Vikan


Vikan - 30.10.1969, Síða 31

Vikan - 30.10.1969, Síða 31
lækkuð að sama skapi, af því að ekki gefist tími til að mótmæla, ef bókin eigi að komast út fyrir jól. En hún kom ekki út fyrir jólin, og í byrjun marzmánaðar er hún enn ekki komin. Hið dýr- asta af öllu er þó, að vegna eftir- væntingarinnar getur Ibsen ekki unnið. Og þar sem hann getur ekki bent á neitt nýtt verk, hef- ur hann ekki skap í sér til þess að sækja um nýjan ferðastyrk frá ríkinu. Hann neyðist til að senda bréf til Hegels með bón um fyrirframgreiðslu, ekki aðeins fyrir Brand, heldur einnig fyrir ósamið verk. Svo illa er hann staddur fjár- hagslega, að hann reynir að spara sér að borga undir bréfin. Á bréfi til föður míns er svo- hljóðandi eftirskrift: „Að þessu sinni notfæri ég mér tilboð þitt um að borga ekki undir bréfið. Ég geri það af illri nauðsyn, en ekki af fúsum vilja.“ Og eftir- skrift á bréfi til Hegels er þann- ig: „Burðargjaldið undir þetta bréf bið ég þig að skrifa á reikn- ing minn. Það er dýrara að senda bréf héðan en hingað.“ Þegar Ibsen nokkru síðar sneri sér til norsku ríkisstjórnarinnar og fór þess á leit, að honum yrði veitt staða, sem gerði honum kleift að gegna köllun sinni sem skáld, þá gerðist það í raun og veru, að honum var boðið starf sem tollþjónn. Ibsen kaus heldur að svelta áfram. En þessi afstaða stjórnarinnar varð sannarlega ekki til að milda hug hans í garð föðurlands síns. Það lýsir vel við- horfi hans til Noregs á þessum tíma, að hann varð sér úti um sporðdreka, sem við minnstu ert- ingu bjóst til árásar af miskunn- arlausri grimmd. Sporðdrekinn hafði miklu hlut- verki að gegna í lífi Ibsens á þessu tímabili. Hann segir frá honum í bréfi 1870: „Þegar ég skrifaði Brand lét ég sporðdreka standa í ölglasi á skrifborðinu mínu. Stundum var hann sjúkur og illa haldinn. Þá var ég vanur að fleygja niður til hans ofurlitlu ávaxtastykki. í ofsareiði kastaði hann sér yfir það og spjó eitri sínu. Síðan varð hann rólegur og hress aftur. — Er ekki líkt komið fyrir okkur skáldunum? Náttúrulögmálin gilda líka á hinu andlega sviði.“ Allan þennan tíma meðan Brandur varð til, hina löngu og erfiðu mánuði meðan Ibsen beið eftir peningum frá Gyldendal, já, raunar allt lífið, barðist frú Ibsen hetjulegri baráttu og reyndi eftir mætti að bægja frá manni sínum öllum veraldlegum áhyggjum. Hún tók á sínar herð- ar alla umsjá heimilisins, — hún saumaði, hún eldaði matinn, hún gætti ýtrustu sparsemi. Þetta hafa raunar margar fleiri konur listamanna gert, en þá hefur það viljað brenna við, að eiginmenn- irnir hafa fyllzt þunglyndi og lífsleiða og ekki tekizt upp við vinnu sína af þeim sökum. Aðr- ar konur hafa með ást og um- hyggju vakið andagift manna sinna, en hins v.egar eytt og só- að peningum þeirra að vild. Frú Ibsen tókst á ótrúlegan hátt að stýra framhjá skerjum örbirgðar og erfiðleika, og jafnframt fylgja manni sínum eftir í mikilfeng- legum skáldsýnum hans og djörfu hugarflugi. Hún megnaði jafnvel að gera sýnir hans stærri og flugið hærra. Þess vegna gat Ibsen skrifað föður mínum á þessa leið: „f sumar, þegar ég skrifaði leikrit mitt um Brand, var ég þrátt fyrir neyðina og kvölina svo ólýsanlega hamingjusamur. É'g fann til einhvers konar kross- ferðargleði, ef ég má orða það svo. Ég get ekki hugsað mér það mótlæti, sem mig hefði skort kjark til þess að þola.“ Á skemmtun sem haldin var í norsku nýlendunni í Róm árið áður, hafði til gamans farið fram atkvæðagreiðsla um það, hver gengi í slitnustu fötunum. Hen- rik Ibsen hlaut verðlaunin. Undr- un manna var því ekki svo lítil, þegar hann dag nokkurn skaut upp kollinum í Róm, klæddur svörtum flauelsjakka, í skínandi hvítri skyrtu og með skinn- hanzka. Ritlaunin fyrir Brand voru loksins komin. Gyldendal hafði af rælni sent bókina á markaðinn. Það var seint í marz- mánuði 1866. Brandur verkaði eins og sprenging í bókmenntaheimin- um. Hvert upplagið á fætur öðru seldist upp. Fyrsta árið varð að endurprenta bókina þrívegis. En ekki nóg með það. Ibsen fékk allt í einu skáldalaun, og að auki ferðastyrk, sem hann hafði ekki þorað að sækja um. Sigurður sagði mér, að foreldrar hans hefðu verið svo himinlifandi yf- ir þessum „svimandi upphæð- um“, að þau vissu ekki hvað þau ættu að gera við alla peningana. En í rauninni var hér aðeins um mjög óverulegar upphæðir að ræða. Lánið virtist leika við Ibsen þetta ár. Hann hafði yndi af að spila upp á peninga, en þorði sjaldnast að leyfa sér slíkt. Nú tók hann að spila í happdrætti, og það veit hamingjan, að hann hlaut vinning og ekki einu sinni heldur tvisvar. Hann var í sjö- unda himni. „Nú bý ég yfir slík- um krafti, að ég gæti auðveld- lega lagt heilt bjarndýr að velli,“ segir hann í bréfi. Hann hreinskrifar gamalt leik- rit. Hann sýslar við verk, sem hann lauk aldrei við. Hann velt- ir fyrir sér efninu í „Kejser og Galilæer“. En skyndilega er hann orðinn gagntekinn af hug- myndinni um Pétur Gaut. Hann var orðinn gjörbreyttur maður jafnt hið ytra sem innra. Hann gekk svo glæsilega til fara, að haft var orð á, að hann væri orðinn sundurgerðarmaður í klæðaburði. Hann lét klippa skegg sitt á nýjan hátt. Hann breytti meira að segja um Framhald á bls. 36. jHlill

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.