Vikan


Vikan - 30.10.1969, Page 48

Vikan - 30.10.1969, Page 48
Ný framhaldssaga hefst í næsta blaði: HÚSID MED JÁRNHLIDDNDM Framhaldssögunni „Kvöldið fyrir brúðkaupið" lýkur í þessu blaði, og í næsra blaði hefst ný, sem er ekki síðri. Hún heitir „Húsið með járnhliðunum" og fjallar um unga skrif- stofustúlku, sem er orðin leið á lífinu. Hún ræður sig til að gæta barns í afskekktu húsi niður við strönd. Hún fær há laun og líkar vel við starfið. En fyrr en varir kemur ( Ijós, að ekki er allt með felldu í þessu húsi. Það dregur til tíðinda strax í fyrsta hlutanum, og sagan er spennandi frá upphafi til enda. VORU MERKI SMÁSAGA EFTIR WALTER DERANTY SIJMA DAGA er veðrir svo dá- samlegt, að kaupsýslumenn syngja við raust, á meðan þeir raka sig. Packard Morton var í svo góðu skapi, að hann söng hástöfum gamalt danslag, þótt hann vaeri reyndar vita laglaus. Morton var síður en svo nokkur spjátrungur, en þennan morgun fannst honum tilhlýðilegt að halda sér til fyrir vorinu. Hann var heppinn í viðskiptum, heilsu- hraustur og vel kvæntur, svo að það var ekki að furða þótt hann nyti lífsins þennan fagra vor- dag. Elsa beið hans með morgun- verðinn í bláa morgunsloppnum, sem var með gullnum ísaumi. í öll þau ár, sem þau höfðu verið gift, hafði hún aldrei verið hirðu- laus um sjálfa sig. Allt hjóna- bandlegt sleifarlag var fjarri hennar skapi, og henni var gef- ið sérstakt lag til að halda öll- um sínum kvenlega yndisþokka og huliðshjúp. Hún var ávallt vön að bera honum morgunverðinn sjálf, glöð í bragði og ástúðleg. Ef til vill bar hún ekki skynbragð á störf hans í viðskiptalífinu, en hún sýndi áhugamálum hans for- vitnislega nærgætni að minnsta kosti. Ótal sinnum hafði honum dottið í hug, þegar hann virti konu sína fyrir sér, að hún væri vissulega tigin kona, hún gæti skartað í drottningarklæðum. Hann var svo léttur á sér þenn- an morgun, að hann langaði til að dreifa gleði og ánægju um- hverfis sig. Og hví ekki að gera Elsu glatt í geði? Loðkápan með silfurrefnum — hann hafði nú ágætlega efni á að kaupa hana handa henni. — Það var þetta með kápuna, sagði hann upp úr þurru. — Það er allt í lagi með hana. Ég skil bara ekki, hvað kvenfólkið ger- ir við loðkápur, þegar veturinn er um garð genginn og komið vor. Já, ég veit, að þetta eru reyfara- kaup — var það ekki það, sem þú sagðir, elskan. Kauptu hana bara. Það glaðnaði heldur en ekki yfir henni. Hún var eins og lítil stúlka, sem fær konfektkassa að gjöf. — Elsku bezti, meinarðu þetta? En hvað þú ert góður. En það er hverju orði sannara, að þetta eru reyfarakaup. í dag er gott veð- ur, en á morgun getur kuldinn komið aftur. Hún laut ofan að honum og kyssti hann á hvítgljáandi skall- ann, eins og telpuhnáta sem kann sér ekki læti fyrir fögnuði. Og svo þegar þau kvöddust í and- dyrinu, smellti hún rembings- kossi á ennið á honum. — Ég kem og sæki þig á skrif- stofuna í dag og verð þá í nýju kápunni, og síðan borðum við saman úti. Mig langar til að sjá upplitið á þeim, þegar ég birtist í þeirri nýju. Bless. Packard Morton var í sjöunda 48 VIKAN 44'tbI-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.