Vikan


Vikan - 08.10.1970, Side 49

Vikan - 08.10.1970, Side 49
geti orðið mjög góðir. Mér fannst þeir til að mynda margfalt betri •en flestar hljómsveitir sem mað- ur heyrir í í Englandi þessa dag- ana. Ég var sérlega hrifinn af flautuleikaranum (Gunnari Þórðarsyni). Hann gerði þetta svo eðlilega og var ekki að reyna að sýna einum eða neinum hvað hann væri góður flautuleikari. Trommuleikarinn (Ólafur Garð- arsson) var einnig mjög góður og sömuleiðis bassaleikarinn (Rúnar Júlíusson), og til að vera hreinskilinn, þá kom mér það mjög á óvart að finna hljóm- sveit sem þessa hér á íslandi. Orgelleikarinn (Magnús Kjart- ansson) var einnig góður, en þetta orgel hans var hreint ægi- legt. Ég hef aldrei séð orgel í jafn slæmu ástandi. Sem orgel- leikara var ég ekki tiltakanlega hrifinn af honum, en mér fannst hann mjög góður rythmagítar- leikari. — Hvað var það fyrsta sem þér datt í hug þegar þú vissir að þið væruð á leið til fslands? — Það fyrsta sem mér datt í hug var að flugvélin myndi far- ast, svo hvort það væri ekki ægi- lega kalt hérna og í þriðja lagi hvernig áheyrendur við mynd- um fá. Ég vissi ekki hvort þeir yrðu eins og amerískir áheyr- endur eða þá brezkir — nú eða sambland af hvorutveggja. (f greininni um hljómleikana hér að framan segir Gösli svo álit sitt á íslenzkum áheyrendum.) Héðan förum við svo til London og notum tvær næstu vikur til hljóðritunar tveggja LP-platna. Við erum þegar búnir með 8 lög og eigum 16 eftir, og það er mitt persónulega álit að þetta komi til með að verða það bezta sem nokkurntíma hefur komið frá hljómsveitinni Kinks. — Nú er ekki hægt að segja að þið John Dalton séuð líkir þeim þrem sem hafa verið í hljómsveitinni frá upphafi. Þeir eru allir áþekkir að sjá, en svo komið þið allt í einu, báðir svart- ir og mun síðhærðari en Davies- bræðurnir og Mick Avory. — Já, það er víst óhætt að segja það, og rétt áður en ég kom hingað var mér skipað að fara til rakara og' láta klippa mig. Það var umboðsskrifstofan okk- ar í London sem stóð fyrir því, þar sem einhver hringdi frá Kaliforníu og fór að kvarta yfir því að við værum hálf-óþokka- legir að sjá. Ég lét klippa mig — en það var ekki meira en þumlungur eða svo. (Við spjölluðum eitthvað um Led Zeppelin og ég sagði honum af hljómleikum þeirra hér í sum- ar.) — Nú er Led Zeppelin á toppnum: heldurðu að Kinks geti náð þangað aftur? — Já, mér finnst það mögu- leiki. Ástæðan er sú að við höf- um breytt um „andlit“ ef svo má segja, og nú erum við að færa eitthvað nýtt fram. Þetta hefur verið þróunin, að „com- mercial“ hljómsveitir hafa farið út í framúrstefnu og það hefur gefist vel. Ég veit ekki umhljóm- sveitir eins og Love Affair, þeir eru á allt öðrum „basis“, en við, með snilling eins og Ray í broddi fylkingar, ættum við að geta það. Þá hefur Dave einnig samið meira undanfarið en nokkru sinni áður og hefur farið mjög fram. Mick hefur tekið alveg gíf- urlegum framförum; hann er ekki bara trommari lengur, held- ur músíkant. Hann hefur tekið sóló á hljómleikum töluvert og gerir það betur en margur ann- ar. Það byrjaði þannig að við vorum í Montreal í Kanada, og einhver fábjáni tók allt kerfið okkar úr sambandi. Mick var sá eini sem hélt sínu striki og tók alveg stórkostlegt sóló. Hann er orðinn mikill jazzaðdáandi, og það hefur verið töluvert áber- andi í því sem hann hefur verið að gera undanfarið. En senni- lega verðum við að fara að lækka örlítið í okkur; mér persónulega finnst við farnir að spila of hátt, og ég held að Ray sé á sama máli. — Hvernig viðtökur viltu fá á hljómleikum? Óp og skræki? — Nei, svoleiðis fer í taug- arnar á mér. Það veltur eigin- lega alveg á því hvernig skapi ég er í þegar við spilum, hvern- ig viðtökur mér þykja beztar. Ég var til dæmis ánægður með við- tökurnar sem ég fékk ásamt Trú- broti í Glaumbæ í gærkvöldi, en ég veit ekki hvort þær voru svo góðar af því að við gerðum góða hluti eða þá að það var vegna þess að ég var þarna. (Það er nú okkar persónulega skoðun að flestir gestir hússins hafi klapp- að fyrir Björgvin Halldórssyni, sem sýndi það að hann er góður munnhörpuleikari.) Ég man eft- ir því að þegar við vorum í Kan- ada þá sátu áheyrendur hreyf- ingarlausir og gáfu ekki frá sér nein merki um tilfinningar sín- ar, og þegar við komum heim til Eriglands lét ég það í ljós í blaða- viðtali, að mér þætti lítið varið í kanadíska áheyrendur. Viku síðar kom bréf til blaðsins, frá kanadískri stúlku, sem sagði að þó fólkið sæti og væri ekki með læti, þá þýddi það ekki að það væri ekki ánægt. Ray varð að biðja afsökunar fyrir mig, þann- ig — Hvers vegna fórstu upp á svið í gærkvöldi? Var það vegna þess að þig langaði til að spila með þessum mönnum, eða var það vegna þess að komu þinni hafði ekki verið mikill gaumur gefinn? • — Ó, mér þykir gaman að spila og með allskoriar fólki, svo ég fór upp þessvegna. Það var alls ekki ætlun mín að láta þera neitt á mér. Ég á bara bágt með að sitja kyrr. Nú er ég til dæm- is að tromma hérna á borðið og fljótlega stekk ég upp og leita mér að sígarettu. (Gösli stökk allt í einu upp, krafsaði tauga- veiklunarlega í tösku og dró upp sígarettupakka.. Um leið og hann var búinn að kveikja í róaðist hann.) Ég er frekar óstyrkur og um leið og ég fer að spila, þá róast ég, því þar með fæ ég tæki- færi til að tjá tilfinningar mín- ar. Þessvegna læt ég mér ekki nægja að spila á hljóðfærið sjálft, heldur fikta ég við magnarann um leið og fæ þannig fram alls- konar skemmtilega effekta. f svopa tilfellum verð ég að spila hátt. Öðruvísi fæ ég ekki — ja„ fullnægingu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég þarf. Aðalatrið- ið er að ég hef gaman af- að spila tónlist fyrir fólk við öll tækifæri. Þá er mér sama hver það er sem situr og hlustar á mig, bara að ég hafi gaman að því líka. En mér þykir það ákaf- lega leitt ef fólk hefur haldið mig vera að láta bera á mér, þarna í gærkvöldi. Það var alls ekki meiningin, en það hefur ef til vill verið sjálfselskt af mér — ég veit ekki hvort nokkur hefur haft gaman af því. — Hvað hefur slegið þig mest í sambandi við dvöl þína hér á íslandi? — Dýrtíðin. Það er svo óskap- lega dýrt að vera hér, að ég trúi því ekki! Við höfum verið hér tveir, ég og umboðsmaðurinn okkar, og þó við höfum reynt að lifa fremur ódýrt, þá er þetta verra en Bandaríkin hvað dýr- tíð snertir. Þess vegna held ég að ég gæti ekki verið hér degi leng- ur. — Og í lokin langar mig til að láta þig hafa eina gamla og góða „klisju“; spurningu sem er ein sú algengasta og útjaskað- asta sem til er: Eitthvað sem þú vilt segja við aðdáendur hér á landi? — Ja, eiginlega ekkert nema að ég vona að þeir taki okkur eins og við erum nú, en jafn- framt að taka gömlu Kinks iíka, ekki gleyma þeim. Persónulega er ég mjög ánægður með músík- ina okkar núna, og tel hana á réttri braut. Þá hefur það kom- ið mér þægilega á óvart að fólk hér, svo langt frá umheiminum viti svo mikið um það sem helzt er að ske og að hér skuli vera hljómsveit eins og sú sem ég spilaði með í klúbbnum (Trú- brot). Mick, Ray og Dave vissu allir hvernig þetta er hér, svo við hefðum ekki komið væru þeir ekki ánægðir. En sem sagt, það sem ég vildi sagt hafa, er að ég vona að íslenzkir tónlist- araðdáendur taki okkur eins og við erum, þó svo að þetta sé ekki sama hljómsveitin og kom hér árið 1965 — heldur nýir Kinks. Hafi svo hver sína skoðun á því sem Jón Gösli sagði um sjálf- an sig, hljómsveitina Kinks og annað. ó.vald. Ritvélar fyrir skólafólk 4 MISMUNANDI GERÐIR ÁBYRGÐ, VARAHLUTA- OG VÍÐGERÐARÞJÓNUSTA VERÐ FRÁ KR. 5.160 SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU HVERFISGÖTU 39 SÍMI 24130 41. tbi. VIKIAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.