Vikan


Vikan - 30.10.1969, Side 32

Vikan - 30.10.1969, Side 32
’glugga tjalda- efni„ lAUGAVEGl 59 SÍMI 18478 -------------------------------- V ■ Þir SDarifl með áskrift VIKAN Skipholti 33 - sími 35320 Heit nótt Framhald af bls. 19. gat ekki fest blund. Hann lá bara fannst hann vera rfijög ungur. [ hvert sinn sem hann hugsaði um hana ásamt Tony niðri á götunni, dauðsá hann eftir að hafa ekki hlaupið á eftir þeim og kallað á þau. Hann lá og hlustaði á hljóð götunnar. En hann sá hana alltaf fyrir sér, titrandi og krafsandi með fætinum í gólfið í fátæklega her- berginu hans. Löngu síðar, hann vissi ekki lengur hvað klukkan var, heyrði hann, að þau komu heim. Hann heyrði fótatak Tony hverfa ( eina áttina eftir ganginum og fótatak hennar í hina, síðan hljóðið í lykl- inum, sem stungið var í skráargatið hjá henni. Nú tók hún hattinn ofan, settist. Hann var svo eirðarlaus, að hann reis upp í rúminu. Það var tilgangslaust að fara til hennar. Um leið og þessari hugsun skaut upp f kollinum, vissi hann, að hann hafði einungis legið og beðið eftir þess- um hljóðum, — að eitthvað sem var svo sterkt, að ógerningur var að sporna við því, knúði hann til að fara til hennar. Hálsbindið var dregið niður frá opnu hálsmálinu á skyrtu hans, bux- urnar voru krumpnar og hárið á honum úfið í hnakkanum. An þess að fara ( jakkann flýtti hann sér út ganginn og barði léttilega með fingurgómunum á hurðina á her- bergi hennar. Þegar hún opnaði, var hún klædd í gamlan, bláan slopp og dökkt hárið lá laust. And- lit hennar var enn púðrað og var- irnar rauðar. Hún hafði reykt. Þeg- ar hann sá hana, fannst honum hann fullkomlega hjálparvana. Hún var svo falleg. Hann hafði alltaf getað brosað, þegar litið var á hann, en nú var var hann bæði feiminn og hræddur. Hann gekk inn ( herberg- ið áður en henni vannst tími til að segja nokkuð við hann og lokaði á eftir sér. Hann sagði, eins og hann hefði haldið niðri í sér andanum: — Jæja, þér eruð þá komin heim aftur, Marjorie? — Já, ég er komin heim aftur. Hvað viljið þér? — Það veit ég ekki. Ég er búinn að bíða eftir yður. Hún starði á hann kuldalega og reiðilega: — Hvað í ósköpunum viljið þér núna? Ég er þreytt. Ég ætla ( rúmið. — Marjorie, sagði hann. — Hvers- vegna .... En hann hikaði við og reyndi að forðast spurninguna. En þá blés hann skyndilega: — Hvert fóruð þér með Tony? — Það kemur yður ekki við, sagði hún heiftug. — Nei. En þér verðið að lofa mér einu, viljið þér það? — Ég lofa yður hvorki einu né neinu. — Þér skuluð ekki umgangast Tony framar. — Þessi hollræði yðar koma full- seint, finnst yður ekki? sagði hún og kreppti saman varirnar. Síðan varð andlitið alvarlegt, næstum eins og skorið í tré, þótt augun lýstu enn niðurbældri gremju. — Tony er alls ekki svo slæmur, sagði hún letilega. — Þér eruð miklu verri. — Þér megið aldrei sjá hann framar, heyrið þér það? Þér veriðið að forðast Tony. — Ég geri nákvæmlega það sem mér sýnist. — Já, en þér verðið að lofa þvi. Hún tók að hörfa frá honum. Hann greip í handlegg hennar og hélt henni fastri, þar til hún tók að streitast á móti, sparkaði ( sköflung- inn á honum og barði hann misk- unnarlaust með krepptum hnefum, eins og hún hataði hann meira en nokkuð annað í þessum heimi. — Þér vogið yður ekki að snerta mig, endurtók hún ( sífellu. Hann sneri upp á handlegg hennar: — Þér verðið að lofa að forðast Tony. Hann fann, að hún var hætt að streitast á móti. Andlit hennar var hvítt, augun lukt, og allur Kkami henar hristist í hljóðum ekka. — Leyfið mér að setjast, Ben, sagði hún. — Ég ætlaði ekki að meiða yður. Hún settist örmagna á lítinn legu- bekk og hélt gamla sloppnum þétt að sér. Ben sat vandræðalegur við hliðina á henni. Skyndilega vissi hann, að hann varð að kyssa hana. í fyrsta sinn þetta kvöld var hann ánægður með sjálfan sig, ánægður með hugsunina um, að hann átti aðeins eina ósk: að elska hana; þetta var einungis eðlilegur þáttur í þeirri tilfinningu, sem hafði gagn- tekið hann, þegar hann horfði á eftir henni ofan úr glugganum. ☆ Með Ustinov Framhald af bls. 27. og liann finnst ekki fyrr en eftir töluverða göngu. Þá liöldum við yfir heiðina og í Hveragerði. Þar er keypt ís- landsbók lianda Ustinov, og banani handa apanum. „Þessi páfagaukur þarna er eins og gagnrýnandi,“ seg- ir Ustinov. „Eins og íslenzk- ur gagnrýnandi — eða ís- lendingar yfirleitt. Þið eruð stundum eilítið innhverfir.“ Apinn étur bananann, páfa- gaukurinn ]tegir og allir stíga inn í bila sína aftur, — og haldið er heim á leið. í Kömbunum hætti hann að snjóa og þokan tók við. Gráa þokan, sem rússneski Bretinn Pétur Eysteinsson Ustinov, leikari, leikstjóri, leikritaskáld og skáldsagna- höfundur kom með frá drottningunni. ó.vald. 32 VIKAN 44'tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.