Vikan


Vikan - 30.10.1969, Síða 20

Vikan - 30.10.1969, Síða 20
Þrándur Thoroddsen segir frá kynnum sínum af ieikstjóranum Roman Polanski og fleiru í sambandi við Hollywood-morðin. TEXTI: ÓMAR VALDIMARSSON Um daginn gerðum við Sharon Tate/Roman Polanski harm- leiknum ýtarleg skil hér í blað- inu. Það eru sennilega ekki margir fslendingar sem vita það, að Polanski átti, og á, kunningja hér á íslandi. Sá er Þrándur Thoroddsen, yfirmaður kvik- myndadeildar sjónvarpsins, en hann var með Polanski á kvik- myndagerðaskóla í Pálandi á ár- unum 1959—60. Ég rakst á Þránd einn rigning- ardaginn í haust, og fékk hann til að segja mér eitt og annað af kynnum sínum við þennan mið- depil Hollywood-harmleiksins. „Jú,“ segir Þrándur, „við vor- um saman þarna á skólanum í Kvikmyndaskólinn í Lodz, þar sem Þrándur og Polanski (ásamt fleirum) lærðu sitt fag. Lodz í eitt ár, en þar sem hann var að ljúka námi um það leyti, og hafði vakið töluverða athygli fyrir það sem hann var að gera, var hann á sífelldum flækingi á milli landa svo ég kynntist hon- um lítið. En ég var mikið með hans kunningjum, þar á meðal Frykowsky þeim sem myrtur var ásamt Sharon Tate. Polanski kom þó alltaf á skól- ann þess á milli og sló þá um sig. Hann er algjör framúrstefnu- maður og mikill sprelligosi; ákaf- lega skemmtilegur náungi og kom fyrir að hann fékk alls kon- ar „dillur". Einu sinni man ég eftir því, að hann var búinn að vera utanlands í langan tíma; hafði verið að framleiða myndir eða skrifa handrit í Frakklandi, og þá kom hann í heimsókn í skólann og var geysivel tekið. Hann kom heim til að undir- búa myndina „Hnífurinn í vatn- inu“ og voru allir fullir eftir- væntingar, því í Frakklandi hafði farið dágott orð af honum, og Pólverjar fylgjast nokkuð vel með því sem þeirra menn eru að gera, nema hvað: hann kom þarna inn á kvikmyndasýningu, en þær voru gegnumgangandi allt skóla- árið, hljóp fyrir sýningarljósið, svo ekkert sást nema skugga- mynd hans á tjaldinu, baðaði út öllum öngum og hrópaði: „Getiði hver er kominn?“ Nú, það þurfti ekkert geta um það, heldur var allt saman stöðv- að í hvellinum og honum haldin mikil veizla og allir voru mikið kátir yfir því að Polanski væri kominn aftur. Þegar þetta var hafði hann ráðgert að ræða við rektor skól- ans, sem var virðulegur heims- maður, og fór á fund með hon- um og nokkrum öðrum, allt virðulegum skólastjórnarmönn- um. Á meðan stóðum við nokkr- ir nemendur niðri í ganginum og töluðum saman. Er þeir komu út aftur skellir Polanski sér á fjóra fætur, hleypur geltandi eftir ganginum og bítur rektor í fót- inn. Nei, hann var nú ekki alltaf svona. Um leið og hann fór að tala um kvikmyndir eða eitthvað slíkt, svo ég tali nú ekki um ef bar á góma það sem hann var að fást við þá stundina, gjör- breyttist hann, og fékk á sig allt annan svip og yfirbragð. Stundum virtist jafnvel eins og hann eltist nokkuð — en hann er að vísu ákaflega unglegur. Um þetta leyti giftist hann stelpu sem hafði verið viðloðandi skólann, en það var alltaf fullt af þannig kvenfólki þar; við köll- uðum þær „satellíta". Þær hanga þarna í sífellu, og í von um að fá hlutverk við einhverja mynd- ina sem er unnið við þar, og þannig ætla þær sér að komast inn í kvikmyndaheiminn. Nú, hún fékk hlutverk í mynd hjá honum; sú mynd hefur reyndar verið sýnd hér, og heitir „Evu langar að sofa“, svo giftist hann henni, fór með hana til Frakk- lands, gerði hana fræga þar og skildi svo við hana. Er hann kom aftur keyrði hann í gegnum allt Pólland á eldrauð- um, opnum Mercedes Benz sport- bíl með fánum og fínheitum. Hann er svona þessi manngerð: Berst mikið á, en samt segja vin- ir hans, sem eru raunar þeir er ég þekki hann í gegnum, að hann sé sérlega feiminn maður, en er hann sprengir af sér skel- ina þá kemur það svona út. Annað gott dæmi sem ég man eftir. í skólanum voru haldnir dansleikir mánaðarlega, og var þar alltaf yfirfullt, þó nemendur skólans væru ekki nema rétt rúmlega 100. Venjulega var það þannig að fyrir utan var stór hópur fólks, aðallega kvenfólk, 20 VIKAN 44- tbI

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.