Vikan


Vikan - 01.07.1971, Síða 36

Vikan - 01.07.1971, Síða 36
— Hvernig stendur á því að hann fær svona slœmar ein- kunnir, þegar hann veit allt um fótbolta? Hún tók utan um hálsinn á honum með báðum höndum og gerði það, sem hann hafði beð- ið um. Fyndi hún sömu til- finningarnar hríslast um sig eins og þegar hún hafði þrýst sér að Kristjáni — fyrir þús- und árum? Hún þrýsti sér að honum, dræmt, gætilega og fann viðbrögð hans. En hún fann ekkert. Ekkert. Vissi að- eins, að þetta voru mistök. — É’g verð að fara, stundi hún. — Elsku Leifur . . . — Verðurðu? Á ég að koma með þér? — Nei — nei, alls ekki. Ég verð bara að . . . Hún sagði ekkert meira, en stökk yfir gólfið og út í for- stofuna. Hann gat þá haldið, að hún þyrfti að komast á salern- ið, væri veik, eða hvað svo sem hann vildi halda. Hún vildi bara sleppa þaðan! Þetta voru mistök frá upphafi til enda, mistök, mistök! Hún fann ekki til neins, hún gat ekki tekið þátt í leiknum lengur. Hún var köld eins og ísmoli. Hún náði í kápuna sína í fatahengið og henti henni yfir axlirnar á hlaupunum. Það var svo árla kvölds, að hún vissi, að enginn annar myndi vera niðri. Það vissi enginn, hvert hún færi. Og hana langaði heim. Hún vildi fá að vera ein, vildi losna við samvistir við aðra, vildi losna við að reyna að vera það, sem hún ekki var. Hún gat ekki tekið lengur þátt í leiknum. Hún hljóp alla leiðina heim, en vindurinn og kuldinn litk- uðu ekki kinnar hennar. Hún skellti að baki sér og stóð kyrr, án, þess að fara Qr kápunni. Spegilmynd hennar blasti við; andlitið fölt, tómlegt, þreytt. Einmana. Verður það alltaf svona? Að ég finni ekkert og kæri mig hvergi? Þykir mér aldrei vænt um atfra manneskju? Verð ég alltaf einmana, alla daga, allar nætur? Unz ég verð að lokum það, sem ég vil ekki verða, sem ég þrái ekki . . . köld um hjartarætur? Hvað verður þá um mig? Framhald í næsta blaði. Ef hún færi Framhald af bls. 13. milt og hlýtt og hún þráði snertingu karlmanns. Hann var með dökkbrúnt hár og brúnan hnakka. Fara inn og faðma hann? Hún vildi nú helzt losna við það! Hún hafði gert það áð- ur, en hann hafði alltaf slitið sig lausan með hæðnislegum hlátri, því að hann óskaði ekki eftir svona gælum. Þau voru svo ólík, hún og Ragnar. Hún skildi það bara ekki fyrr en um seinan. Þau höfðu hitt Lars fyrir tveim árum í borginni. Hún kannaðist strax við hann. Þekkti aftur langa nefið og djúpstæðu augun. Allir breyt- "Rt á þrjátíu árum. Hann var lotinn og steig þungt til jarðar. Hann var orðinn gamall mað- ur. Lars. Djúpir drættir um- hverfis munninn. sem gerðu það að verkum að hann virtist enn eldri. Hann leit ekki hraustlega út. Hún hafði gengið til hans og lagt höndina á handlegg hans og spurt: „Er það ekki Lars? Hún spurði óviss, því að hún óttaðist að sér hefði skjátlast. Hann hafði mætt augnaráði hennar kæruleysislega og hana langaði mest til að biðjast af- sökunar, en svo urðu augu hans skyndilega lifandi, hlýleg og viðkvæmnisleg. Og hún vissi það um leið og hann nefndi nafn hennar, að þau Lars áttu enn eitthvað óútkljáð. Að þau gætu ennþá eignast eitthvað sameiginlegt. En það gat aldrei gerzt neitt, því að þau höfðu valið, hvort fyrir sig. Eða réttara sagt: hún hafði valið. Ragnar stóð þarna hiá henni. Hann minnti mest á sigurveg- arann, sem stendur yfir sigruð- um andstæðingi. Hann leit ekki lengur á þetta sem keppni. Hún sá, að Lars vissi það og hún fann til með honum. Því að það var hann, sem var sigurvegar- inn, en fengi það aldrei að vita. Hann tók báðum höndum um granna hægri hönd hennar, þegar þau kvöddust. Ég hef oft hugsað um þig, Annalísa. Svo hann hafði sagt það. Sagt það upp í opin eyrun á Ragn- ari. Sem skyndilega þurfti að bjóða honum að koma í sumar- bústaðinn þeirra og útskýrði fyrir honum, hvaða leið ætti að fara. Þann dag hefði hún getað flogið. Seinna undraðist hún oft, hvers vegna Ragnar vildi endilega bjóða Lars að heim- sækja þau. Hann hafði ekki látið sjá sig, en hún hafði oft stokkið niður að ströndinni. Beðið og vonast eftir því að hún sæi eldri mann koma gang- andi milli runnanna. Beðið og vonað. Alltaf beðið og vonað. Ragnar gat haldið það sem hann vildi. Eldsglóðin á skerinu var slokknuð og nú heyrðist enginn hlátur þaðan lengur. Það var næstum niðamyrkur. Vatnið gjálfraði við klettana í fjör- unni. Hún fór úr kjólnum og losaði um krókana að aftan. Hún fann, hvernig rakt kvöld- loftið þrýstist að henni, sem var nakin að ofan. Hún sleit af sér alla króka, isokkabanda- belti og sokka. En ef einhver k-æmi? Ekki á þessum tíma sólar- hrings ... Stóð nakin við ströndina. Sá, hvernig hvítur líkami hennar Ijómaði í myrkrinu. Hvítur vegna þess að hann var alltaf hulinn undirfötum ... Hún gekk út í vatnið. Fann hvernig það lék sér við leggi hennar og læri, henti sér út í það, lagðist á bakið og naut þess að finna seltu vatnsins og burðarmagn. Lét öldurnar vagga sér inn í myrkrið. Fann, hvernig limir hennar hvíldust, opnaði hug sinn fyrir þögninni o? kyrrðinni. En hún þorði ekki að liggja of lengi í sjónum. F»na verkiaði í limina. Þegar hún kom upp úr sión- ii"). vatt hún mestu vætuna úr hárinu og hristi það frá and- litinu. Hún fann, hvernig litlir lækjr runnu niður bakið og brjóstin og inn milli læranna. Hún skalf, því að það var orðið svalt í lofti. Hún fór í baðfötin sín og vafði sig inn í sloppinn, hélt á skónum og nærfötunum í hend- inrú og gekk að húsinu. Bergið var hart og sárt að ganga á því nöktum fótum. Ragnar yrði áreiðanlega undrandi. Hann sat enn og horfði á siónvarpið, þegar hún kom inn. Hún fór inn á bað og þerraði líkama sinn. Néri sig alla, svo að húðin varð rauð. Leit í spegilinn, en þekkti naumast sjálfa sig. Þessar rjóðu kinnar og glampandi augu ... Vitnuðu þau um uppreisnina gegn hversdagsleikanum innra með henni? Þetta óvenjulega, ólíka, sem olli því, að ... Hún hafði baðað sig nakin í flóanum og klettarnir einir höfðu verið vitni að því. Hún hafði af- klætt sinn vesæla líkama um sumarkvöld. „Er rigning?“ spurði Ragnar, þegar han nsá, að hár hennar var rakt. Er rigning ... Kannski spurði hann með vissan tilgang í huga, því að hvað veit nokkur mað- ur um ljúf loforð, myrkar næt- ur og það að synda nakinn, þegar setið er fyrir framan sjónvarpið heilu kvöldin? Verða menn ekki bláir í fram- an af að sitja í þessum bláa bjarma alltaf? Hún virti Ragn- ar fyrir sér. Nei, alls ekki, hann var jafn sólbrúnn og áð- ur. Hvað átti hún að gera? Og svo sagði hún honum, að hún hefði farið allsnakin að synda. Það virtist ekkert koma hon- um á óvart, en hann tók um pípuna sína og fór að troða í hana. „Ertu galin?“ Glæsilegt! Á þessu, já, ein- mitt á þessu, hafði hún átt von. Vitanlega var hún galin. Það hefði verið ólíkt viturlegra og heilbrigðara að sitja hérna og glápa úr sér augun á gamlar myndir og sorglegar sögur. Hún gerði það stundum til að sitja hjá Ragnari, en henni fannst hún ekkert græða á því. Hana langaði oft svo óstjórn- lega til að veina og henda ein- hverju í þessa andstyggilegu rúðu á sjónvarpinu, sem hægt var að sjá myndir í gegnum. Brjóta skerminn, sem eyðilagði og sundraði öllu. „Ofbeldi elur af sér ofbeldi. . .“ Ætli þetta ofbeldi og öll þessi ofbeldis- verk í fréttunum hafi ekki gert hana svona? „Var þetta góð mynd?“ „Ekki sem verst.“ Reykskýin risu frá pípunni og móðan var bláleit. Ekki sem verst. .. Þau áttu erfitt með að tala saman. Hann var í sínum hugarheimi, sem nú fjallaði um Þýzkaland á tímum nasistanna. Hún var um- vafin röku hári og hafseltuilmi. Mismunur mannanna .. hvern- ig var unnt að brúa hann? Þolinmæði.. Umburðarlyndi . 36 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.