Vikan


Vikan - 15.01.1970, Síða 20

Vikan - 15.01.1970, Síða 20
EFTil MARV STEWART BBringur soldánsins Ég hafði fengið meira en nóg af Harriet frænku og hennar undarlega umhverfi, og ég hafði hug á því einu að komast burt. En ég var ekki hrædd, - ekki að svo stöddu. ÞRIÐJI HLUTI ÞAÐ SEM SKEÐ HEFUR: Ég vissi að Charles frændi minn var einhvers- staðar í Mið-Austurlöndum, þar sem ég var á ferð með ferðamannahópi. Við hittumst af tilviljun í Damaskus. Við vorum tengd sterkum ættar- böndum, því að feður okkar voru tvíburar, og ég hafði alla ævi verið mjög hrifin af Charles. Við höfðum ekki sézt í fjögur ár, þar sem for- eldrar mínir voru flutt til Los Ange- les. Feður okkar voru auðugir banka- eigendur, svo við höfðum alltaf haft nóg af öllu. Það varð úr að við ákváðum að hittast í Beirut, og reyna að komast í samband við afa- systur okkar, Harriet Boyd, sem var orðin áttræð og hafði búið ( Libanon mestan hluta ævi sinnar; bjó eins og austurlenzkur höfðingi í gam- alli höll, Dar Ibrahim, og hagaði sér að háttum þarlendra. Charles sagðist geta notað tækifærið og vitjað þess sem hún hafði ánafnað honum, en það voru tveir postu- línshundar frá Ming-tímabilinu, kallaðir Gabrielshundarnir. Það varð að samkomulagi milli okkar að hann léti mig vita þegar hann færi frá Damaskus. í Beirut fékk ég leigubíl með bílstjóra, til að skoða nágrennið. Við ókum fram hjá Dar Ibrahim og ég freistaði þess að komast inn, sem gekk æði erfið- lega. Ungur maður, John Lethman, sem leit eftir frænku minni, lét til leiðazt að fá gömlu konuna til að tala við mig, en ég varð að vera þar um nóttina. Auk hans voru þrjár aðrar persónur þar, Halide, Nasir- ulla og dyravörður....... — Hún hefur ekki þurft á lækni að halda síðan hann fór. Hann hló. — En þér getið verið róleg, ég lít vel eftir henni, og lít líka eftir hús- haldinu, eins vel og það hefur nokkurn tíma verið gert. Það eru fimm húsagarðar hér, tveir trjá- garðar, þrjú tyrknesk baðhús, eitt bænahús, hesthús handa fimmtíu hestum og tólf úlföldum, fleiri kílómetrar af göngum, einn eða tveir leynigangar, en ég hefi ekki ennþá komið tölu á herbergin. Ég þyrfti eiginlega radar til að kom- ast frá íbúð furstans að kvennabúr- unum. Ég hló og benti á óhreinindin á gólfinu. — Hafið þér ekki þræla til að gera húsverkin? — Við erum aðeins fjögur; dyra- vörðurinn Jassmin, stúlka, sem heit- ir Halida og Nasirulla bróðir henn- ar, sem býr í þorpinu en kemur hingað daglega. Það er ekki mikið eftir af peningum hér. En þetta gengur sæmilega, gamla konan gerir ekki svo miklar kröfur nú orðið. En sá hluti hallarinnar sem hún býr í er í betra standi nú, en áður en ég kom. Þér þurfið ekki að hafa áhyggjur. — Ég hef ekki minnst á áhyggj- ur. Það hvarflar ekki að mér að ásaka yður um eitt eða neitt. Ég er því fegin að þér eruð hér og lít- ið eftir henni. Mig langar aðeins til að tala við hana í fimm mínút- ur, svo ég geti sagt fjölskyldunni hvernig henni líður. Það varð þögn. Við erum ennþá í sömu sporum, hugsaði ég. Hann ók sér vandræðalega. — En við höfum ströng fyrirmæli um að hleypa engum ókunnugum inn til hennar, og mér hefur skilizt að hún geri engar undantekningar, þótt fjölskyldan eigi ( hlut. — En viljið þér ekki láta hana ákveða það sjálfa? Veit hún að ég er hér. Hann tuldraði eitthvað, sem ég skildi ekki, svo ég tók það ráð að birsta mig, og sagðist ekki fara fet, fyrr en ég fengi að tala við frænku mína. — Ég skal sjá hvað ég get gert, sagði hann, — en það verður aldr- ei fyrr en í kvöld, svo þér verðið að dvelja hér í nótt. Mér fannst það óhugnanlegt, en þrjózkan kom upp í mér, — ég vildi ekki láta það eftir honum að fara við svo búið, en það var örugg- lega það sem hann ætlaðist til. Það varð úr að ég sagði Hamid að fara, og sækja mig aftur næsta morgun. Það var greinilegt að John Lethman átti ekki von á því að ég tæki þetta alvarlega, en hann reyndi að láta ekki bera á því, en sagði að ég yrði að bíða með að hitta frænku mína til kvölds. Hann kippti í klukkustreng. Eftir stund- arkorn kom stúlka inn, og mér datt strax í hug að'þetta væri Halide, enda kom það á daginn. Hún var Ijómandi lagleg, klædd fallegum gullnum búningi, pokabuxum og ísaumuðu vesti. Blæjunni hafði hún lyft aftur á hnakka, og horfði á mig, tortryggu, næstum fjandsam- legu augnaráði. Lethman sagði eitthvað við hana á arabisku og hún benti mér að fylgja sér. Mér var ómögulegt að átta mig á hvert hún fór með mig, gegnum ganga og allskonar ranghala, en að lokum vísaði Halide mér inn í sæmilega þokkalegt herbergi. Ég skildi lítið af því sem stúlkan sagði, en skildi þó að hún var að bjóða mér einhverja hressingu. Eg af- þakkaði annað en kaffi, og lét sem ég hefði engan áhuga á nærveru hennar, en þó var ég að velta því fyrir mér, hver staða stúlkunnar væri, og hversvegna hún sýndi mér augljósa andúð. Hún fór þá, og reigði frekjulega höfuðið. Ég var eiginlega hissa á að hún skyldi þora að koma þannig fram, og giskaði á það með sjálfri mér, að líklega væri vingott milli hennar og Lethmans. Ég fór að athuga umhverfið og komst helzt að þvf að þetta væri sá hluti hallarinnar þar sem kvenna- búrin höfðu verið áður. Það var ekki langt til kvölds, og ég beið þess, dálítið óróleg, að mér yrði vísað til Harriet frænku . . Loksins kom að því. Halida kom og fylgdi mér. Divan furstans var geysistórt herbergi, fullt af því sem ég hafði löngun til að kalla glæsilegt rusl. Marmaragólfið var þakið persneskum teppum, sem voru svo óhrein að varla var hægt að sjá gerð beirra; veggirnir voru skreyttir mosaik, og víða vegggróp- ir, sem eflaust voru ætlaðir fyrir lampa eða styttur, en voru nú full- ar af drasli, pappakössum, pappír, bókum og lyfjaglösum. Fjalir höfðu verið settar yfir gosbrunninn, svo hann var notaður sem borð. Skápur með ennþá fleiri glösum og pillu- dósum, var meðfram einum veggn- um. Þrjú þrep lágu upp á upphækk- un við enda salarins, þar sem hon- um var skipt í tvennt. Á pallinum var geysistórt rúm, skrautlega út- skorið, skreytt gullinni lágmynd, sem minnti á fugl ,og frá klóm hans héngu þung silkitjöld, báðum meg- in við höfðagaflinn, og þau huldu næstum veruna sem lá í rúminu, innan um einhver ósköp af tepp- um og ábreiðum. Ljós á olíulampa á borði við rúmið, var eina birtan, þarna inni, og þegar ég gekk að rúminu, féll skuggi minn, sem var eins og afturganga á undan mér, líka á óhugnanlegu veruna í rúminu. Þetta var sannarlega ógeðfellt. Eins og ég hefi áður sagt, hafði ég ekki séð frænku mína, síðan ég var sjö ára, en ég mundi eftir því að hún var hávaxin kona með grá- sprengt hár og mjög dökk augu og ákveðinn svip. Þrátt fyrir það að mér fannst ég kannast við hið sér- kennilega nef hennar og augun, var ekkert sem minnti mig á hana, ég hefði ekki þekkt hana aftur. Ef ég hefði ekki vitað hver hún var, þá hefði ég haldið að mann- eskjan í rúminu væri gamall, furðu- legur karlmaður, af austurlenzkum uppruna. Hún var klædd einskonar náttkjól, utan yfir honum var hún í rauðum silkijakka með gullísaumi, og þar yfir hafði hún brugðið sjali. Húðin var gul, varirnar þunnar og blóðlausar, en dökk augun voru greinilega mörkuð af dökkum augnabrúnum, sem sannarlega báru ekki nokkurn vott um elli. Hún hafði líka makað allt andlitið í farða. Á höfðinu hafði hún túrban, sem hallaðis út á hlið, og ég sá ekki betur en hún væri bersköllótt undir honum. En svo sá ég að hún hafði rakað höfuðið. Það mátti segja að hún væri ekki sérlega aðlaðandi. En það var eitt, sem ég hefði alltaf þekkt hana á; hringnum á vinstri hendi. Ég man hve heilluð við Charles vorum, þegar foreldrar okkar töluðu um þetta djásn. Rúbín- 20 VIKAN 3-tbI'

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.