Vikan - 26.02.1970, Page 25
SHADY ÁFRAM TIL TRÚBRYTIS: Það er nú lýönum kunnara en frá þurfi að segja, að Shady Owens er hætt við að hætta að syngja með Trúbroti — að minnsta
kosti í bili. Segist hún hafa farið að hugsa málið betur, og þá komizt að því að þetta væri reginvitleysa. — Verður hún því áfram með hljóm-
sveitinni og syngur sína þrælablúsa, þann tíma sem hljómsveitin er samningsbundin og jafnvel áfram. Biðjumst við því hér með afsökunar á því að hafa
lýst því yfir um daginn að hún væri hætt, en því er að kenna hægum „prósess“ í vinnslu blaðsins.
TJÁB MEB TÁIIM: LfSA
Það kemur alltaf fyrir öðru hvoru að framtakssamir ungir menn taka
sig til og halda popphátíðir og hljómleika. Á um það bil hálfu ári hafa
verið haldnar þrjár slíkar hátíðir hér í Reykjavík, og er þar með senni-
lega upptalið allt stórpopplíf á þessu feðranna fróni. Fyrst var haldin
popp-festival í Klúbbnum, og var það nokkuð sæmilegt, en skipulagn-
ing var léleg. Var þar boðið upp á allt það bezta sem til er hér á landi
á þessu sviði, og tónlistarleg gæði festivalsins nokkuð mikil. Síðan kom
popp-hátíðin í Laugardalshöllinni í september, og allir vita hvílíkt regin-
hneyksli sú útgerð var þó hátíðin sjálf hafi farið mjög vel fram.
Ég er allsendis ófeiminn við að segja að það var algjörlega hljóð-
færaleikurunum sjálfum að þakka að Laugardalshöllin stendur ennþá,
og þar sýndu þeir rækilega að popp,,kallarnir" á íslandi eru ekki hugs-
unarlaus lýður — eins og sumir hafa látið sér um munn fara
Síðasta framtakið á popphátíðarsviðinu var framkvæmt 3. febrúar síðast-
liðinn í Glaumbæ. Var þar SA/\A-klúbburinn að verki, en sá klúbbur mun
vera nokkurskonar annað veldi ritstjóra unglingablaðsins SAMúELs, sem
út kom í sumar.
En sú hátíð var einnig heldur misheppnuð. Var það aðallega að kenna
frámunalega lélegum hljómsveitum, og heldur slæmri skipulagningu
Eina hljómsveitin sem gerði góða hluti á þessum SAM-festival, var sam-
steypan úr Tárinu og Tjáningu, sem hlotið hefur nafnið Lísa, enda var
beðið eftir hljómsveitinni af hvað mestri eftirvæntingu.
Lísa er nokkuð merkileg samsteypa; meðal annars fyrir það að hún
er stærsta popphljómsveit á íslandi — hana skipa hvorki meira né minna
en sjö menn, allt prýðisgóðir hljóðfæraleikarar. Þá er hljóðfæraskipan
nokkuð önnur en við höfum átt að venjast, en hún er: gítar (Þorgils
Baldursson), bassi (Páll Eyvindsson), orgel (Ólafur Torfason), trompet
(Sven Arve), saxófónn (Sigþór Hermannsson), trommur (Sigurður Karlsson
úr Pónik), og söngvari, sem er Benedikt Torfason.
Það sem einna helzt skemmdi fyrir Lísu í Glaumbæ var illa stillt söng-
kerfi og fullmikill hávaði. En haldi hljómsveitin áfram að æfa er hún
þess virði að henni sé veitt athygli.
Ég talaði um slæma skipulagningu, og þar á ég við að vera að láta
listamenn eins og Gaston og Patrice troða upp á svona stöðum, þar sem
fyrirfram er vitað að lítið er á þá hlustað og skvaldur er mikið. Meiri-
hlutinn af því efni sem þeir félagar fluttu fór fyrir ofan garð og neðan
hjá gestum, og það sama má segja um Fiðrildi, það stórskemmtilega tríó.
Einnig er það nokkuð hæpin tilhögun að halda svona samkomur, þar
Framhald á bls. 40.
LÍSA: Benedikt Torfason, Svcn Arve Hovland, Sigþór Hermannsson, Sigurður
Karlsson, Páll Eyvindsson. Ólafur Torfason og Þorgils Baldursson.
9. tÞi. VIKAN 25