Vikan


Vikan - 30.10.1969, Page 18

Vikan - 30.10.1969, Page 18
Smásaga eftir BILL CALDWELL Ben þekkti hana naastum ekki neitt, fyrr en þetta kvöld, þegar hann var á förum. Hún hét Marjorie Wilson og bjó í eins herbergis íbúð við hliðina á íbúð hans. Hún var lítil og föl, með stór, óttaslegin, næstum örvæntingarfull augu. Það var hægðarleikur að sjá, hvað amaði að henni. Fötin hennar voru farin að láta á sjá, skórnir voru útslitnir, og brúni flókahatturinn virtist allt of þungur í þessu heita veðri. Einhvern tíma hlaut hún að hafa soltið, en engu að síður fór hún að heiman á hverjum morgni með sama daufa brosið á vör. Ef Ben rakst á hana, þegar hún var að koma heim á kvöldin, nam hún stað- ar og sagði óstyrkri röddu: — Nú er eitthvað á seyði. Það er ég handviss um. Þegar hann sagði henni, að hann væri á för- um upp í sveit til frænda síns, sem átti dýrðlegt hús uppi í fjöllum, hlustaði hún á frásögn hans með sama þolinmóða brosinu, eins og hún liti á hann sem bezta skinn, en heldur einfaldan, lítinn strák. Hún hafði alltaf búið í borg og var þeirrar skoðunar, að óskemmtilegt væri að búa uppi í sveit. Hún ræddi við hann í anddyrinu, teiknaði myndir með tánni á skónum sínum á gólfið, og það rétt mótaði fyrir helmingnum af fölu andliti hennar og alvarlegum augnakrók undir skugganum frá brúna hattinum. Ben talaði oft við hana um Tony Agricola, sem bjó á sömu hæð. Tony var stór og dökkur yfir- litum, með feiknamiklar herðar, olívulitaða húð og heit, leyndardómsfull og flóttaleg augu. Hann hafði alltaf nóg af peningum og stúlkum, þótt ekkert benti til þess, að hann ynni neitt. Þeir sem þekktu hann hvísuðust á um það, hvernig hann ynni fyrir sér og stúlkurnar, sem hann fór með upp í íbúð sína, höfðu komið á hann illu orði. En hann var alltaf kátur, hafði meira að segja boðizt til að útvega Ben stúlku. Hann tók nefnilega ekki almennt siðgæði alltof alvarlega, þannig að Ben neyddist til að finna upp ein- 18 VIICAN 44-tbl- hverjar afsakanir til að hafna þessu tilboði hans. Ben hafði fengið peninga að láni hjá Tony. Þeir höfðu spilað saman billiard og fengið sér glas, og sem gamalreyndir og lífsreyndir karlmenn höfðu þeir skipzt á brosum og talað um Marjorie Wilson. Sem sagt: Þeir höfðu rabbað saman í léttum tón. Ben lá oft vakandi á næturnar og hlustaði á hlátur kvennanna og þrumuraust Tonys frá íbúð hans. Skyldi Marjorie Wilson líka hafna þarna einhvern daginn? Stundum heyrði hann Tony fara á fætur á morgnana og ganga hægt um herbergið. Þegar hann hafði hlustað á þetta í nokkra mánuði, fannst Ben hann vita allt um líf Tonys. Þetta kvöld stóð Ben og var að taka saman föggur sínar, því að hann ætlaði í sumarleyfi næsta morgun, og hann hlakkaði til að fá að búa uppi í sveit í stað þess að híma í borginni. Næt- urnar voru heitar og herbergið mollulegt, og fölnaða, gullleita veggteppið kom því til að sýn- ast mollulegra en nokkru sinni fyrr. Hann blístraði þegar hann heyrði barið veikt að dyrum. Hann opnaði og sá Marjorie Wilson standa fyrir utan, hálfsmeyka. Hún var ekki með neinn hatt og svart hárið lá laust um andlitið. Hún var svo yndisleg, að hann varð næstum feiminn, eins og hann þekkti hana hreint ekki. — Ungfrú Wilson, sagði hann. — Viljið þér ekki koma inn? — Takk, sagði hún. — Eg ætla bara að tala við yður eitt andartak. Hún gekk inn, en hélt síðan áfram að ganga um gólf í herberginu í stað þess að setjast. Það var kominn vottur af roða í vanga hennar, en hann hvarf nú hægt, og það var einhevr óeirð í öllum hreyfingum hennar, þegar hún sneri sér við í öðrum enda herbergisins, og þegar hún opnaði munninn, eins og til að draga djúpt inn andann. — Þér virðist hafa verið að hlaupa, sagði hann í gamni. En hún svaraði ekki; leit aðeins snöggt til hans. Það var eins og einhverjar áhyggjur væru orsök þessarar óeirðar. En þegar hann sá rólegt, öruggt bros færast yfir andlit hennar, var hann viss um, að ekkert hefði breytzt. — Viljið þér ekki setjast, sagði hann skelfi- lega feiminn, því að hún var svo furðulega, næstum óendanlega falleg. Kannski var það af því, að þetta var í fyrsta sinn, sem hann sá hana ekki með þennan brúna hatt og af því að hár hennar var svo þykkt og skínandi. Hún settist gegnt honum og lét móðan mása um alla þá hé- gómalegu hluti, sem þau höfðu talað um áður. Hún hafði dregið blátt pilsið vendilega niður fyr- ir hnén og hún hélt fótunum þétt saman. Ekki leið á löngu, þar til þau voru farin að tala saman eins og gamlir kunningjar um allt milli himins og jarðar, og hún sagði: — En svo langar mig til að spyrja yður um dálítið, ef yður er þá sama. — Auðvitað, Marjorie, sagði hann og kallaði hana með fornafni. — Það er Tony. Mig langaði til að spyrja yður svolítið í sambandi við hann. — Ég skal fúslega segja yður allt, sem ég veit um hann, sagði hann hressilega. — Hvað var það? — Hann er búinn að bjóða mér út, og hann vill líka hjálpa mér. Hann er bezta skinn að mörgu leyti. En ég er á báðum áttum. Mig lang- aði til að spyrja yður fyrst. Ben brosti, þegar hann leit á ungfrú Wilson. Hann brosti á sama hátt og þeir Tony höfðu bros- að um kvöldið, þegar þeir höfðu setið og talað um ungfrú Wilson, eins og tveir gamalreyndir karlmenn. Auk þess hafði Tony lánað honum pen- inga og komið prýðilega fram. Án þess svo mik- ið sem loka augunum gat hann séð Tony fyrir sér með skínandi svart hárið, sterkar hvítar tenn- ur og flóttalegt augnaráð. Ben brosti til ungfrú Wilson. — Okkur Tony hefur alltaf komið vel saman. Ég er þeirrar skoðunar, að Tony sé fyrirtaks náungi. — Hann er vinur yðar, er það ekki? — Jú, það er hann. Hann er ágætis piltur. — Takk, sagði hún hljóðlega og stóð á fætur, hægt og með tilgerðarlegum hreyfingum, eins og hún vissi ekki fyllilega hvað hún ætti að segja. — Ég veit, að hann á marga vini, sagði hún. — Ég hef heyrt óminn frá samkvæmunum, sem hann heldur í íbúðinni sinni. Hann hefur tvisvar sinnum boðið mér, en ég fór ekki. Hún stóð og teiknaði myndir í teppið með tánni á slitnu skónum sínum. Og Ben starði nið- ur á fótinn, sem bjó til litla hringi. Hann vissi, að hún kom sér ekki til að segja eitthvað. Þau horfðu bæði niður í gólfið og stundarkorn sagði hvorugt neitt. — Ég varð að spyrja einhvern, sagði hún og leit feimnislega á hann. Það var eins og eitthvað í herberginu héldi í hana, eins og hún væri að reyna að finna afsökun fyrir því að fara ekki, þótt hún vissi, að hún yrði að fara eftir andar- tak. Það var eins og hún væri að bíða, í raun- inni án nokkurrar vonar og án þess að voga sér að horfast í augu við hann eftir fyrsta feimnis- lega augnati 11 itið. Þá kom hún honum skyndilega mjög á óvart: — Eigið þér stúlku? — Já, svona þrjár — fjórar, sagði hann hlæj- andi. — En enga sem yður þykir verulega vænt um? Hún starði svo opinskátt á hann, að honum fannst hann allt í einu ungur og óreyndur og svolítill kjáni. Ben virtist alltaf sjálfsöruggur og ekkert kom honum úr jafnvægi. Nú var hann hins vegar vandræðalegur og fann, að eitthvað innra með honum reyndi nú að komast burt frá henni. Orðin höfðu í rauninni verið ómerkileg, en tónn- inn hafði verið svo áleitinn, að honum gramdist. Hún stóð og hallaði undir flatt og leit forvitnis- lega á hann. Þá hneigði hann sig einhverra hluta vegna djúpt fyrir henni, heldur kjánalega, brosti væmnislega og gerði sér upp hlátur: Á meðan hún beið eftir því, að hann segði eitthvað, varð svipur hennar þvermóðskufullur, næstum fýlulegur. Hún sneri skyndilega við og gekk út úr herberginu. — Bless. Ég þarf að skipta um föt, áður en ég fer út með Tony. Ben komst algjörlega úr janvægi, en hann yppti öxlum. Hvað var eiginlega að henni? Hún þekkti Tony miklu betur en hann. Hún hafði þekkt hann lengi. En andlit hennar hafði verið svo fallegt, og það var eitthvað, sem hafði valdið henni áhyggjum, eitthvað, sem hún þorði ekki að tjá. Hvað skyldi hún hafa sagt, ef hún hefði leyst frá skjóðunni? Hún virtist geta verið grimmi- lega opinská. Hann brosti í kampinn, þegar hann minntist þess, að hana virtist hafa dauðlangað til að tuska hann til eins og lítinn hvolp. Hann átti í rauninni að halda áfram að pakka niður, en í stað þess fór hann og barði að dyrum hjá Tony. Hann brosti gleitt, eins og hann ætlaði að fara að segja smellna sögu: Tony var að Ijúka við að klæða sig. Andlit hans, hárið og sterkar hendurnar Ijómuðu af hreinleika. — Halló, Ben, sagði hann léttur f bragði. — Hvað er þér á höndum? — Marjorie Wilson var að segja mér, að þið væruð að fara saman út. — Það er rétt. Og ( kvöld verð ég að fara að öllu með gát. Hvað sagðirðu við hana? — Hún vildi vita allt um þig. — Um mig? Guð hjálpi henni. Og hvað sagð- irðu? — Ég sagði, að þú værir prýðispiltur. Maður er ekki félagi þinn fyrir ekki neitt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.