Vikan


Vikan - 13.11.1969, Side 5

Vikan - 13.11.1969, Side 5
SEX ’69 Danskir héldu nýlega rnikla sýningu á öllu því sem viðkem- ur klámi. Var þetta fyrsta sýn- ing sinnar tegundar í heiminum, og haldin í tilefni þess, að nú gilda engin lög þess efnis að ekki megi dreif klámkenndum bók- menntum, myndum og öðru mögulegu um allt kóngsins land. Eftir lýsingum að dæma má telja hugmyndaflug Dana alveg stórkostlegt, því á sýningunni mátti meðal annars f'nna klám- skartgripi, hvað sem það nú er. Jens Theander, 25 ára gamall ljósmyndari, sem er einn af helztu klámmönnum Dana, sagði við fréttamenn á sýningunni, er þeir inntu hann eftir undirtekt- um gesta: „Þeir elska þetta allt, vegna þess að þetta er hre:nt klám. Þeir eru venjulegt fólk og hafa gaman af öllu saman. Þess vegna get ég grætt svona mikið og sofið með hreina samvizku. Myndin er úr einum básnum og skýrir sig sjálf. JÚMBO Mikið hefur verið rætt um hina nýju Boeing vél, 747. Er bygg- ingu hennar verður lokið, kemst þar með í gagnið stærsta far- þegaflugvél í heiminum — um það bil 500 farþegar komast með henni í hvert skipti (gárungarn- ir hafa skotið að Nixon að fá sér eina eða tvær slíkar til að rubba af heimflutningi hermanna sinna frá Viet Nam), og er stærð hennar og lúxus eftir því. Meðal annars er stélið hærra en 5 hæða hús, og 4 kvikmyndasalir eru í þessari miklu rellu — og uppi á annarri hæð er auðvitað heil- mikill bar. Myndin sýnir vél Lufthansa í smíðum, en það fyr- irtæki ætlar að vera flugfélaga fyrst til að fljúga Júmbó. r v • vísur vikunnar Lægðir yfir landið þjóta lykur fjöllin þokan svarta veðragnýr og vetrarkvíði vekur ugg í mörgu hjarta. Oftast fátt af einum segir opin standa vök og pyttur útum landsins auðnir ráfa áttavilltar rjúpnaskyttur. ÁLIT EKKJUNNAR A ALPAHÚFU- HNEYKSLINU Með lítið barn á handleggnum kom hún ráfandi inn í banda- ríska send'ráðið í Saigon og kvaðst vera Lhan Kim Lien, ekk-'a Thai Khac Chuyen, S-viet- narnans sem Grænu alpahújurnar alræmdu myrtu. Tilgangur heimsóknar hennar í ameríska sendiráðið var að af- henda Ellisworth Bujiker, sendi- herra, bréf, þar sem hún krafð- ist þess að manni sínum yrði veitt uppreisn æru og e'ns vildi hún fá það staðfest að Banda- ríkjastjórn myndi greiða „með- lag“ með barni sínu, því enginn gæti unnið fyrir því eftir dauða föðursins. Daginn áður hafði hún rætt við ameríska fréttamenn í Saig- gon, og þá sagði hún meðal ann- ars: „Þið eruð verri en Viet Cong. Maðurinn minn var aldrei í þjón- ustu annarra en ykkar, en nú ætla ég að slást í hópinn með Viet Cong, og ég skal sprengja ykkur í loft upp.“ Hún var í móðursýkiskasti, og það var kannske eins gott, að það tölublað Newsweek, sem sagði frá að það hefði' verið vit- laus maður sem „Alpahúfurnar“ drápu. var hvergi nærri. Túlkur- inn Thai Khac Chuven, sem var skotinn og hent í hafið. var nefnilega nauðalíkur manni að nafni Vu Ngoc Nha, sem hafði verið tekinn í Saigon og settur í fangelsi fyrir njósnir. VIÐ VILJUM ÞAÐ EKKI Heimilislausar fjölskyldur í Bretlandi tóku nýlega á sitt vald stjórnarbyggingu eina í Brighton og skildu börnin sín eftir fyrir utan með spjöld sem á var letr- að: Við viljum ekki vera flœk- ingar, við verðum að vera það. Borgarstjórinn lofaði hátíðlega - EN VIÐ VERÐUM að gera eitthvað í málinu, og he'milisleysingjarnir skiluðu húsinu aftur. — Reiknað er með að um það bil ein milljón Breta eigi hvergi höfði sínu að halla — og er þar aðeins átt við fjöl- skyldufólk. 48. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.