Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 4
r 9 ■1
3IÐAÍ iÍÐAS'
Sannleikurinn er sagnafár, en
lygin langorð.
íslenzkur málsháttur.
# fólk í fréttunum
Elizabeth Taylor er af mörgum talin feg-
ursta kona heims eins og kunnugt er og
veit það svo sannarlega sjálf. Eitt sinn
fékk hún næstum taugaáfall, þegar sagt
var við hana, að nú væri hún ekki lengur
fegursta kona heims, heldur yrði að láta
sér nægja að skipa annað sætið á listan-
um. Ef til vill hefur áfallið verið ennþá
þyngra fyrir leikkonuna, þar sem það var
ljósmyndarinn hennar, Sam Shaw að
nafni, sem sagði þetta við hana.
■—- Nú, sagði hún, þegar hún hafði náð
sér að mestu. — Og hver er hún þá, þessi,
sem þú telur vera fallegri en ég er?
— Dótturdóttir mín, svaraði ljósmyndarinn brosandi. — En þú
getur huggað þig við, að hún er ekki nema fjögurra vikna gömul enn.
—O—
Eitt sinn var hertoginn af Edinborg boð-
inn að vera viðstaddur á þingi arkitekta
sem heiðursgestur. Á þessu þingi spurði
hann einn af þessum mönnum.
— Og hvað byggið þið svona yfirleitt
núna?
Arkitektinn svaraði, að hann væri um
þessar mundir önnum kafinn við að
byggja stórhýsi í Viktoríustræti, sem ekki
er ýkja langt frá Buckingham-höllinni.
— Nújá, svaraði hertoginn, —- svo að
það eruð þér sem truflið sjónvarpið mitt.
í hvert skipti sem ég ætla að horfa á
krikett-kappleik, sé ég alltaf leikmennina tvöfalda.
Þótt undarlegt megi virðast hafði hertoginn af einhverri eðlisávís-
un hitt naglann á höfuðið. Þegar arkitektinn rannsakaði málið, kom
í ljós, að það var rafmagnskrani á þessu svæði, sem truflununum
olli, og arkitektinn var ekki lengi að láta einangra kranann, svo að
hið konunglega sjónvarp kæmist aftur í lag.
—O—
Á afmælisdegi sínum tók Jóhannes páfi
XXIII eitt sinn á móti tilboði um nýja
páfakórónu. Tilboð þetta kom frá fæðing-
arþorpi hans, Belgamo. Með tilboðinu
fylgdi uppkast af kórónunni. Var það
mjög skrautlegt og kórónan skreytt með-
al annars með vínviðarlaufi og vínþrúg-
um. En hans heilagleiki hristi bara höfuð-
ið og brosti góðlátlega, og hafnaði þannig
hinu góða boði.
—- Þessi kóróna, sagði hann, — hún er
alltof fögur og áberandi fyrir hlédrægan
mann og gamlan eins og mig. Og auk þess
munu öll þessi vínviðarlauf og vínþrúgurnar gera það að verkum, að
ég líkist ekki yfirmanni kristinnar kirkju, heldur hinum gamla róm-
verska guði, Bakkusi.
—O—
Janio Quadros, forseti Brasilíu, skipaði eitt sinn öllum starfsmönn-
um hins opinbera að klæðast sérstökum búningi. Voru þetta stein-
gráar buxur og stuttermaskyrta í sama lit. Tilskipan þessi var gefin
út vegna þess, að starfsmenn ríkisins þóttu helzt til latir og kæru-
lausir um starf sitt. í stað þess að vinna var algengt að þeir gengju
úti sér til skemmtunar eða sætu á bjórkrám svolgrandi bjór. Nú
getur forsetinn hins vegar eða hver sem er fylgzt með athæfi þeirra.
4 VIKAN 9 tbl
BURT MEÐ NAFN
ÞEIRRAR
FYRRVERANDI
Englendingur sá er kvað vera
mest tattóveraður þar í landi
heitir Pat Hylton og er tuttugu
og þriggja ára. Hann var eitt sinn
með stúlku sem heitir Sadie og
lét flúra nafn hennar á bringu
sér innanum heilmikið annað
pírumpár, rósir og turtildúfur.
En nú heitir kærastan hans Val-
erie, og hún hefur engan smekk
fyrir því að hann sé að spranga
um með nafn fyrri vinkonunnar
á sér berum. Hún hefur sett Pat
úrslitakosti: annaðhvort flærðu
á þér bringuna eða ég segi þér
upp. ☆
• korn
• í einum litlum bæ í Frakk-
landi er veitingahús, sem heitir
krossgátuhúsið. Skýringin á
nafninu er ofur einföld: Gest-
irnir koma lóðréttir inn, en eru
bornir láréttir út!
• Þekktur danskur söngvari er
fyrir nokkru kominn í hvítlauks-
megrunarkúr. Á fjórtán dögum
hefur hann misst 4 kíló — og 40
vini.
• Forstjórinn hefur sjaldan
áhuga á einkalífi starfsmanns
síns — fyrr en hann hleypur á
brott með kassann.
STUTT
OG
LAG-
GOTT
Piparsveinn er sá maður,
sem heldur vill geyma
hugsunina um tíu konur í
höfðinu, en hafa eina yfir
höfði sér.
• Hinn iðni kennari hafði ný-
lega sagt strákunum söguna um
lambið, sem hafði farið út úr
hópnum og varð úlfinum að bráð
þess vegna.
— Þarna sjáið þið, strákar.
Hefði lambið verið þægt og aldr-
ei hlaupið burt frá móður sinni,
þá hefði úlfurinn aldrei étið það.
— Nei, þá hefðum við bara
fengið Iambasteik að haustinu,
greip einn drengjanna fram í.
• Sacha Guitry páraði eitt sinn
þessa athugasemd í vasabók sína:
— Löstur á manni er hræðileg-
ur. En hafi menn nógu marga
lesti, þá eta þeir hvem annan
upp.