Vikan - 26.02.1970, Side 34
PLASTBREFABINDIN
sem seldust upp um daginn, eru nú aftur í framleiðslu
Stærðir:
38,5x29
36x37,5
32x27,5
23x27,5
23x22
17x27,5
Þeir, sem kaupa einu
sinni, kaupa aftur. —
Og alltaf bætast nýir
kaupendur í hópinn. ..
GóSfúslega
pantið tímanlega
MÚLALUNDUR
Öryrkjavinnustofur S.Í.B.S. — Ármúla 16 — Símar: 38400 — 38401 — 38450
Með stráhatt
í biðilsbuxum
Framhald af bls. 15
Tuffy leit á Nancy til að sjá
hvað hún hefðist að, en hann leit
ekki framan í hana því hann gat
ekki slitið augun frá hvítu sokka-
böndunum á lærum hennar. Nú
strauk hún kjólfaldinn aftur nið-
ur fyrir hnén, en um leið og hún
hallaði sér aftur á bak hljóp
hann upp fyrir hnén á ný og
lærin fýrir ofan sokkfitjarnar
komu í ljós.
„Ætlaðir þú ekki að tefja
hérna?“ spurði Berry.
„Ég veit ekki hvort ég geri það
í þetta sinn,“ svaraði Tuffy. „Ég
ók bara hérna fram hjá og datt
þá í hug að líta inn.“
Clyde kastaði bita af melónu-
hýði í tré úti í garðinum.
„Það er langt síðan ég hef séð
þig svona upp á færðann," sagði
Berry. ,Ef ég man rétt var það
síðast við skírnina í kirkjunni
fyrir mánuði síðan. Var það ekki
þá, sem þú varst svona glerfínn?"
Nency hló og faldi andlitið bak
við öxlina á systur sinni. Tuffy
sótroðnaði í framan.
„Þá var ég ekki með þennan
nýja hatt,“ sagði hann.
„Ekki það,“ sagði Berry. „Það
34 VIKAN 9-tbl-
mun rétt vera. En þessi hattur
hæfir þér svo vel að ég gleymdi
honum alveg. En varstu þá í þess-
um frakka?"
Tuffy kinkaði kolli samþykkj-
andi og boraði sem ákafast með
tánni niður í jörðina.
„Bara að þú hefðir komið ofur-
lítið fyrr,“ sagði Berry. „Nú er
um seinan að ná í góðan bita úr
melónunni. Leifarnar eru varla
manni bjóðandi. En ef þú ert ekki
mjög kræsinn getur þú kannske
gert þér þær að góðu og bjargað
þér sjálfur."
Annar strákurinn sparkaði
melónubita niður í garðinn, hann
féll á jörðina rétt við tærnar á
Tuffy. Hann leit á bitann, sem
var allur ataður sandi.
„Hvert ert þú að fara?“ kall-
aði Henry.
„Ekkert sérstakt," svaraði
Tuffy.
„Hvernig væri að við brigðum
okkur spölkorn saman?“ sagði
Henry og drap titlinga. Það er
ýmislegt um að vera á sunnu-
dagskvöldum yfir í Hardapan."
Tuffy stalst til að líta sem
snöggvast á Nancy. Einkennilega
óræður svipur hennar olli hon-
um óþægindum. Sokkaböndin
voru enn sýnileg, þegar hún
ruggaði sér í stólnum. Ennþá
hvarflaði Tuffy augum til jarð-
ar.
„Ég held það geti ekki orðið
núna,“ svaraði hann Henry og
roðnaði enn meir en áður.
Ungu stúlkurnar fóru að hvísl-
ast á. Öðru hverju stalst Nancy
til að líta á Tuffy.
Tuffy tók ofan hattinn og veif-
aði honum framan við andlitið
til að kæla vanga sína.
„Það fer að verða kominn tími
til að hugsa fyrir refaveiðunum,
er ekki svo, Tuffy?“ sagði Berry.
„Það er farið að kula dálítið um
lágnættið. Og ekki skaðar að
fara að hreyfa hundana, hita þá
svolítið upp Þeir hafa nú legið
í leti í allt sumar. Ég hef verið
að hugsa um það síðustu dagana
að fara á kreik með þá einhverja
nóttina og lofa þeim að hlaupa
dálitla skorpu."
Tuffy kinkaði kolli, en þagði.
„Mér hefur dottið í hug að
kaupa eitt par af veiðihundum
til viðbótar." sagði Berry. „Surt-
ur er eilítið haltur síðan í fyrra-
sumar og Elsie er hvolpafull. Ég
held það væri ekki svo vitlaust
að kaupa, ef ég fengi eitthvað,
sem mér hæfði?“
Tuffy leit ennþá einu sinni á
Nancy, og var kominn á flug-
stig með að segja eitthvað, en úr
því varð ekki annað en að hann
kyngdi munnvatni sinu. Tillit
hans var svo örvæntingarfullt, að
Nancy strauk kjólinn ákveðið
niður fyrir hnén og hélt honum
þar kyrrum. Tuffy fannst líkast
því sem húð hans væri stungin
óteljandi þyrnum innan undir
fína frakkanum.
Clyde dinglaði fótunum fram
af veröndinni og horfði á Tuffy.
Líðan Tuffy var óbærilegri með
hverju augnabliki, sem leið.
Hann var nú búinn að standa
þarna fullan hálftíma í sól-
sterkjunni og fann að hann var
að verða óstyrkur á fótunum.
„Ég dáist að nýja stráhattin-
um þínum, Tuffy,“ sagði Berry.
„Einkum fallega marglita borð-
anum.“
Tuffy leit örvæntingarfullur á
Nancy og síðan á alla fjölskyld-
una. Allir störðu á hann nema
Nancy, hún laut höfði, þegar
augu þeirra mættust.
Henry gekk yfir garðinn til
hans og tók eitthvað upp úr vas-
anum. Hann fór að teygja þetta
og lét smella í því. Tuffy sá að
þetta var kvensokkaband úr
ljósrauðri silkiteygju.
„Hafðu ekki svona fljóta ferð,“
sagði Berry. „Þú hefur ekki stað-
ið við nema andartak.“
Tuffy vék sér til hliðar, en
Henry fylgdi honum eftir og sló
hann stöðugt með teygjuband-
inu, þannig að hann lagði annan
enda þess við handlegg hans,
teygði bandið og sleppti síðan
endanum. Tuffy hrökk við.
„Hvert ert þú að fara, Tuffy?“
spurði Henry.
Tuffy leit upp í anddyrið þar
sem Nancy sat nú upprétt í stóln-
um og laut lítið eitt áfram. Stíf-
aða pilsið hafði ennþá færzt úr
skorðum svo hann sá hvítu
sokkaböndin hennar auðveld-
lega.
Hann hörfaði yfir garðinn, —
Henry fylgdi honum eftir og lét
teygjusokkabandið stöðugt ganga
á honum.
„Við skulum aka yfir til Hard-
pan, Tuffy.“ bað Henry. „Við
verðum ekki í vandræðum að
komast þar yfir stelpur. Það er
alltaf svo gott til kvenna á
sunnudagskvöldum. Hvernig lízt
þér á það, Tuffy? Ha??“
Tuffy hristi höfuðið og hörf-
aði ennþá hraðar aftur á bak.
Þegar hann kom að trénu þar
sem bíllinn hans stóð, sneri hann
sér við og stökk upp í framsætið.
Nancy hljóp í spretti inn í hús-
ið. Skælurnar í henni heyrðust
alla leið út í garðinn.
Þegar Tuffy ræsti bílinn reis
Berry á fætur og gekk út í garð-
inn. Hann fylgdi bílnum eftir
með augunum þangað til hann
hvarf bak við hæðina. Hann lét
sem hann heyrði ekki blót og
formælingarnar í Henry.
„Mér er bölvanlega við að sjá
menn þ.ióta svona burtu,“ sagði
Berry. ,Ég hefði þorað að bölva
mér upp á að strákurinn kæmi
einhverra erinda hingað.“