Vikan


Vikan - 15.01.1970, Side 30

Vikan - 15.01.1970, Side 30
Árið 1943 urðu þýzk skip við Helgelandsströnd í Noregi fyrir árásum margra flugvéla frá brezku flugvélamóðurskipi Fimmtíu þúsund tonnum var sökkt á tæpum tveim klukkustundum. Eitt áætlunarskip, Hurtigruten að nafni, var hið eina, sem eftir var ofansjávar á svæðinu eftir árásina. Þessu afreki samveldanna var veitt mikið rúm í brezkum blöðum um þetta leyti. En ástæðan til þess, að árás þessi heppnaðist var nákvæmt starf, sem unnið var af norsku sammstarfs- mönnum á Oneyju og Renga. Þessi grein segir frá því. EINN GEGN ÞÚSUND John lá grafkyrr í gilinu, sem skýldi honum að nokkru leyti. Hann heyrði æstar raddir neðan frá gilbotninum, um 70 metra fyrir neðan hann, þegar Þjóð- verjarnir komu auga á hellinn með vopnunum og senditækjun- um. Og í sömu andrá heyrði hann öskur og skipanir, sennilega þeg- ar þeir fundu aðstoðarmann hans, Hilmar, sem hafði grúft sig nið- ur í einiviðarkjarrið. John hafði klifrað upp hlíðina, þegar Þjóðverjarnir þustu niður í gilið, og nú lá hann fáeina metra frá brúninni. Það brakaði í lynginu, þegar þýzk hermanna- stígvél þrömmuðu framhjá hon- um . . . en þeir höfðu enn ekki komið auga á hann. Þetta var þriðja sendisveitin, sem Þjóð- verjarnir sendu af stað til að rannsaka umhverfið eftir að þýzki herlögregluþjónninn í þess- um andstvggilega olífugræn? búningi hafði farið framhjá hon- um í aðeins IV2 metra fjariægð. Þá kom sjóliðinn. Það glamp- aði á Schmeisser-vélbyssuna hans, og gylltu gotnesku bókstaf- irnir í orðinu „Kriegsmarine“ glóðu á húfunni hans. Eitt æs- andi andartak hélt John, að sjó- liðinn ætlaði að halda áfram, en þá var eins og hann stirðnaði upp og hann sperrti upp augun. John miðaði Luger-byssunni sinni á hann og hleypti af. .. . Skotið misheppnaðist. Hann skaut án afláts á Þjóðverjann, sem að lokum tókst að komast í skjól á bak við stein. Lugerinn var orðinn tómur, hann kastaði honum frá sér og greip Salong- riffilinn. Hann hafði skilið Sten-byssuna eftir í hellinum, honum féll ekki við þess konar vopn. En honum hafði tekizt að grípa með sér einn 9 mm Luger, eina Webley- skammbyssu, kal. 38, þennan Salong-riffil með magasíni og einnig Long-riffil. Bretar voru í vandræðum með vopn á þessum tíma og urðu fyrst af öllu að hugsa um þær deildir sínar, sem áttu í orrustum. Sjóliðinn skaut með vélbýss- unni, og nokkur af skotunum komu ískyggilega nærri. John svaraði í sömu mynt, Salong- riffillinn var með „diopter“-kíki og hann var svo lengi að miða samanborið við það að andstæð- ingur hans notaði vélbyssu á 20 metra færi. Skotin frá vélbyss- unni flugu það nálægt höfði Johns að hann hljóp ósjálfrátt í skjól. En hann varð að fá þessu lokið. Hann gaf sér tíma til að miða nákvæmlega, og þegar hann hafði hleypt af, heyrði hann öskur andstæðingsins. Hann fékk þó senda frá honum eina kúlnahríð í viðbót, svo að John bjóst við að öskrið hefði verið stríðsöskur. Nú heyrði hann rödd fyrir of- an sig, sem kallaði: Marine! Mar- ine! Nú var John ekki til set- unnar boðið, hann gaf sér ekki tíma til að gefa andstæðingi sín- um nánari gætur, heldur hljóp af stað. En þá kom hann auga á herlögreglu bak við stein fáeina metra frá sér. Þýzki herlögreglu- maðurinn, sem hafði nú einnig komið auga á John, öskraði: Schiesse nicht! Schiesse nicht! (Skjóttu ekki). Samtímis sendi hann John langa kúlnahríð úr skammbyssunni sinni. John hafði ekki haft neitt persónulega á John Kristoffersen virðir fyrir sér landslat'ið, þar sem hann komst undan hvínandi kúlnahríð Þjéðverja hinn eftirminnilcga maídag árið 1944. Sund- ið, sem hann óð yfir, sést ofarlega á myndinni. móti sjóliðanum, sem hann hafði skipzt á skotum við. En þessi andstyggilegi græni einkennis- búningur og hugleysisleg fram- koma sjóliðans hleyptu illu blóði í hann. Möguleikarnir til að kom- ast undan voru sáralitlir, en þrátt fyrir það gat John ekki komizt hjá því að sjá hið skop- lega í þessum ’eik. Þeir voru al- veg eins og fveir krakkar að vega salt. í hvert skipti sem John hlóð byssuna, stóð upp og skaut, hvarf Þjóðverjinn skyndi- lega, en rétt aðeins til að birtast aftur með eldspúandi vélbyssu. Og þá var það John, sem beygði sig niður og dróg sig í hlé. Hann var nú orðinn skotfæra- laus, kastaði tómum rifflinum til Þjóðverjans, þreif skammbyss- una upp og bjóst til að skjóta. Fyrsta skotið mistókst.... en hið næsta hitti herlögreglumanninn í kjálkann. Hann öskraði átakan- 30 VIKAN 3- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.