Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 19
— Þakka þér fyrir. Seztu og fáðu þér bjór. Ég
á einmitt tvær flöskur-.
Tony fór skyndilega að hlæja svo hressilega,
að það sást næstum því ekki í augun á honum.
— Þetta er eins og að taka leikfang frá barni,
Ben. Ég er búinn að búa mig undir þetta í marga
mánuði, og hún veit það. Hann var svo ánægð-
ur og sjálfumglaður, að Ben fann til óskiljan-
legrar reiði. En eftir einn bjór fundu mennirnir
tveir gagnkvæman vináttuyl gagntaka sig. Þeir
brostu letilega og töluðu um Marjorie Wilson.
Tony var manntegund, sem maður vissi með
sjálfum sér, að ekkert gagn væri að, en hann
var óvenjulegur í umgengni, alltaf vingjarnleg-
ur, og þegar andlit hans hrukkaðist allt í gleiðu
brosi, var eins og hann væri umburðarlyndið
holdi klætt, og allt annað en náungakærleikur
skipti hann engu. Ben reyndi beinlínis að koma
sér í mjúkinn hjá Tony. Hann langaði til, að
Tony sæi, að hann væri líka maður, sem ekki
væri haldinn neinum hleypidómum, maður, sem
sætti sig við allt.-Auk þess hafði Marjorie Wilson
starað á hann með svo forvitnislegu og hálf-
fyrirlitlegu brosi, að honum gramdist, en nú var
notalegt að finna, að gremja hans var horfin,
og hann naut þess að ylja sér í hlýrri vináttu
Tonys.
— Ég verð víst að Ijúka við að pakka niður,
sagði Ben um síðir og rétti Tony höndina. — Ég
vona, að þér líði vel, ef við skyldum ekki sjást
aftur.
En þegar hann fór aftur inn ( herbergið sitt,
fór hann enn að velta því fyrir sér, hvað hefði
eiginlega verið að ungfrú Wilson. Hvað var henni
eiginlega á höndum? Hún hafði flýtt sér út úr
íbúðinni hans, eins og hún ætlaði að fara að
gráta. Hann nam staðar nálægt dyrunum að her-
bergi hennar. Þegar hann stóð fyrir utan dyrnar,
heyrði hann ekkert. Lá hún kannski uppi í rúmi
og grét? Hann var þess fullviss, að hún vissi
allt um Tony, allt um líferni hans og hvað hann
vildi henni.
— Hvers vegna var hún að blanda mér í þetta,
hugsaði hann gramur.
Á meðan hann var að setja ofan í töskurnar
inni í herberginu sínu, varð honum Ijóst, að
hann var sífellt að fylgjast með því, hvort þau
væru ekki að fara út, og hann hlustaði og gekk
stöku sinnum að glugganum, þar sem hann
reyndi að telja sjálfum sér trú um, að hann væri
latur, af því að kvöldið væri svo mollulegt. Gat-
an var heit og hljóð. Lengi hafði ekki bærzt hár
á höfði. Enn var ekki aldimmt.
Þá sá hann þau koma saman eftir götunni.
Ungfrú Wilson var með brúna flókahattinn. Hún
gekk litlum, stuttum skrefum. Hún hallaði sér
þétt upp að honum. Ben fylgdist með þeim og
þrýsti andlitinu að gluggarúðunni, þangað til
hann sá ekki lengur til þeirra.
— Jæja þá. Og hvað með það? Hvað kemur
hún mér við, hugsaði hann.
En hann gat ekki varizt að hugsa um hikandi
hreyfingar hennar og þá einkum, hvernig hún
hafði teiknað í gólfið með tánni.
— Hún veit miklu meira um þessa borg en ég.
Hvað bjóst hún við, að ég mundi gera? hugsaði
hann enn.
Loks var hann orðinn svo gramur, að hann tók
hattinn sinn og gekk að veitingahúsinu á næsta
horni. Hann drakk kaffibolla við afgreiðsluborð-
ið, með hattinn dreginn djúpt niður fyrir augun,
og hann reyndi um leið að lesa morgunblaðið á
ný. En hann sá hana sffellt fyrir sér, stundum
hattlausa með skínandi hár og stundum eins og
hún leit út, þegar hún gekk yfir götuna með
Tony.
Nóttin var heit og matarlyktin frá eldhúsi
veitingahússins fór að angra hann, svo að hann
gekk aftur út á götuna. Hann fór úr frakkan-
um, hneppti frá sér skyrtunni í hálsinn og gekk
undurhægt. En ein hugsun var sffellt að skjóta
upp kollinum: Hann minntist þess eins reglulega
og fótataksins á gangstéttinni:
— Hvers vegna var ég Tony svona vinhollur?
Allt þar til er hún hafði spurt um Tony, hafði
hann aldrei fundið til neinnar hollustu f hans
garð. Honum hafði skyndilega fundizt, að tveir
vinir ættu að geta hjálpast að, þegar stúlka væri
annars vegar. Hann furðaði sig á, hvers vegna
hann hafði reynt að koma sér f mjúkinn hjá
honum Tony, til þess að telja honum trú um,
að hann væri eins þenkjandi og Tony sjálfur, á
meðan þeir voru að fá sér þennan bjór.
Það var ekki kveikt í herberginu hjá Tony,
þegar Ben kom heim. Þau voru ekki komin. Hann
var svo þreyttur, að hann kastaði sér upp í rúm-
ið og skipti sér ekkert af ferðatöskunni. En hann
Framhald á bls. 32.