Vikan - 26.02.1970, Side 50
hans dó, 1845 hann var einskonar
smákóngur landseta sinna Johanna
fékk því smjörþefinn af framtíðar-
lífi sínu strax. Hún fann þá að
þau yrðu oft að vera fjarvistum,
svo hún kom fljótt á þeim sið að
skrifa honum innileg ástarbréf, sem
urðu honum ómissandi. Hann svar-
aði þeim alltaf, og sagði alltaf að
bréfin hennar væru honum lífs-
nauðsyn.
Bismarck sneri sér nú aa meir að
stjórnmálum. Hann varð þingmaður
í sambandsþinginu í Berlín árið
1847. Jóhönnu leiddist í sveitinni,
en henni var Ijóst að hún yrði
framvegis að haga lífi sínu eftir
störfum hans.
Og 28. júlí 1847 fór brúðkaup
þeirar fram í lítilli sveitakirkju í
Pommern. Johanna var hamingju-
söm. Þau fóru í langa brúðkaups-
ferð ,til Prag, Vín, gegnum Salz-
kammergut til Salzburg, og þaðan
til Feneyja og Sviss og niður með
Rín. Þessi ferð gerði Jóhönnu von
Bismarck svo örugga í sessi, að
hún stofnaði til fyrstu misklíðar
milli þeirra, strax í Vín. Hún sigr-
aði og fékk fallega kápu í sáttar-
QÍöf.
Arið 1848 loguðu óeirðir um alla
Exrópu. Bismarck var á kafi í
stjórnmálum, en Johanna hvorki
gat eða vildi reyna að skilja þau.
En hún vissi að eiginmaður hennar
þurfti á öllum sfnum styrk að halda,
og það varð hennar hlutverk að
stuðla að því að hann héldi heilsu.
Allt þetta ár var hún um kyrrt í
Schönhausen við Elbu. Hún kunni
vel við sig þar, og var eiginlega
fegin að hún var ekki orðin barns-
hafandi.
Hún var ekki lengi að kynnast
venjum hans, og hún komst fljótt
að því að hann lagði mikið upp
úr því að vera alltaf á góðum sokk-
um, og hélt líka mikið upp á góð-
ar pylsur. En pylsurnar einar nægðu
ekki Bismarck, hann var mikill mat-
maður, og morgunverður hans var
bæði margbreyttur og mikill, enda
varð hann fljótlega mjög feitur og
líkamsþungur, það var sagt að hann
hafi verið allt að tvö hundruð og
fimmtíu pund.
En svo varð Jóhanna barnshaf-
andi og þegar fór að líða á með-
göngutímann varð hún óróleg,
hrædd um að hann næði því ekki
að vera heima, þegar frumburður-
inn fæddist. En 20. ágúst 1848
kom hann heim og morguninn eftir,
klukkan 8, fæddi Jóhanna von
Bismarck dóttur. Hún var látin
heita Marie, til minningar um Marie
von Tadden, vinkonu þeirra beggja.
Hinn nýbakaði faðir var himin-
lifandi og það hvarflaði ekki að
Jóhönnu að hann hefði kanski
heldur óskað eftir syni.
Bismarck var heima um hríð og
naut þess að stumra yfir dóttur
sinni, og Jóhönnu varð það Ijóst,
að hvar sem hann héldi sig, þá
væri hugur hans ávalt heima hjá
ástvinum sínum, en að hún yrði að
hugsa um bú og börn í framtíð-
inni.
Ari síðar varð Jóhanna aftur
barnshafandi og fæddi soninn Her-
bert 28. desember árið 1849. Bis-
marck var í Berlín og Jóhanna varð
að vera hjá börnunum. Þau skrif-
uðust stöðugt á, og Bismarck átti
ekki orð til að lýsa því hundalífi að
vera konulaus.
Um vorið 1851 varð Bismarck
sendiherra Prússakonungs við
„Þýzka sambandið" í Frankfurt.
Jóhanna von Bismark varð glöð
yfir því að eiginmaður hennar fékk
nú sæmileg laun, og hún flutti í
fallegt einbýlishús þar. Hún kynnt-
ist nú mörgu fólki og þurfti oft að
hafa veizlur. Meðal beztu vina
þeirra voru Rotchildarnir. Hún hafði
nú tólf manns í sinni þjónustu og
franskan kokk.
Dvöl þeirra í Frankfurt var ham-
ingjutímabil í lífi Jóhönnu, ekki
sízt vegna þess að þar eignaðizt
hún soninn Wilhelm, 1. ágúst árið
1852.
HÚN TÓK ÞAÐ EKKI SVO
ALVARLEGA, ÞÓTT HANN HÉLDI
SMÁVEGIS FRAM HJÁ HENNI
Á árunum 1859 til 1862 var
Bismarck sendiherra í St Peters-
burg. Jóhanna var með honum þar
í einn mánuð. Hún var ánægð yfir
því að hann hafði nú ágæt laun,
og hann gaf henni fallega perlu-
festi. Hún sagði: „Ég er ánægð,
þegar hann er ánægður." En hún
hafði ekki mikla ánægju af því að
umgangast hirðfólkið. Hún sagði
líka að hann nyti sín betur í Prúss-
landi, enda stóð til að hann yrði
forsætisráðherra. Jóhönnu fannst
Rússland bæði vilt og eyðilegt, og
sagði að það hæfði á engan hátt
Ottó sínum.
í ofanálag slasaðizt hann í veiði-
ferð, og það var svo illa gert að
sárinu að hann hlaut varanlegt
mein af því, og Johanna kenndi það
þessu ómögulega landi.
Það varð ekkert úr því að Bis-
marck yrði gerður að forsætisráð-
herra í þetta sinn, en hann var
kallaður heim frá Rússlandi og
sendur til Frakklands. Hann var þar
sendiherar við hirð Napoleons III.
Jóhanna flutti til foreldra sinna.
Þetta var vorið 1862.
Meðan Bismarck var í París, fór
hann i leyfi til Biarritz. Hann var
í mikilli þörf fyrir hvild, en þar
hitti hann gamlan kunningja frá
Pétursborg, hina tuttugu og tveggja
ára gömlu Kathrine, konu Orlovs
fursta. Bismarck varð mjög ástfang-
inn af furstafrúnni.
Hann skrifaði Jóhönnu og sagði
henni frá ævintýri sínu, og lýsti
furstafrúnni með mörgum fögrum
orðum, og Jóhanna tók þetta ekki
nærri sér, en Malwine systir hans
skrifaði honum skammarbréf. Það
gefur að skilja að Jóhönnu hefir
verið þetta á móti skapi, en hún
sagði að hann hefði gott af frí-
stundunum, og fyrir henni vakti
það alltaf fyrst og fremst að hugsa
um heilsu hans og velferð.
Þar sem hún virtist gefa svo lít-
inn gaum, því sem svo nærri gekk
hamingju hennar f hjónabandinu,
þá er ekki að furða þótt hún hafi
Iftið fylgst með því sem á gekk í
kringum hann f stjórnmálalífinu.
Haustið 1862 var Bismarck kall-
aður heim í mesta flýti, og hann þá
gerður að forsætisráðherra. Það
þýddi það fyrir Jóhönnu að hún
varð að taka sig upp og flytja með
börnin til Berlínar, sem henni fannst
hrylliegur staður.
Nú breyttizt daglegt líf Jóhönnu,
hún þurfti nú daglega að hugsa um
eiginmanninn, sjá til þess að hann
hefði frið til að lesa morgunblöð-
in, ekki síður en að pressa handa
honum sítrónu og reyna að lina
þreytuna og höfuðverkinn, sem
hann var venjulega illa haldinn af
á kvöldin.
HLIN ÞOLDI EKKI AÐ SJÁ
HONUM LÍÐA ILLA
Jóhanna von Bismarck hafði ekki
hugmynd um þann snilldarlega leik,
sem maður hennar lék, þegar hann
sameinaði Schleswig og Holstein
Prússlandi, vann þau ríki undan
smáríkinu Danmörku. Hún hafði
meiri áhuga á barnasjúkdómum.
Hún skipti sér heldur ekki af hinum
stórkostlegu áformum eiginmanns-
ins um að vinna Austurríki með
leifturstrfði og gera Prússland að
evrópsku stórveldi. Og eins var það
þegar draumurinn um keisaradæmi
var orðinn að veruleika fyrir tilstilli
hans, þá hafði hún aðeins áhyggj-
ur af hinum særða syni sínum Her-
bert. Hún vissi að eiginmaður henn-
ar hafði snilldargáfu, en hirti ekki
um í hverju hún var fólgin. Bismarck
var jafn margslunginn og hún var
einföld.
Það var aðeins það áþreifanlega
sem skipti máli fyrir hana. til dæm-
is gladdist hún ef maður hennar var
he:ðraður á einhvern hátt, ekki
sízt þegar það jók við auðævi
þeirra, eins og þegar hann fékk að
gjöf frá Vilhjálmi I. Prússakeisara,
höllina Friedichsruh við Hamborg.
Þar lifðu þau á velgengisárum hins
volduga ríkiskanslara.
En árið 1890, þegar Bismarck var
75 ára, var hann f mótstöðu við
Vilhjálm II., og sagði af sér em-
bættinu. Þá var Jóhanna heiftug
fyrir hans hönd, en eftir vikutíma
gleymdi hún reiði sinni vegna þess
að umhyggja fyrir heilsu Bismarcks
var henni svo miklu nær. Hún naut
þess að hlúa að honum, fá hann til
að megra sig. Þau bjuggu nú ýmist
á Friedrichsruh eða á ættaróðali
hennar. Hún bjó herbergi hans
smáborgaralegum húsgögnum eft-
ir sfnum smekk, og stuðlaði að því
á allan hátt að hann gæti nú loks-
ins lifað þvf lífi sem hann hafði
alltaf þráð, lífi gósseiganda, sem
hafði mesta ánægju af að hugsa um
hesta sína og hunda, og sinna
blómagörðum. Hann gaf henni líka
alltaf síðustu rósina árlega.
Hún var búin að vera lengi
heilsulaus og þegar hún var sjö-
tug dó hún snemma morguns 27.
nóvember 1894. Hún var ein, Bis-
marck var ekki vakinn nógu
snemma til að finna hana lifandi.
Hann skrifaði Malwine systur
sinni: „Oll mfn velgengni var Jó-
hönnu að þakka, og ég á engin orð
til að lýsa þakklæti mínu fyrir þessi
48 ár. Og nú er allt autt og tómt."
Bismarck lifði konu sína í fjögur
ár. Hún var fasti punkturinn f lífi
hans.......
IIIAI El WIN IANS NÍA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staSar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin
Birna Árnadóttir, Hábraut 2, Kópavogi.
Nafn
Helmili
Örkin er á bls.
Vlnninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar.
50 VIKAN 9-tw-