Vikan - 01.07.1971, Qupperneq 37
LIMMITS
MEGRUNARSÚPUR
BAKAÐAR BAUNIR
OG SPAGHETTI
TILBÚIÐ A
AUGNABLIKI BEINT
Á DISKINN
1 DOS SAMSVARAR
HEILLI MÁLTÍÐ
Heildsölubirgöir:
G. Ólafsson hf.
Símar: 24418 og 19040
Kannski var það hægt þann-
ig. Uhbera mismuninn. En það
kætti hana ekki. Ekki heldnr
hinn aðilann. Umbera. Fela sig
betur í stað þess að gefa sig
alla. Umburðarlyndi varð að
kæruleysi.
Hana verkjaði í magann. Hún
hristi þessar andstyggðartil-
finningar af sér og fór fram í
eldhús. Það væri gott að eiga
eitthvað til laugardagsins. Ætli
Ragnar væri ekki svangur líka
núna? Kaldir kjötsnúðar, rauð-
rófur, smjör og brauð ...
Á morgun var föstudagur. Þá
komu krakkarnir heim um
helgar. Per og Gunvi kæmu
áreiðanlega með börnin.“ Það
er gott fyrir krakkana að fá
að hreyfa sig.“ Já, já. En hún
vonaði nú samt, að þau kæmu
ekki aðeins til þess. Það gat nú
verið, að Agneta ætti að vinna
um helgina? Hún hafði ekkert
sagt um það, þegar þær ræddu
saman síðast... Hér var eng-
inn sími, þótt slæmt væri.
Hún heyrði, að Ragnar
slökkti á sjónvarpinu. Svo stóð
hann í gættinni og teygði sig.
Það var engu líkara en hann
væri nývaknaður, hann var svo
úfinn.
„Gott, að fá eitthvað að
boorða!“
Hann virtist hrifinn. Honum
þótti gott að borða. En samt
hafði hann ekkert fitnað. Hon-
um hafði víst tekizt að vera
unglegri en henni.
Heldurðu, að Per komi á
morgun?“
Nú losnaði um allt innra
með henni. Nú sátu þau við
sama borð og höfðu sömu á-
hugamál og voru jafnundrandi
bæði. Hún naut þessar stunda
þeirra saman, því að. þá fannst
henni, að hann stæði henni
nær.
Elsku, þrjóski Ragnar! Skyrt-
an var opin í hálsinn og það
sást í lokka á bringunni. „Þau
koma áreiðanlega. Per fer ekki
að vinna fyrr en á mánudag-
inn.“
Ragnar. Eiginmaður hennar
og faðir barnanna hennar. Ó-
hamingja hennar og slæma
samvizkan. Henni þótti nú samt
vænt um hann!
„Þú hefðir átt að koma í
sund með mér,“ sagði hún.
Þá leit han nallt í einu á
hana. Horfði á hana. Og augu
hans voru björt og ljómandi.
„Að þú skulir hugsa svona
Húrt, kerling. Þú ættir að
skammast þín.“
Og hún roðnaði! Svei mér þá,
hún roðnaði! Kerling!
Fílaveigar...
Framhald af bls. 28.
gizka 60 cm hæð yfir andliti
mannsins, sveiflandi ógnvekj-
andi. Allt í einu var sem fót-
urinn félli en enn hreyfði
maðurinn sig ekki og fíllinn
hætti við að sparka. Þess í
stað reif hann upp grasvisk
með rananum og slengdi því
á höfuð mannsins. Fíllinn var
ekki viss ennþá hvort þetta
var í raun og veru manneskja
sem var þarna við fætur hans.
Og áður en varði hafði fíll-
inn komizt að þeirri niðurstöðu
að þetta væri mannkvikindi
og fóturinn fór eldsnöggt nið-
ur að andlitinu. Chandrasa
var enn fljótari að snúa sér
undan, svo fóturinn kom rétt
aðeins við kinnina á honum,
rétt eins og einhver hefði
strokið honum í framan með
grófum sandpappír. Fíllinn bjó
sig undir að sparka aftur þeg-
ar mjúkur dynkur heyrðist í
nágrenninu.
Það var Rao, sem hafði fall-
ið niður úr trénu. Hann hafði
skolfið svo ákaft af hræðslu
þegar fíllinn reyndi að kremja
höfuð félaga síns, að hann
missti takið á greininni og
féll til jarðar.
Dýrið sneri sér við sem eld-
ing, greip um líkamann sem
lá á jörðinni með rananum og
slengdi honum niður fyrir
framan sig. Það eina sem
heyrðist — og það var þó
nokkuð -—■ voru neyðaróp Ra-
os og illskulegt orgið í fíln-
um. Chandrasa hélt fyrir eyr-
un. Svo varð allt hljótt. Fíll-
inn hafði kramið höfuð Raos
undir fæti sér. Hann var lát-
inn.
Báðir villtu fílarnir komu
nú auga á þann tamda sem
fílaskyttan sat. Þeir óðu belj-
andi að honum og hrætt dýrið
flýði í angist. Skyttan féll af
dýrinu og tróðst undir fílun-
um tveimur, sem voru óðir af
bræði, ótta og örvæntingu.
Nokkrum tímum síðar fannst
Chandrasa af leitarflokki sem
hafði verið sendur út af örk-
inni. Hann slapp með brotna
öxl og hné — og alvarlegt lost.
En veiðin hélt áfram, til
heiðurs og gleði Hans hágöfgi,
Shri Jayachamaraja Wadyar
Bahadur, maharadja af My-
sore. Og þeir 4000 menn sem
stunda veiðarnar fyrir mahara-
djann njóta þess líka, því þeir
trúa á drottnara sinn — og fá
35 krónur á dag fyrir vikið.
26. TBL. VIKAN 37