlynd, 16 ára. Það er svolítið einkenni- legt og væri ugglaust merkilegt rannsóknarefni, hversu margir af þeim draumum, sem lesendur senda okkur, gerast íkirkj- um. Ekki kunnum við neina skýringu á því, en 8 VIKAN 22-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.