Vikan - 26.02.1970, Síða 49
Sukarno reynir að verja mál sitt, en
Suharto lilustar á og lygnir augunum.
Ég kæri mig ekki um
að verSa stjarna, en ég
vil heldur ekki vera lag-
leg brúSa.........
Hún er lítil og í'ríð, með svart hár og' möndlulaga augu.
Hún er orðin leið á að lifa tilgangslausu lúxuslífi, og hefir
ekki átiuga á samkvæmum. Kvikmyndaframleiðandinn Dar-
rvl F. Zannuclc hefir beðið hennar en hún hryggbraut hann.
Hin tuttugu og níu ára gamla Ratna Sari Dewi, sem enn-
þá er eiginkona Sukarno, fyrrverandi forseta og einræðis-
lierra Indonesiu, hefir í fjögur ár verið búsett i Tokyo, New
York og París og reynt að finna grundvöll fyrir framtíð
sina. Hún vill gera öðrum gott og sporna við ofbeldi. Hún
hefir lært hjúkrunarstörf i París. Hún hefir skrifað ádeilu-
greinar tim núverandi forseta Indonesíu, Suharto, í japönsk
vikublöð, og kallar liann þar „mesta fjöldamorðingja á frið-
artímum“.
Ratna Sari Dewi og Kartinka, hin þriggja ára dóttir henn-
ar, fara aldrei út úr íbúðinni við Avenue Montaigne i París,
nema' að þeim fylgi öryggisvörður. Hún er ekki lengur
örugg um líf sitt, siðan liún skrifaði þessar greinar um for-
setann, og það sem verra er, að henni finnst, hún er hrædd
um að það verði látið bitna á Sukarno, og þessvegna hefir
hún stigið það skref, sem allir kunningjar hennar voru hissa
á, það er að hún hefir beðið um skilnað frá eiginmanni
sinum, hinum 68 ára Sukarno, fyrrverandi forseta, sem nú
býr í lítilli villu i útjaðri Djakarta.
Árið 1959 giftist þessi fallega japanska stúlka hinum þá-
verandi einræðisherra eyrikisins. En þegar veldi hans fór
stöðugt minnkandi og Suharto náði völdum, flúði Ratna
til útlanda árið 1967. Hún hefir ekki einu sinni staðið í
bréfasambandi við eiginmann sinn siðan. En i Tokyo fór
hún til sendiherra Indonesiu, Maliks, og bað hann að fá
Sukarno hréf, þess efnis að hún vildi fá skilnað frá honum.
Iliroya Hirai, lögfræðingur hennar skýrði þetta á þann hátt,
að hún áliti öruggara fyrir Sukarno að hún skildi við liann,
þar sem Suharto myndi annars jafnvel láta Sukarno sæta
líkamlegum refsingum, vegna greinanna og þess sem hún
hefir látið blaðamenn hafa eftir sér.
Sukarno hefir séð til þess að Ratna þai'f aldrei að vera
peningalaus, það er sagt að hann hafi verið búinn að koma
liundruðum milljóna fyrir í erlendum bönkum, áður en
hann missti völd. En Ratna neitar því, segist aðeins hafa
rétt nóg til að lifa af, hún er reiðubúin til að verja allar
gerðir Sukarnos með kjafti og klóm eins og tigrisdýr. Eins
og er, lifir hún fyrir dóttur sína, og veit að það er órnögu-
legt að treysta því að hún eigi nokkurn tíma eftir að búa
með eiginmanni sínum, enda sé það bezt fyrir báða parta
að þau skilji....
Það eina sem Sukarno hefir nú til minningar um hina fallegu eiginkonu sína,
er stórt olíumálverk af henni.
Myndir af Sukarno voru allsstaðar rifnar af veggjum og myndir af Suharto
settar í staðinn.