Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 3
31. árgangur - 44. tölublaS - 30. október 1969
í ÞESSARI VIKU
Geimfararnir halda áfram að segja frá
hinni stórkostlegu tunglferð.
I síðasta blaði birtum við frásögn
Armstrongs en nú kemur röðin að Aldrin.
Hann er léttur í skapi og segir skemmtilega
frá. Margt kemur fram í grein
hans, sem ekki var áður vitað, eins og
til dæmis, að hann gekk til altaris
á tunglinu.
„Fjarri heimsins glaumi" heitir næsta
framhaldsaga Vikunnar, og tekur hún við af
Angelique. Þetta er framhalds-
saga, sem við mælum eindregið með.
Hér er um að ræða kvikmyndasögu
sem gerð er eftir skáldverki hins fræga,
brezka rithöfundar, Thomas Hardy,
en þekktasta saga hans er Tess. Kvikmyndin
verður sýnd í Gamla bíói,
þcgar sögunni lýkur hér I Vikunni.
Háskólarektorinn, rithöfundurinn og leikarinn
Peter Ustinov gisti ísland í síðasta
mánuði í tilefni af frumsýningu
nýjasta leikrits hans í Þjóðleikhúsinu,
„Betur má ef duga skal". Hann tafði
hér aðeins í örfáa daga, en
VIKAN fylgdist ofurlítið með ferðum
hans og í þessu blaði birtum við myndir
af honum á Þingvöllum og viðar.
í NÆSTU VIKU
Fyrsti rikisráðsfundur þessa árs var haldinn
nokkru áður en þingið kom saman.
Ljósmyndari blaðsins var staddur fyrir
utan ráðherrabústaðinn, þegar forseti íslands
og ráðherrarnir gengu hver á fætur öðrum
út úr húsinu að fundinum loknum. Við
birtum þessar skemmtilegu myndir i næsta
blaði af mönnunum, sem bera þunga
ábyrgðarinnar á herðum sér.
í næsta blaði hefst ný framhaldssaga í
staðinn fyrir „Kvöldið fyrir brúðkaupið",
sem lauk í síðasta blaði. Nýja sagan heitir
„Húsið með járnhliðunum". Hún segir
frá ungri skrifstofustúlku, sem orðin er
leið á sjálfri sér og lífinu. Hún ræður sig
samkvæmt auglýsingu í blaði til að gæta
barns í gömlu húsi niður við strönd. Fyrr
en varði dregur til tíðinda, og sagan er
spennandi frá upphafi til enda.
Tunglfararnir halda áfram að segja frá hinni
frækilegu ferð sinni. Síðastur í röðinni er
Coilins, sem hafði það örðuga verkefni
með höndum að svífa einn umhverfis tunglið,
á meðan félagar hans stigu fyrstir manna
fæti á mánagrund. Collins segist alls ekki
hafa verið einmana, því að honum líki jafnan
bezt að fljúga einn.
I FULLRI ALVÚRU
JæOin bwr í Itugannm"
í nýjasta leikriti sinu, Betur má ef duga skal,
tekur Peter Ustinov til meðferðar girnilegt og
tímabært viðfangsefni: hinn þrönga og afmark-
aða heim, sem hipparnir lifa og hrærast f, og
viðhorf samfélagsins til hans. Leikrit Ustinovs
hefur þann fágæta kost að vera fyndið og
bráðskemmtilegt, en spegla jafnframt nýjar hlið-
ar á vandamáli í samtímanum.
Ustinov er aðeins einn af mörgum höfundum,
sem fjalla um þetta nýja og undarlega fyrir-
bæri: hippana og þann lífsmáta, sem þeir
hafa tileinkað sér. Nokkrar skáldsögur hafa kom-
ið út erlendis um þetta efni, og kvikmyndir um
það eru sýndar við mikla aðsókn. Einnig mætti
nefna söngleikinn „Hair", sem nú er sýndur um
allan heim og er sagður lýsa lifi hippanna á
nýstárlegan og áhrifamikinn hátt.
Helzta skoðunin, sem leikrit Ustinovs túlkar,
er á þá leið, að ekki sé á færi hvers sem er að
brjóta af sér hlekki hins vanabundna og borg-
aralega lífs, sem þróazt hefur um aldir. Til þess
þurfi meiri kjark, staðfestu og reynslu en óharðn-
aðir og ráðvilltir unglingar hafa til að bera.
Hershöfðinginn í Betur má ef duga skal reyn-
ist sjálfur ósáttur við borgaralega hversdagslíf-
ið og hefur löngun til að gera uppreisn gegn
vanaþrælkun, skinhelgi og fáfengileika. En hann
hefur skapstyrk og þroska til að gera það I
fullri alvöru, en ekki út í loftið til þess eins að
mótmæla ríkjandi lifnaðarháttum og skoðun-
um.
Uppreisn æskunnar miðar fyrst og fremst (
átt til aukins frelsis. En þetta töfraorð nútímans
hefur að sjálfsögðu í sér fólgna annmarka, eins
og önnur mannleg fyrirbæri. Þegar hershöfð-
inginn hefur tekið sér bólfestu uppi ( tré og
fyrirmenn þjóðfélagsins fylgja fordæmi hans
hver af öðrum, spyr sóknarpresturinn hann, hvort
máli skipti hve hátt tréð sé sem maður búi (.
Kjarni málsins felst ef til vill í svari hershöfðingj-
ans, sem var á þessa leið::
„Hæðin býr i huganum."
G.Gr.
VltVAIN Útgefandi Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson og Ómar
Valdimarsson. Útlitsteikning: Halldóra Halldórsdótt-
ir. Auglýsingastjóri: Jensina Karisdóttir. — Rit-
stjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skip-
holti 33. Simar 35320 — 35323. Pósthólf: 533. VerS
í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrlr
13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölu-
blöð missirislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrlrfram.
Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, mai og ágúst.
44. tbi. VIKAN 3