Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 23
heyrðist dúndrandi brak, þegar Porscheinn
ók á brynvarða bílinn, sem lagt hafði verið
þvert yfir bakhliðið.
Hawk nam staðar. Þyrlan kallaði í radíó-
ið. — Maðurinn er kominn úr bílflakinu.
Hann hleypur burtu. Nú fer hann inn í einu
bygginguna í suðvesturhorninu....
Hawk greip hljóðnemann. — Umkringið
bygginguna, en farið ekki inn. Og hafið járn-
jómfrú tilbúna, þegar ég kem.
Þegar Hawk náði til suðvesturhornsins
skipaði hann þyrlunni að slökkva á liósköst-
urunum. Nú var hlutverkum skipt. Með kúg-
arann inni í myrkri byggingunni, en þá sjálfa
úti, voru þeir upplýst skotmörk fyrir þann,
sem inni var. Þeir lágu þrír og fjórir saman
í hópum og biðu myrkurs. Ekkerthljóðheyrð-
ist innan úr byggingunni.
Bak við skjöld úr skotheldu plasti fór
Hawk í járnjómfrúna. Menn hans hjálpuðu
honum að spenna á sig hina ýmsu hluta
hennar. Þegar Hawk var fullgallaður, var
hann einna líkastur gervimanni. Hann var al-
þakin af trefjagleri og plasti, og þótt þessi
efni væru mun léttari en það, sem tíðkaðist
í brynjur á miðöldum, voru allar hreyfing-
ar í þessum klæðum samt erfiðar.
Þegar Ijósin höfðu verið slökkt á þyrlunni
og augu mannanna höfðu vanizt myrkrinu,
lagði Hawk af stað heim að húsinu. Hann
gekk hægt og klunnalega. Hann hafði átt
von á skoti þá þegar, en ekkert gerðist. Hann
opnaði dyrnar og steig inn, en beið svo,
meðan tveir menn komu á eftir honum í
brynvörðum eins manns farartækjum, en þau
voru búin hringsjá og ljóskösturum.
Geislar ljóskastaranna liðu um yfirgefna
neðstu hæðina. Einu sinni höfðu verið vélar
hér, en nú voru aðeins undirstöður þeirra
eftir. f innsta horninu var afhýsi, sem einu
sinni hafði verið skrifstofa.
Hawk gekk inn fyrir. Hann var ákjósan-
legt skotmark. Þegar hann hafði virt salinn
gaumgæfilega fyrir sér, lagði hann af stað í
áttina til afhýsisins.
Þegar hann var kominn nokkur skref inn
á gólfið, gall við skammbyssuskot, og kúlan
kom í brjóstplötuna. Svo annað, og hið þriðja.
Hann barðist móti löngun til að flýja undan
þessu skytteríi, og neyddi sig til að vera
kyrr. Svo sagði hann gegnum hátalar bún-
ingsins: — Komdu út með peningana, haltu
þeim yfir höfðinu með báðum höndum.
f svars stað kom enn eitt skot. Það skall á
öðrum ljóskastaranum og endurkastaðist af
skotheldu glerinu. Hawk hélt áfram: — Þú
átt engrar undankomu auðið. Ef þú reynir
að brjótast út, ertu dauður með sama. Neyddu
okkur ekki til að granda þér. Þú átt of margt
til að lifa fyrir.
Stundum var hægt að tala þá til. Stundum
mistókst það. Átján sinnum hafði honum
tekizt það, sex sinnum ekki. Skiptin átján
voru gleymd, en þessi sex mundi hann.
— í hverjum glugga standa á þér vélbyss-
ur. Líka fyrir utan dyrnar.
Maðurinn kom hægt fram úr afhýsinu.
Hann hélt peningabögglinum hátt yfir höfð-
inu með báðum höndum. — Skjótið ekki,
sagði hann. — Skjótið ekki.
Málinu var lokið. Afgangurinn vissi að
dómstólunum. Ákæruvaldið móti Joseph Z.
McNulty.
í litla yfirheyrsluherberginu upplýstist
málið smám saman. Þegar, áður en radd-
línuritin lágu fyrir, var Hawk næstum viss
í sinni sök. Þó var eftir að komast að orsök-
inni fyrir þessar fölsku kúgun. Meðan á yfir-
heyrslunni stóð, kom Barney inn og hvísl-
aði að Hawk.
— Hún hefur nú fengið meðvitund og spyr
eftir unnusta sínum. Ég hringdi í hann, og
hann er á leiðinni. Læknarnir segja, að hún
sé talsvert marin og skrámuð, en ekki sér
á henni að öðru leyti.
Barney fór, og Hawk hélt áfram yfirheyrsl-
unni.
í ljós kom, að fyrir tveimur árum, áður en
Helen byrjaði að vinna hjá Frank Mitchell,
hafði hún leitað vinnu sem einkaritari hjá
JZM verktökum. Það var McNulty sjálfur,
sem talaði við hana, og hún gaf honum all-
ar upplýsingar um sig. Hún hafði haft áhrif
á hann, svo hann minntist hennar, þegar
hann skipulagði afbrot sitt. Með mestu leynd
hafði hann aflað sér upplýsinga um það, sem
hann ekki vissi þegar. Hún hafði hins veg-
ar steingleymt honum, hann var í hennar
augum aðeins einn af þeim tuttugu vinnu-
veitendum, sem hún hafði heimsótt á einni
viku.
— Bölvuð tíkin, öskraði McNulty. — Hún
laug að mér. Hún hélt því fram....
— .... að hún ynni ekki lengur með lög-
reglunni, botnaði Hawk fyrir hann. — Nei,
það var ég, sem hélt þvi fram. Það sagði ég
engum öðrum en þér. Ég sagði, að hún kæmi
ein. þegar hún afhenti peningana, og þegar ég
heyrði þig segja á rás eitt, að þú værir feg-
inn því, að hún hefði sagt skilið við lögregl-
una, vissi ég, hver maðurinn var.
Hawk hafði ráðið þessu til ]ykta, þótt
raddlínuritið hefði ekki komið til. McNulty
gleypti agnið, sem fyrir hann var lagt. Hawk
lagaði bindið sitt. — Það er hálf bágur fjár-
hagurinn hjá þér, McNulty, sagði hann. —
Er það ekki rétt?
Hann sá, að hann hafði komið við auman
blett, og hélt áfram. — Lánardrottnarnir
urðu stöðugt óþolinmóðari. Þú hefðir farið
á hausinn. Og þar með hyrfi þitt fína hús
og þínir fínu bílar. Frú og börn áttu erfiða
tíma í vændum. Það eina, sem þú áttir, voru
hlutabréf fyrir 200 þúsund. Þú veltir því
mikið fyrir þér, hvernig þú ættir að koma
þeim undan gjaldþrotinu. Þú vissir, að þú
gazt hvergi geymt þetta fé, ekki einu sinni í
erlendum banka. En ef þú létir fé af hendi
við utanaðkomandi kúgara — þá væri allt í
lagi. Svo þú neyddir Sam Bronston til að af-
henda peningana, svó þú hefðir vitni að því,
að þú hefðir látið þá af hendi. Og til þess
að beina athyglinni frá þér, komstu því svo
fyrir, að Helen Rogers gæti svarið, að hún
hefði sótt og talið peningana, áður en hún
afhenti þá kú;garanum. En svo, þegar allt
lenti í flækju, ákvaðstu að myrða hana í
staðinn.
Hawk spretti á seðlabunkanum: — Fyrir
þessi pappírsblöð varstu reiðubúinn að drepa
konu, sem aldrei hafði gert þér neitt.
—• Dó hún? spurði McNuIty.
— Hverju skiptir það þig? spurði Hawk á
móti. Hann þagði, og lék sér að seðlunum.
Varla var hægt að kæra McNulty fyrir fjár-
kúgun. Það er ekki hægt að kúga fé af sjálf-
um sér. Nei, ákæran yrði nokkuð alvarlegri:
Morðtilraun. Hann hafði skipulagt spreng-
inguna í sekúndum. Hefði Helen ekki hras-
að, Hawk ekki getað stöðvað hana á elleftu
stund, væri hún ekki lengur lífs.
Ailt í einu féll McNulty saman. — Má ég
hringja til konunnar minnar?
Hawk benti á símann. — Gerðu svo vel,
sagði hann. — Nancy, það kom svolítið fyrir.
Nei, það var ekki slys — og þó, á sinn hátt
var það slys.....
Brúðarmarsinn hlaut að hefjast á hverri
andrá. Helen beið á sínum stað, aftast
í lcirkjunni. Hún vissi, að hún var allt annað
en glæsileg útlits. Hún var öll blá og marin,
með krossplástra um allt andlitið. Annað
augað var bókstaflega lokað, og það vantaði
flipa í annað eyrað á henni.
Tveimur tímum eftir komuna til sjúkra-
hússins var hún farin að ganga um gólf í
stoíunni. Læknirinn var farinní og hjúkrun-
arkonan var ekki við, í fullvissu þess, að
sjúklingurinn svæfi.
Hún fór fram úr til að vita, hvaða limi
hún gæti hrært. Hún gat að minnsta kosti
staðið upp, og þrátt fyrir brennandi höfuð-
verk og fleiri smákvilla gat hún reiknað í
huganum. Að fenginni þeirri niðurstöðu leið
henni til þess að gera vel. Nú var þetta af-
staðið. Nú gat hún snúið aftur til venjulegs,
daglegs lífs.
Þegar Frank kom, var hún enn á fótum.
— Af hverju liggurðu ekki? spurði hann.
-— Ég er að vita, hvernig þetta gengur.
Ég vil ekki fresta brúðkaupinu. Ekki ef ég
get skriðið upp að altarinu. Hugsaðu um allt
það, sem við höfum lagt út: Blóm, kirkju-
leiguna, fatakostnaðinn og allt annað. Ef við
frestum þessu núna, höfum við aldrei efni á
að gifta okkur!
Svo hófst brúðarmarsinn, og einhver
rétti henni stafina hennar. Nú var engrar
undankomu auðið, það var að duga eða drep-
ast.
Hún fann hláturinn vella fram. Var nokkur
hætta úr þessu, að hún dræpist? Endir.
44. tbi. VIKAN 23