Vikan - 13.11.1969, Page 7
hitt er anna'ð' mál, að eftir lýs-
ingum þínum að dæma er móðir
þín full íhaldssöm, og þess vegna
ættir þú að reyna að ræða málið
við hana í bróðerni og róleg-
heitum. Og þó enginn fari eftir
lögunum, er það engin fyrir-
mynd.
Það' er erfitt, þetta með strák-
inn, en þó ættir þú að reyna a'ð
nálgast hann á einhvern hátt;
gefa honum til kynna að þú haf-
ir áhuga á honum, og þá er aldr-
ei að vita nema hann taki sinna-
skiptum.
Þessi hugmynd þín um sjón-
varpsþáttinn er nokku'ð góð, og
er henni hér með komið á fram-
færi.
Skriftin er nokkuð góð, en þó
ekki nógu greinileg.
„HeiIsaSu heim“
Kæri Póstur!
Viltu gjöra svo vel að birta
textann við lagið „Heilsaðu
heim“ sem Ellý Vilhjálms syng-
ur.
Með fyrirfram þakklæti.
Ein hrifin.
Við höfum það fyrir reglu að
birta aldrei texta. En ég vil
benda þér á, að þessi texti er
örugglega í einhverju danslaga-
textaheftanna sem út koma hér
á landi. Ef ekki, þá eru aðal-
stöðvar S.G.-hljómplatna í
Grundarlandi 17, og þar ættir þú
áreiðanlega að geta fengið text-
ann.
Úr daglega lífinu
Kæri Póstur!
Ég leita til þín með mál sem
ég tek mjög alvarlega og þið
þig um svar sem ég get treyst.
Ég er 20 ára strákur og er með
stelpu aðeins yngri. Við höfum
verið saman í 2 ár, og við höf-
um talað um að, trúlofa okkur,
en eins og þú veizt, þá vilja all-
ar stúlkur verða mömmur; allt
svo, eignast einhvern tíma börn.
Og nú vík ég að vandamálinu
og spyr þig hvernig heilbrigt
sæði karlmanns líti út? Eg hef
orðið var við eins konar kekki í
sæðinu —- er það kannske heil-
brigt og eðlilegt? Mér var að
detta í hug að ég væri með kyn-
sjúkdóm, en ég veit ekki hvern-
ig kynsjúkdómar lýsa sér, það
væri gaman að fá einnig svar við
því. Þá hef ég heyrt að ef karl-
menn fái slæma hettusótt geti
það virkað þannig á þá, að þeir
geti ekki eignazt börn, er það
rétt?
Kæri Póstur, þú hefur sam-
bönd við marga fróða menn og
þá kannske lækna líka. Ef til
vill ætti ég að leita til læknis, en
þú segir mér allt um það. Ég
hef lesið bækur, en hvergi fund-
ið neitt um þetta. Ég bið þig um
að svara mér fljótt og vel, því
þú veizt hvað erfitt er að bíða
þegar svona stendur á.
. .. þakka svo fyrirfram fyrir
hjálpina.
S.
Eftir öllu að dæma ert þú fullt
svo eins heilbrigður og hver ann-
ar. Læknisfræðilegur ráðunautur
Póstsins hefur staðfest að sæði
muni líta svona út heilbrigt.
Og kynsjúkdóm hefur þú áreið-
anlega ekki; þeir gera yfirleitt
vart við sig. Lekandi veldur sárs-
auka við þvaglát, og Sýflis veld-
ur útbrotum víðsvegar um lík-
amann.
En þó ættir þú að fara til
Iæknis og ræða þetta mál við
hann — sérlega með tilliti til
þess að þú ert farinn að hugsa
alvarlega um framtíðina. Lækn-
ar vita alveg ótrúlegustu hluti.
Finnur í ÖSmönnum
Kæra Vika!
Ég hef skrifað þér áður, og
fengið góð svör. Nú langar mig
til að fá svör við nokkrum spurn-
ingum:
Hvað er Finnur Stefánsson í
Oðmönnum gamall?
I hvaða hljómsveit var hann
áður?
Er hann trúlofaður?
Síðan þakka ég allt gamalt og
gott.
Ein 17 ára.
Finnur er 23 ára gamall og nem-
ur, samhliða spilamennskunni,
lögfræði í háskólanum. Áður en
hann byrjaði me'ð Óð'mönnum
var hann ekki í neinni sérstakri
hljómsveit, en spilaði blues við
ýmis tækifæri. Þó er vissara að
taka fram, að hann var í TÓN-
DM á meðan þeir voru og hétu
fvrir nokkrum árum. Hann er
ekki trúlofaður.
Biörgvin popstjarna
Vikan, Reykjavík!
Hvar ætlar þetta eiginlega að
enda? Á þessi drengur, Björgvin
popstjarna, eða hvað hann er nú
kallaður, að vaða hér uppi og
æsa krakkana til þess sem hon-
um dettur í hug?
Eitthvað róttækt verður að
gera í málinu!
Faðir.
Eg held að hann æsi hvorki einn
né neinn til neins. Og —- næst
þegar þú ert í vondu skapi, skrif-
aðu einhverjum öðrum en Póst-
inum.
Ronson
HÁRÞURRRA HEIMILANNA
TILVALIN TIL JÖLAGJAFA
EINKAUMBOÐ:
I. GUÐMUNDSSON & CO. HF., REYKJAVÍK
46. tbi. VIKAN 7