Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 10
ALTARIS Á TUIMC3LIIMU eitt eða tvö vindhögg. Ekki af því að ég sá ekki, heldur vegna þess, að það er ekki svo þægi- legt að hreyfa sig í geimfarabún- ingi, og ég hafði þá látið höggið ríða af áður en ég hreyfði mig, sem ég gerði áður en hamarinn lenti á hólknum. Ástæðuna fyrir þessari and- stöðu yfirborðsins tel ég vera þá, að um milljónir ára hefur ekk- ert andrúmsloft verið á tungl- inu, og loftsteinar hafa dunið á því í sífellu. Þessi dynjandi hef- ur því gert það að verkum að neðri lög yfirborðsins hafa þjappazt niður, en hin ekki, þar sem steinarnir verða að engu með tímanum. Og er ég náði hólkunum upp aftur voru sýnis- hornin þessari skoðun minni til sönnunar, þétt og gædd tölu- verðri viðloðun. Það var einstakt og nærri dul- arfullt að vera á tunglinu. Við Neil erum báðir frekar fámál- ugir, og erum lítið fyrir að flíka tilfinningum okkar. Jafnvel er við gengum í gegnum hina löngu og ýtarlegu þjálfun okkar „opn- uðum“ við okkur aldrei neitt að ráði. En þarna uppi kom öðru hverju fyrir, að við stönzuðum allt í einu andartak, horfðum hvor á annan, slógum á axlirn- ar á hvor öðrum og sögðum: „Við höfðum það af! Sko til!" eða eitthvað þvílíkt. ÍSg held að „Mig dauðlangar að vita, hve lengi fótspor okkar eiga eftir að vera á tunglinu,“ segir Aldrin i frásögn sinni af tunglfcrðinni. engir hafi nokkru sinni verið jafn líkamlega fjarlægir heimin- um og við vorum, né, á sömu stundu, jafn nálægir öllu því fólki sem stóð á bak við okkur og gerði þessa stórkostlegu til- raun mögulega. Við vissum ekki, að forsetinn ætlaði að hringja til okkar fyrr en um það bil 10 sekúndum áð- ur en það skeði. Þá var okkur sagt að færa okkur yfir til fán- ans, og þar heyrðum við í for- setanum. Að votta fánanum holl- ustu okkar þar og þá, er einhver sú mesta lotning, sem ég hef nokkru sinni upplifað. Horfa á bandaríska fánann, og vita hve margir höfðu gefið svo mikið af sjálfum sér, tíma sínum og hæfi- leikum til að koma honum á þennan stað. Og við gátum — í raun og sannleika — fundið nokkurs konar óslítandi tengsl milli allra jarðarbúa. Áður en ferðin hófst, höfðum við Neil rætt um tímalengd vinnu okkar (Extra Vehiculor Activities; EVA) á mánagöng- unni og gátum við valið um — með samþykki stjórnarstöðvar- innar í Houston — hvort við vildum gera það fyrir eða eftir stuttan svefntíma. Okkur kom saman um, að óráðlegt væri að skipta svefntímanum, og ef við færum út fyrir svefntímann, kostaði það langan vinnudag án hvíldar. Því ákváðum við að fara fyrst að sofa. En svefn er bara ekki rétta orðið yfir það; við sváfum í stuttu máli sagt hörmu- lega. Eg var í betri stöðu á gólfi mánaferjunnar, en Neil þurfti að halla sér aftur á bak upp að skáphorni, hangandi á aflvél- inni sem átti að skjóta okkur burtu frá mánagrund á ný, með fæturna upp á móti veggnum, hangandi í ól. En þá komst hann að því, að jörðin starði á hann í gegnum sjónpípuna. Það staf- aði af því, að sjónpípan var í þannig stöðu, að jörðin var ná- kvæmlega í miðju hennar og var eins og stórt, blátt auga, sem glápti á hann! En það sem aðallega varnaði okkur svefns var hitinn — eða kuldinn réttara sagt. Það var ákaflega napurt þarna inni, og eftir um það bil þrjár klukku- stundir var það orðið óbærilegt. Við reyndum hvert bragðið á fætur öðru með því að hækka og lækka hinar ýmsu stillingar á búningunum, en ekkert dugði. Við hefðum getað fjarlægt lit- aða glerið sem var fyrir glugg- anum, svo að birtan hefði yljað aðeins, en þar með hefðum við einnig fyrirbyggt síðasta mögu- leikann til að festa blund. Birtan var oft til ama, því er ljósið kom skáhallt á hjálmana átti það til að blinda okkur al- veg. Og ef við stóðum í eigin skuggum, gátum við séð spegil- mynd okkar í glerinu á hjálm- inum — en lítið annað. Eg minn- ist þess, að það tók mig eitt Aldrin og fjölskylda. Synir hans heita Michael, 14 ára, og Andrew, 11 ára, en dóttirin Janice er 12 ára. skiptið 20 sekúndur að átta mig á hvað sneri upp og hvað niður, eftir að ég hafði komið inn í skugga. Á meðan við vorum að vinna störf okkar ó yfirborði mánans þurftum við að losa okkur við ýmsa hluti, svo sem ólar og taug- ar ýmiss konar. Sumu af þessu dóti hentum við frá okkur, og þá flaut það í burtu einstaklega hægt og letilega. Ég get ímynd- að mér, að ef einhver reyndi að henda bolta þarna á tunglinu, myndi hann eiga í erfiðleikum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.