Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 18
EFTiR MARV STEWARI Hringur soitíánsins Hversvegna var henni svo umhugaS um að ég borSaSi súpuna? Hún hafði þá . . . . - Hvað hafið þér sett í hana? spurði ég. NÍUNDI HLUTI Mér varð smám saman Ijóst hvað hann var að segja. — Hér? Er Charles hér? Hann getur alls ekki verið hér, þér eruð að Ijúga. Ég veit að þér Ijúgið. Hann skrifaði mér bréf, áður en hann fór frá Beirut. Hann fór til Damaskus, til að hitta föður Bens. . . Og við sáum hann á. veginum. . . . — Hann skrifaði raunar bréf, hann átti meira að segja sjálfur uppástunguna. Svo að við gætum verið vissir um að þér reynduð ekki að koma til Dar Ibrahim aftur, og væruð ekki að leita að honum. Annars hefðum við ekki getað látið yður fara frá hótelinu um morgun- inn. — Hvers vegna gerður þér þetta? — Það var bílstjórinn yðar og hótelið. Frændi yðar benti okkur á að það væri betra að sleppa yður, heldur en að eiga það á hættu að leit að yður yrði hafin. Svo benti hann okkur líka á að þér væruð viss um að hafa séð frænku yðar, svo þér mynduð geta þess, að þér hefðuð hitt hana, og það yrði til þess að engan grunaði að hún væri látin. — Svo það var aðeins til að halda mér í burtu héðan að hann skrifaði þetta bréf. —• Einmitt! Ég þagði. Samtalið virtist ekki snúast lengur um mig. Hann hélt áfram að tala, en ég skynjaði það óljóst: Jahn Lethman-,,Englendingur- inn", sem geitahirðirinn litli hafði séð aðeins í fjarlægð, — hafði ekið hvíta bílnum til Beirut um morgun- inn, falið hann í hliðargötu, leitað uppi náunga. sem virtist heita Yus- uf og fengið honum bréfið, sem hann svo kom til hótelsins. — En þér gátuð ekki setið á yð- ur, þér hringduð meira að segja til Englands, og það sem okkar maður heyrði af samtali yðar við Dama- skus, kom ckkur á þá skoðun að bezt væri að gera 'yður skaðlausa. 18 VTKAN 9-tbl- — Arabinn t símaklefanum. En ég sagði þetta við sjálfa mig, ekki við hann. — Já, vissulega. Við ákváðum að ná yður hinum megin við landamær- in, og láta yður svo hverfa. Við ætl- uðum að elta uppi bíl yðar, ná yður úr honum, taka peninga yðar og skilríki og eyðileggja bílinn. . . Yusuf tók Porchinn, ók honum yfir landamærin og beið. Það var auð- vitað tálbeita. — Hamid. ó, hafið þér látið granda Hamid? — Það verður ekki gert ef hann er skynsamur. Það eru flestir Arab- ar, ef þeir eygja einhver laun. Hann hló. — Þegar ég sá að þér voruð stönzuð við landamærin, hélt ég að nú væri búið spil, en það bjargað- ist. Þér sáuð mig ekki, en ég var þar og sá hvað skeði. Bílstjórinn minn fór inn í tollskýlið og hlust- aði á það sem fram fór, svo ég lét hann aka yfir mörkin og segja Yus- uf að halda í suður. Ég var svo heppinn að þér höfðuð líka séð bíl- inn, og senduð bílstjóra yðar til að elta hann uppi. Síðan gekk allt eins og í sögu. Þér sögðuð svo allir heyrðu að þér ætluðuð til Adonis- hótelsins í Baalbek, taka leigubíl þar til að aka vður til Beirut, svo ég fór þangað á undan yður og beið. — Hvað hafið þér gert við Char- les? — Ég er búinn að segja yður það. Hann er lokaður inni í klefa. Nú var hann hættur að hlæja. — Hafið þér farið illa með hann? — Það voru svolitlar róstur ( gær. — Reynduð þér að slá Charles niður? Þá var ekki að undra þótt Lethman hafi litið svolítið skugga- lega út. Og yður, vesalings frænku minni, var hahn vondur við frænku líka? Nú var hann svo sannarlega hætt- ur -að hlæja, hættur fyrir alvöru. Hann var sótrauður í framan og æðarnar í gagnaugunum þrútnar. Hann náði aldrei taki á mér, ég var vopnaður. Ég viðurkenni að John er ekki mikill bógur, enda neytir hann eiturlyfja. — Eiturlyfja? Hann var nú kominn langt frá mér. Ég laut fram og reyndi að sjá hvert hann hafði farið. Ég hafði það á tilfinningunni að ég ætti að vera mjög áhyggjufull vegna Charlesar, og hrædd um mitt eigið líf. En ég gat ekki einbeitt huganum. Það var allt í þoku í kringum mig, og mér fannst ég svífa einhvers staðar í loftinu. — Einmitt eiturlyf, heimski, litli skratti, sagði hann hæðnislega. — Eiturlyf! Það liggur indverskur hampur fyrir fleiri milljónir hérna niðri í kjallaranum, og þetta verður sótt í kvöld, og álíka magn er að verða þroskað á ökrunum við Lak- louk. Ef frækna yðar hefði ekki tekið upp á því að hrökkva upp af, þá hefði ég getað beðið þess í ró- legheitum að sjá fyrir endann á uppskerunni. Hann andaði djúpt. — Og það er ekki eingöngu hampur, það er ræktað opium í Tyrklandi og Iran, vitið þér það ekki? Það eru efni sem segja sex! Opium, morfín, heroin — og ég hef sambönd yfir Sýrland, sem aldrei hafa brugðizt, þetta gengur eins og í sögu. Það eina sem vantar er svolítill tíma- frestur og það næði, sem við höf- um hér á Dar Ibrahim . . Ég hafði hugsað mér að slökkva í sígarettunni í öskubakkanum, en hann var of langt í burtu, ég náði ekki svo’ langt. Stubburinn rann milli fingranna niður á gólfið, og ég gerði ekki tilraun til að taka hann upp. — horfði á hönd mína og fannst hún vera einhvers staðar víðsfjarri, og alls ekki eins og hún væri viðloðandi líkama minn. — Og það næði höfðum við, áð- ur en þér fóruð að flækjast hing- að. Herbergið við hliðina á klefan- um sem þér voruð læst inni í, er tilraunastofa Við höfum unnið eins og skepnur, síðan síðasta uppskera kom hingað. Úlfaldalestin kemur yf- ir landamærin í nótt Rödd hans dó út, og ég heyrði hann hlæja djöfullega. — Eruð þér ennþá syfjuð og máttlaus? Þér fenguð marijuana í bílnum, og nú eruð þér búnar að, revkia þrjár í viðbót. Ég set vður í kompuna, svo þér getið sofið úr yður vímuna, þangað til í fyrramál- ið. Ég heðfi fegin viljað beita athygli minni, og það var nauðsynlegt að gera það. En allt var eins og í þoku, óljósar myndir fyrir augum mínum, Ijósrákir og skuqqar. Áhvggjufullt andlitið á John Lethman, djúpt liggj- andi, qrá auaun. Arabastúlkan. — Hampræktunin, — hundar á hlaup- um á triástofni. Brúsarnir í kjallar- anum. Ég var einhvern veginn utan við þetta allt saman, hátt fyrir of- an, svífandi eins og engill, eins og útskornu englarnir bak við köng- ulóarvefinn í loftinu, föl andlit, fár- ánlega brosandi. Það var eins og ég sæi sjálfa mig, — aðra stúlku. Ég gat ekkert gert til að bjarga henni, þótt hún væri í bráðri hættu, og hafði engan áhuga á því. Stúlk- an var ekki einu sinni hræðsluleg á svipinn Ekki einu sinni þegar John Leth- man kom hljóðlega inn í herbergið og spurði Henry Grafton: — Er hún sofandi? — Þrjár sígarettur. Hún steinsef- ur. En pilturinn? — Það er slokknað á honum líká. Hann er til friðs. Henry Grafton hló. ' í — Sem sagt allt í lagi. Við ætt- um þá að hafa frið til að Ijúka við þetta. Og þú, minn kæri vinur, þú ættir að halóa þér í skefjum, þú ert nú þegar búinn að fá nóg, það sést á þér. Nú færð þú ekki meira fyrr en við komum til Beirut. Heyrirðu til mín? Ágætt. Berðu hana þá nið- ur. Yngri maðurinn laut yfir stólinn. Stúlkan hreyfði höfuðið, eins og í draumi, glotti bjálfalega og hló. Það var eins og hún væri að reyna að segja eitthvað, en gafst upp. Höfuð- ið dinglaði til. — Ég verf að segja að ég kann betur við hana í þessu ástandi, sagði John Lethman. — Hún er eiginlega of lagleg fyr- ir þennan munnsöfnuð sem hún til- einkar sér. Drottinn minn, þvílík fjölskylda. Hún minnir mig á kerl- inguna, þegar hún var sem allra verst. En hún getur sjálfri sér um kennt. Þú neyðist til að bera hana. Lethman beygði sig yfir stólinn. Þegar hann hreyfði við mér, hefur marijuanavímunni eitthvað létt. — Takk fyrir, ég get gengið sjálf, gat ég stunið upp, að því að mér sjálfri virtist með miklum virðug- leik. — Það getið þér ekki, sagði hann óþolinmóður. — Ég geri yður ekk- ert illt. Þér skuluð ekki vera hrædd! — Við yður, sagði ég. — Nei, þér megið ekki koma mér til að hlæja. Hann beit á vörina, rykkti mér upp úr stólnum og slengdi mér á bakið. Ég verð að kannast við að ég eyðilagði þessa hetjulegu athöfn hans, með því að hlæja eins og fífl alla leiðina að fangaklefa mín- um. Það var mörgum klukkutímum síðar. Ég lei+ á úrið, og ég sá að klukkan var ellefu. Tíminn hafði liðið í draumi, en nú hafði ég fast undir fótum, allt of fast. Ég sat á fletinu í klefanum og hélt höndun- um um höfuðið. Ég var ekki leng- ur máttlaus og sljó, en höfuðverk- urinn var næstum óbærilegur. Skiln- ingavitin fimm voru greinilega kom- in í samband, því að ég var skelf- inu lostin, og horfðist f augu við það. í þetta sinn höfðu þau látið loga hjá mér Ijós Þríálmaður lampi var á veggnum. Ég reyndi að stíga í fæturna. Ég fann fyrir gólfinu, og það var alltaf framför Ég sat kyrr á fletinu og horfði í kringum mig í daufri birtunni Herbergið var stærra en ég hafði á'litið í fyrstu, vlrtist ná langt inn í rökkrið. Bak við draslið, sem ég

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.