Vikan


Vikan - 30.10.1969, Side 49

Vikan - 30.10.1969, Side 49
himni. Honum hafði tekizt að gleðja konu sína og auka á sína eigin ánægju um leið. Veröldin var eins og eitt brosandi land. Það var dálítil kredda, sem hann hafði. Þegar hann kom í skrifstofubygginguna og beið eftir lyftunni, tók hann til við að telja. Ef hann komst ekki lengra en upp að fimm, þá var dagurinn happadagur. Kæmist hann hins vegar upp að tíu, þá yrði dagurinn ekki nema rétt í meðallagi góður. En fimmtán og þar yfir gaf hins vegar tilefni til varúðar. Þá mundi vera von á óhappadegi. í dag þurfti hann hreint ekki að telja. Dyrnar voru að lokast á eftir fólki, sem ætlaði upp með lyftunni, og hann slapp inn rétt á síðasta augnabliki. Á þriðju hæð bættist stúlka í hópinn. Þetta var allra lagleg- asta stúlka, líklega allra falleg- asta stúlka, sem hann hafði nokkru sinni augum litið. Morton tók ofan hattinn sinn og hélt á honum í hendinni og gaf stúlk- unni auga útundan sér. Hún var ung og hrífandi, með korngult hár og augu, sem voru blá eins og gleym-mér-ei. Hún var að öllum líkindum af góðu fólki komin. Hún virtist vera kurteis og elskuleg og var með spánýjan Parísarhatt. Það var verulega ánægjulegt að finna ná- lægð hennar í lyftunni. Og svo brosti hún til hans of- an á allt annað. Andartak var sem hjartað staðnæmdist í brjósti han. Gat þetta verið? Var hún að brosa til hans? Og þá fór hjartað af stað aftur og með þessum líka feikna hraða. Lyftan staðnæmd- ist aftur og fólk kom og fór, en hann gaf því engar gætur. Stúlk- an færði sig nær honum, og hann leit aftur á hana. Jú, jú, rétt var það og ekki um að villast: Hún brosti svo undurblítt og vingjarn- lega. Ósjálfrátt rétti Morton úr sér, en hugur hans flaug eins og tappi úr kampavínsflösku í hóflausri dagdraumavímu. Hann mátti kallast grannur. Hann var að minnsta kosti ekki feitur. Nuddið hafði gert sitt gagn. En hann var ekki með öll- um mjalla, skraddarinn, sem allt- af sagði: — Buxnastrengurin þarf að vera einum þumlung víðari. Þetta hafði hann sagt í hvert einasta skipti, sem Morton lét hann sauma sér ný föt. Hann skyldi fá að éta þumlungana of- an í sig. Fjörutíu og sjö ár er sannarlega enginn aldur. Hann var í broddi lífsins. Hann leit á stúlkuna aftur. Jú, það var enn bros og góðlátleg glettni í bláum augunum. Hug- urinn smaug í gegnum heiðblá- inn með leifturhraða. Og ennþá þokaðist lyftan upp á við, hærra og hærra. Suðurhafseyjar — blátt haf, blár himinn — hvítar strandir — pálmatré og kókoshnetur — þau tvö ein — og ástin. Elsa færi ekki að gera veður út af þessu. Hann gæti séð fyrir því. Hann gæti fengið henni stórar og mikl- ar eignir, ef hún kærði sig um. Ef til vill þótti henni vænt um hann. En hvernig eru ekki hjóna- ástir eftir tuttugu ára sambúð? Vinátta og gagnkvæm virðing, getum við sagt. Auðvitað varð að forðast að særa Elsu. Það væri hægt með því að hafa að yfir- skini brýn verzlunarerindi til Ástralíu. Og svo þegar þangað. væri komið: Brennandi sól, blár himinn, hvítir sandar, og fagur- limaðar, brúnar meyjar. En verzlunin? Félagi hans tæki við henni að fullu og öllu. — Þú getur fengið búðina fyr- ir fimmtíu þúsund pund, mundi hann segja. Davis mundi gleypa við því. Hann leit aftur á stúlkuna. Þetta kemur fyrir, hvað sem hver segir. Kannski ekki ná- kvæmlega ást við fyrstu sýn, heldur eitthvað ósjálfrátt. Ást frá okkar fyrstu kynnum — eða hvað sagði Palo eða einhver svoleið- is karl — tvíburasálir. Eitthvað var það í þá áttina — skip, sem mætast á nóttu. En hvað um það, allir vita, að þetta getur komið fyrir — eins konar gagnkvæm samúð. Eitt augnatillit og mað- ur hefur eignazt nýjan vin. Ef til vill var einhver fótur fyrir tilverustigum. Þá höfðu þau þekkzt í annarri tilveru, verið vinir, ef til vill elskendur. Því ekki það? Það er ekki gott að botna í tilverunni. Dauðinn er rammger slagbrandur fyrir öll- um lífsins gátum. Aftur staðnæmdist lyftan og fleira fólk kom inn og tróð stúlk- unni alveg upp að Morton. Löng augnhárin huldu augun eins og blævængir. Hvílík stúlka. Hví- lík draumadís. Hún fyllir sál mína ljómandi unaði. Einhvers staðar hafði hann lesið þetta. Og þarna var hún ljóslifandi. Þegar lyftan staðnæmdist, var Morton hátt uppi í skýjaborgun- um. Hann reyndi að átta sig á hinu breytta lífsviðhorfi. — Farðu nú hægt í sakirnar, sagði hann við sjálfan sig. — Þetta er viðkvæmt mál, og hér þarf að gæta allrar varúðar, lagsi. Svona stúlka stendur ekki ein síns liðs. Þú verður að taka allt með í reikninginn. Erfiðleikarnir hrönnuðust upp eins og gaddavírsgirðingar og óvinnandi skotgrafir. En það var sól í sinni, sól úti og sól inni. Hann var eins og brynvagn, sem fer yfir allar hindranir, treður þær undir. Ekkert skyldi aðskilja þau tvö. Samferðafólkið í lyftunni ruddist út. Morton beið eftir því, að stúlkan færi út. Um leið og hún skauzt út, leit hún um öxl. Það var ekki um að villast. Hún brosti til hans, glettnislega og góðlátlega. Morton rétti úr sér, lyfti hatt- inum til að láta hann á sig, leit í spegilinn í lyftunni og lagfærði slifsið. Hann kólnaði ofan í tær, starði á spegilmynd sína: Stæðilegur, miðaldra maður, vel búinn, kannski ekki beint með ístru, en heldur ekki þvengmjór. Og hárvöxturinn — beint á enninu og aftur á skalla, þar sem hár- vöxturinn var í þynnra lagi, mátti greinilega sjá för eftir varalit. Von var, að stúlkan brosti. Hann var greinilega merktur. Stimplaður sem meinlaus heim- ilisfaðir og ástúðlegur eiginmað- ur. -Á 44 tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.