Vikan - 30.10.1969, Side 13
aumi
GABRIEL OAK er sterkur maSur, þolinmóður og
óeigingjarn. Lífið hefur kennt honum að greiða
úr vandræðum og horfast í augu við mótlæti. En
þegar Batsheba verður á vegi hans, er hann lík-
astur leikhrúðu á valdi örlaganna. Honum er
um megn að standa gegn ástinni til hennar,
- hann er varnarlaus.
hverjum fingri. Hún vildi alls
ekki láta hann halda það! Bat-
sheba lyfti upp pilsinu og hljóp
á eftir honum. En Gabriel gekk
hratt, löngum skrefum og hún gat
ekki hlaupið hann uppi.
Gabriel flýtti sér burt. Von-
brigðin voru svo mikil og snögg,
að hann gerði sér ekki fulla grein
fyrir þeim. Hann hefði mátt vita
að þetta var tilgangslaust! Hann
hefði mátt vita að enginn karl-
maður gat staðizt Batshebu Ev-
erdene. Hann gerði sér ekki strax
ljóst hvað það var, þegar hann
heyrði mjóróma rödd kalla til
sín.
— Þetta er alls ekki satt! sagði
Batsheba, þegar hún náði honum,
andstutt og rjóð. — Ég á enga
aðdáendur, — ekki einn einasta!
Gabriel trúði varla sínum eig-
in eyrum. Hún kom til hans!
— En hvað það gleður mig að
heyra þetta, sagði hann, og augu
hans sögðu meir en öll þau fag-
uryrði sem hann hugsaði, en kom
ekki yfir varirnar. Hann rétti
höndina fram, en hún hörfaði
undan.
Hún sneri við og gekk heim á
leið aftur, ekki lengur svo rjóð
í kinnum, en augnaráðið var svo-
lítið hræðslulegt. Gabriel fylgdi
henni eftir.
— Eg á ágætis býli, sagði
hann. — Það liggur í augum
uppi að ég varð að taka lán til
að eignast það, en ég get borgað
það, þegar kindurnar eru allar
bornar. Og þegar við giftum okk-
ur vinn ég helmingi meira, til
að þú getir fengið allt sem þú
óskar! —Píanó, — ef þú vilt- Þá
getum við spilað saman, ég á
flautuna mína og þú á píanóið.
Og við skulum fá okkur lítinn
vagn, til að aka í á markaðinn,
og — og vermireit fyrir agúrk-
ur.....
Píanó og flauta.... Augu Ga-
briels urðu dreymandi, og um
stund hreif hann hana með sér.
Hún sá þetta fyrir sér....
— Ég læt setja það í blaðið, —
ég á við fréttina um brúðkaup
okkar, — og svo koma börnin ...
öllsömul....
Það var nú út af fyrir sig að
halda brúðkaup! En maður talar
ekki um börn fyrirfram! Það var
ekki háttvísi. Hún leit undan.
— Og síðar.... á kvöldin,
þegar við sitjum við eldinn....
og ég lít upp og sé að þú situr
þar.... alltaf! Og þú horfir á
mig og veizt að ég er þar líka ...
alltaf....
Vera þar alltaf! Vera til taks..
vera eign .... fasteign .... Hún
þoldi ekki að hugsa það til enda.
— Nei! sagði hún áköf. Það
er tilgangslaust, Gabriel! Eg
elska þig ekki.
Dreymandi augnaráð hans
breyttist, hann var særður......
æstur.
— Hversvegna komstu þá
hlaupandi á eftir mér? sagði hann
biturlega, — ef þú vilt ekkert
hafa með mig að gera?
— Þú skilur þetta ekki, sagði
Batsheba, og var ósköp eymdar-
leg. — É’g vil ekki vera eign
nokkurs manns. — Eg .... hún
þagnaði; hún var nærri búin að
segja: Ég vil vera frjáls, en hún
vissi að hún gat ekki útskýrt
það. Hún vildi ekki binda sig
strax.
— Það liggur nú í augum uppi
að ég er búinn að hugsa mikið
um þetta, sagði Gabriel, illu
heilli.
Batsheba rauk upp. — Hvers-
vegna kemurðu þá hingað til að
angra mig? sagði hún hvasst.
— Vegna þess að ég kæri mig
ekki um að hugsa mig um! Hann
gekk skrefi nær, en hún hörfaði
snöggt undan.
— Svo þú heldur að ég ætli
að binda mig manni, sem ekki
hugsar sig vel um. Þú ert svei
mér frakkur!
— Batsheba, segðu þetta ekki!
Hugsaðu málið. Það var svo
margt sem hann hefði viljað
segja. Hann hefði viljað strjúka
rjóðar kinnar nennar og úfið
hárið hennar, kyssa gneistrandi
augun og þrjóskulegar varirnar.
En hann gat aðeins stunið upp:
— Ég elska þig meir en ... meir
en allt annað.... meir en lífið
sjálft....
Hann heyrði sjálfur hve
klunnalega þetta hljómaði. Og
hún hörfaði ennþá aftur um
nokkur skref og horfði hæðnis-
lega á hann.
— Því miður elska ég þig
ekki hið allra minnsta, svo það
er algerlega tilgangslaust að ég
hugsi málið.
— Þá það, sagði Gabriel þung-
lega. — Ég skal þá ekki ónáða
þig meir.
Og hann lagði aftur af stað yf-
ir hæðirnar, en nú heyrðist
hvorki hróp eða létt fótatak að
baki hans.
Hann vissi ekkert um bréfið,
sem kom heim til Sally Hurst
nokkrum dögum síðar. Og hann
sá heldur ekki vagninn, er sótti
Batshebu og eigur hennar, til að
flytja hana á búgarðinn, sem hún
hafði erft eftir föðurbróður sinn,
— flytji hana til nýrra lifnaðar-
hátta. Hann vissi aðeins að nú
sá hann henni aldrei bregða fyr-
ir í hæðunum, hvorki henni eða
hestinum hennar. En það er
margt álíkt með hamingju og ó-
hamingju, — hamingjan veitir æ
meiri gleði, en fyrir Gabriel Oak
varð óhamingjan að harmleik.
Bjölluhljómurinn úr fjárgirð-
ingunni náði yfirleitt ekki eyr-
um Gabriels á nóttunni, nema
þegar eitthvað óvænt bar að. Og
44.tbi. VIKAN 13