Vikan


Vikan - 26.02.1970, Qupperneq 6

Vikan - 26.02.1970, Qupperneq 6
r r~----------------------\ GEFJUNARGARN Tízkan í dag ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ Táningaraus Kæri Póstur! Mig langar til að segja í stuttu máli álit mitt á aðstöðu unglinga hér á landi annars vegar og á Norðurlöndunum og í Englandi hins vegar. f hinum síðarnefndu löndum er meira gert fyrir ung- lingana en hér á landi. Þar eru margar útvarpsstöðvar, sem flytja eingöngu létt lög, svokall- aða popmúsik, og aðrar sem hafa sérstaka þætti fyrir unglinga. — Hér á íslandi er hins vegar nán- ast enginn þáttur, sem hlustandi er á. í þættinum Á nótum æsk- unnar á að kynna ný lög, en þau eru því miður oftast orðin svo gömul, að þau eru fyrir löngu farin af vinsældalistunum ytra, þegar þau berast loksins hingað, ef þau berast þá nokkurn tíma. Þátturinn Lög unga fólksins ber þess ljósan vott, að kynningu á nýjum plötum er þar ábótavant. En Óskalög sjúklinga slá þó öll met hvað lélegheit snertir. Þar eru nánast sömu lögin leikin þátt eftir þátt og lagið Lóan er komin spilað jafnt sumar sem vetur og ekki að sjá, að neitt lát verði á því. Sjónvarpið er í einu orði sagt hræðilegt. Ekkert af efni þess er beinlínis ætlað ungling- um. Monkees-þættirnir eru það versta efni, sem sjónvarpið hef- ur upp á að bjóða og svo vitlaus- ir, að oft keyrir úr hófi fram. Má láta þess getið um leið, að hægt er að fá leigða þætti frá Englandi, svo sem Top og the Pops og fleiri þætti sem eru mjög vinsælir og ætti að sýna reglulega í sjónvarpinu okkar. Einnig hafa Rolling Stones ný- lega komið í sjónvarpið í Eng- landi í þættinum Frost on Sun- day og annar sérstakur þáttur með Rolling Stones, sem hlaut góða dóma. Þetta bréf er skrifað rétt eftir að sjónvarpið sýndi mynd af tán- ingum í Noregi. Ef við berum okkur saman við það sem þar var sýnt, kemur í ljós, hversu hræði- legu lífi við lifum hér. —- Hinn frjálslegi klæðnaður tíðkast alls staðar í heiminum nema hér. ís- lendingar eru svo snobbaðir í framkomu, að við liggur, að kon- ur hér á landi geti varla farið út í búð, án þess að fara í lagningu fyrst. Ég hef nú drepið á nokkur atriði, en eitt er þó eftir enn. Það er skemmtanaaðstaða imglinga. Vissir aldursflokkar eru hreint og beint útilokaðir frá skemmt- unum og staðir í líkingu við Marquee í Englandi fyrirfinnast hér hvergi. Og íslenzkar hljóm- sveitir leggja meira upp úr há- vaða en góðum flutningi. Nei, íslendingar eru ekki hrifn- ir af nýjungum. Fyrir nokkru fóru tvær stelpur á skólaball og þeim var ekki hleypt inn af því að þær voru í víðum buxum, sem kennurunum leizt ekki á. — Og einnig eru bannaðir svokallaðir vangadansar. Svo virðist sem meira sé lagt upp úr klæðnaði en að fólk fái að skemmta sér vel. Og enn streitist landinn á móti bjórnum, þó að allir viti, að hann kemur hingað fyrr eða síðar. Þá læt ég þessu rausi lokið og vona að einhverjir taki tillit til orða minna, því að ég er ekki sá eini, sem hef yfir þessum hlutum að kvarta. Ég vona að þetta bréf verði birt og þakka þér að lokum fyrir öll þín ráð og gott lestrarefni. Ó. H. Bréf Ó. H. er gríðarlangt og eru aðeins birtar nokkrar glefsur úr því hér að framan. — Hann er sannarlega „reiður, ungur mað- ur“, en ætli hann sé ekki full- neikvæður og nöldursamur af svo ungum manni að vera? Ef til vill eru engin takmörk fyrir þvi, hve mikið er hægt að gera fyrir unga fólkið, en það er sann- arlega mikið fyrir það gert hér á landi og meira en nokkum tíma fyrr. Pósturinn er ekki dómbær á það, hvort lögin í unglingaþáttum útvari>sins eru ný eða gömul, en það er alrangt, að ekkert af efni sjónvarpsins sé ætlað unglingum. Sjónvarpið hefur einmitt gert táningunum hátt undir höfði. Bítlahljómsveit- ir hafa verið kynntar á skermin- um í rikum mæli. Hins vegar er- um við sammála bréfritara um Monkees-þættina. Ó. H. er ber- sýnilega forframaður í Englandi og þykir lítið koma til flestra hluta hér uppi á skerinu okkar. Hann um það. Við þökkum hon- um engu síður fyrir bréfið. Það er alltaf gaman að heyra álit fólks, hvort sem maður er sam- mála því eða ekki. Afbrýðisemi Kæri Póstur! Ég skrifa þér nú eins og marg- ir aðrir lesendur þínir til þess að biðja þig að gefa mér góð ráð í vandræðum mínum. Svo er mál með vexti, að ég er hálftrúlofuð 19 ára gömlum strák, sem ég er mjög hrifin af. En versti galli hans er sá, að hann er alveg ofsalega afbrýði- C VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.