Vikan - 08.10.1970, Page 22
Allt er stöðugum breytingum
undirorpið. Umhverfi okkar
breytist á hverjum degi, en það
er ekki fyrr en við rekumst á
nokkurra ára gamlar myndir,
sem við gerum okkur Ijóst, hvað
hefur í raun og veru gerzt. Hí-
býli manna breytast, ekki að-
eins hið ytra, heldur einnig hið
innra. í seinni tíð hafa augu
arkitekta mjög beinzt að börn-
um og aðbúnaði þeirra á heim-
ilunum. Segja má, að bylting sé
orðin í húsbúnaði barna. Sú
nýjung, sem mest hefur rutt sér
til rúms i seinni tíð, er afar ein-
föld: trékassar með handföng-
um, sumir með tvær hliðar opn-
ar. Komið hefur í ljós, að þetta
einfalda leikfang er afar vinsælt
hjá börnum. Þau geta unað við
það lengi að byggja úr slíkum
kössum og príla í þeim. Þeir
hagsýnustu hafa einfaldlega
orðið sér úti um ölkassa og mál-
að þá í skærum litum: gula,
rauða og bláa.
Einnig hafa leiktæki á leik-
völlum gerbreytzt, og mætti
leikvallanefnd Reykjavíkur-
borgar taka það til athugunar.
Hér á landi hafa sömu leiktæk-
in tíðkazt í áraraðir: rólur, sölt
og rennibrautir. Erlendis hafa
ýmiss konar nýtízkuleg tæki
komið til sögunnar, eins og sjá
má af myndum á þessari opnu.
Fátt er mikilvægara í borgar-
lífi nútímans en að huga sem
bezt að aðbúnaði barnanna. Þau
eru að vísu furðu klók að búa
sér til sín leikföng sjálf, en þau
leiktæki, sem fullorðna fólkið
fær þeim í hendur, eru miklu
eftirsóknarverðari. *
Þrátt fyrir alla tæknina, er þaS
einfaldleikinn, sem hrífur
börnin mest. Það leikfang, sem
nú er vinsælast erlendis,
eru opnir kassar, ýmist úr tré
eða plasti og gjarnan málaðir
í skærum litum.
Athafnaþrá barnsins fær útrás
við að raða slíkum kössum
saman á ótal vegu og príla
í þeim endalaust.
BYLTINGI
ABBÚNABI
BABNA
Fátt er mikilvægara í borgarh'fi
nútímans en að huga sem bezt að að-
búnaði barnanna.
Þau mega sízt af öllu gleymast í skipu-
lagi stórborganna,
og seint verður hlutur þeirra of góður.