Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 17
auglýstur sem hin nýja hetja ráðvilltrar æsku
Bandaríkjanna á Newpprt þjóðlagahátíðinni árið
1967.
Nú, fimm árum eftir „ruslahandtökuna miklu"
er „Alice" orðin að einstaklega vel heppnaðri
og vel gerðri kvikmynd. Framleiðandi og leikstjóri
er enginn annar en Arthur Penn, sá sami og
stjórnaði Bonnie og Clyde. Hann taldi sig hafa
heyrt í langloku Arlo's eitthvað sem var meira
en bara lítil og ómerkileg saga uppreisnargjarns
unglings. Hann heyrði rödd meirihluta heillar
kynslóðar, sem syngur um sár vonbrigði þesc að
lifa í þjóðfélagi sem er svo langt frá eilífum
draum mannsins um frið, frelsi og bræðralag.
Penn býr sjálfur í Stockbridge, og hafði, ásamt
fjölskyldu sinni margoft snætt á veitingahúsi
Alice; hann þekkt borgina og lögreglufulltrúann
sem hafði handtekið Arlo, William Obenheim.
Arlo Guthric og kona hans (þau giftu sig í siðustu
viku) Jackic Hydc Guthrie.
4 Arlo, hin nýja stjarna ungu kynslóðarinnar: Ég
skapa minn eiginn hcim .
Ein siðasta myndin scm var tekin af Woody Gut-
hrie, föður Arlo‘s. Frá vinstri eru Leventhal,
Woody, Arlo og þá Marjorie, móðir Arlo‘s.
í „Aiice's Restaurant" er deilt á hernaðarað-
gcrðir Sáms frænda víða um lönd. Þcssi mynd sýn-
ir Arlo í læknisskoðun fyrir herskylduna.
Hann bjó heldur ekki langt frá kirkjunni þar
sem Alice bjó ásamt manni sínum, Ray Brock,
en þau eru bæði fyrrverandi kennarar við hinn
framfarasinnaða Stockbridge háskóla. Þau hafa
nú gerst leiðtogar og nokkurskonar foreldrar sam-
félags vel gefinna og ruglaðra miðstéttar ung-
linga — sömu unglingarnir og stormuðu í tug-
þúsundatali á Woodstock-tónlistarhátíðina. Ráf-
andi, ungur her bandarískra unglinga, sem gefa
skít í peningavöld, eru 100% á móti Vietnam-
stríðinu, hafa ógeð á framtíðinni, sem er í flest-
um tilfellum venjulegt miðstéttarbasl og leita ör-
væntingarfullt að einhverju, sem gæti komið í
staðinn.
„Alice's Restaurant" fjallar um baráttu Alice's
og manns hennar, í samfélagi við þessa krakka,
við að finna einhverja undankomuleið til að reyna
að hefja nýtt líf. Kvikmyndin er hugsandi og
háðsk er hún fjallar um rugling og óróleika
æskunnar jafnt og vandamál hinna fullorðnu, og
hún er sú bezta allra þeirra skínandi kvikmynda
sem hafa efast um siðvenjur þjóðfélagsins Ame-
ríku. Þessar kvikmyndir — sem eru framleiddar,
dreift og borgaðar af kvikmyndaheiminum, fagn-
að af gagnrýnendum og furðanlega vel heppn-
aðar — eru til marks um það að sú hugmynd, að
Hollywood ætti ekki að reyna að deila á nokk-
urn skapaðan hlut, er dauð. „Nútíma kvikmyndir
verða að vera ádeilumyndir," segir Penn, „því
hvernig er hægt að gera mynd sem er það ekki,
og ætlast til þess að hún segi nokkurn skapaðan
hlut? Mér þætti gaman að sjá hvernig sú mynd
yrði."
„Alice's Restaurant" kostaði tvær milljónir doll-
ara og nú þegar, eftir aðeins einn mánuð, hefur
hún borgað sig að einum fjórða. I New York
standa unglingar í biðröð til að borga rúmar
250 krónur — og í staðinn fá þau að sjá Arlo
Guthrie. Sjá hann leika og syngja. Hann er langt
Framhald á bls. 40