Vikan


Vikan - 15.07.1971, Page 28

Vikan - 15.07.1971, Page 28
Aldrei aldrei aldrei þreytt, hrædd, veik hún hafði orðið að venjast breyttu mataræði og hafði jafn- vel stundum ekki haft tíma til þess að snæða. „Það er synd að ónáða yður, því að þér hljótið að vera dauð- þreytt,“ sagði ég. „Ég er aldrei þreytt." Þarna kom þessi furðulega staðhæfing, sem ég hafði lesið áður en varla trúað. Hún sagði þetta lágt og rólega og líkt og þetta væri alveg sjálfsagt. For- setafrúin var sannarlega óþreyt- andi miðað við flest okkar. Hún sat bein í sætinu og brosti til mín. Það gat ekki að líta nein þreytumerki fyrir neðan augun. Og föt hennar og hárgreiðsla litu alveg eins glæsilega út og um morguninn, áður en hún lagði upp í ferðina. Er hún raunverulega aldrei þreytt? Það er staðreynd, að hún ferðast líkt og kona, sem veit ekki, hvað orðið „þreytt“ þýðir. Hún hefur aldrei með sér þernu né hárgreiðslukonu. Og hún gengur ekki aðeins frá eig- in fötum í ferðatöskurnar, held- ur gekk hún einnig frá fatnaði mannsins síns þangað til ný- lega. „Áður fyrr var’ö ég að gera það,“ segir hún. „Það voru engir peningar til bess að hafa þernur. Og nú get ég sjálf gert ■ þetta allt saman með lokuðum augum. Æ, ég kann ekki við að breyta þessu." Kannski kann hún heldur ekki við tilhugsun- ina um, að enda þótt þerna mundi spara henni bæði tíma og fyrirhöfn, þá mundi hún einnig ræna hana þeirri ein- veru, sem hún nýtur í þessum ferðum. Þá gæti hún ekki leng- ur verið út af fyrir sig. Kona, sem getur með sanni sagt: „Ég er aldrei þreytt," hlýtur að vera hughraust og hlýtur að finna til stolts yfir því að geta látið sér slíkt orð um munn fara. Hún getur ekki beðizt undan fyrirhöfn né skor- azt undan ýmiss konar álagi, eftir að hún hefur sagt slíkt orð. Hún getur ekki farið fram á samúð annarra. Og Pat Nixon gerir það heldur ekki. Þessi yf- irlýsing hennar og trú hennar á, að sú yfirlýsing sé sönn, grund- vallast líklega á reynslu hennar sem ungrar stúlku, þegar hún missti móður sína og varð að annast veikan föður sinn og hugsa jafnframt um yngri bræður sína. Þá var hún í senn nemandi og húsmóðir og einnig framfærandi, því að hún varð einnig að vinna utan heimilis- ins. Þá hefur hún sjáifsagt sagt við sjálfa sig: „Þú mátt ekki vera þreytt. Það hvílir allt á þér. Þú ert ekki þreytt.“ „GEFSTU ALDREI UPP“ Þegar ég reyndi að spyrja hana um líf hennar sem ung- lings og ungrar stúlku í Kali- forníu, sagði hún bara: „Mig langar ekki til þess að hugsa aftur til þess tíma. Ég hef lagt hann að baki.“ Og það er orð að sönnu. En þau ár og árin þar á undan gerðu hana einmitt að því, sem hún er núna, þ.e. að konu, sem er vön því að axla byrðar og taka á sig ábyrgð án þess að mögla. Sem skólastúlka var Pat Nix- Hér að ofan Sjáum við David Eisenhower ásamt Nixon-fjölskyldunni. Síðan þessi mynd var tekin hefur einn tengdasonur bætzt við, Cox eiginmaður Patriciu. A/lyndirs efst til vinstri er einmitt frá brúð- kaupi Triciu og Cox. Forsetahjónin fagna brúðhjónunum og eru umkringd af blaða- Ijósmyndurum og sjónvarpsmönnum. Hér til hægri er svo nærmynd af brúðhjón- unum. Þau eru bæði fríð sýnum, ekki verð- ur annað sagt. Sumum þykir fegurð þeirra um of í ætt við „karamellu", eins og eitt blaðið komst að orði. A myndinni hér til vinstri sjáum við for- setafrúna, Patriciu Nixon, á blaðamanna- fundi. Eingöngu blaðakonur eru sendar á vettvang, þegar forsetafrúin býður blöðun- um til Hvíta hússins. 28 VIKAN 28. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.