Vikan


Vikan - 21.09.1972, Blaðsíða 3

Vikan - 21.09.1972, Blaðsíða 3
38. tbl. - 21. september 1972 - 34. árgangur Vikan Hann hélt stríóinu áfram einn Hann fylgdi skipunum yfirboðara sinna út í yztu æsar og gafst ekki upp. Hann dvaldist í tuttugu og átta ár í frumskógum Gúam, án þess að vita að stríðinu var löngu lokið. Fyrsti hluti hinnar furðu- legu frásagnar af Japan- anum Jókoj birtist á bls. 16. Opinberun Svanfríðar Ein vinsælasta pophljóm- sveitin um þessar mundir heitir Svanfríður og samanstendur af fjórum ungum hljómsveitar- mönnum. Fyrsta platan þeirra er nýkomin út. Það segir frá henni og hljóm- sveitinni í nýja popþætt- inum okkar. Sjá bls. 26. Brigitte Bardot og nýja heimiliö Brigitte Bardot hefur búið fegurð sinni nýja umgjörð. Hún hefur látið byggja fyrir sig einbýlis- hús, sem er alveg ein- stakt í sinni röð. Sjá grein og litmyndir á bls. 24. KÆRI LESANDI! Um sama leyti og haustlaufin falla, fyllast bókabúðirnar af ungu skólafólki, sem byrjar vet- urinn á því að verja drjúgum hluta af sumarhýrunni til náms- bókakaupa. Það er mikil ös í mið- bænum, ys og þys, rétt eins og síðustu dagana fyrir jól. Ekki hefur umræðuefni skort að undanförnu. Hvert stórmálið hefur rekið annað, sem almenn- ingur hefur fylgzt með af áhuga og athygli. Fyrst kom heimsmeist- araeinvígið í skák, sem hlýtur að teljast einn sögulegasti atburður, sem gerzt hefur hér á landi. Um það leyti sem því var að Ijúka, hófust svo Olympíuleikarnir, sem almenningur gat fylgzt með í sjónvarpinu daglega. Og loks færðum við út landhelgina fyrsta september, drógum fána að hún í tilefni dagsins og stóðum sam- an sem einn maður. Nú eru allir þessir atburðir um garð gengnir og veturinn á næsta leiti. Þeir, sem ekki komust út fyrir landssteinana í sumar, hafa lítinn sólskinsforða að lifa á í vetur. Líklega verða reiðinnar ósköp gleypt af vítamínum og margur dapur í sinni, þegar svart- asta skammdegið hellist yfir okk- EFNISYFIRLIT GREINAR BLS. ur. Hugsað á leiðinni heim, spjall um klæða- burð á veitingahúsum, víndrykkju og fleira eftir Dag Þorleifsson 10 Þau börðust fyrir ást sinni til hinztu stundar, grein um Catherine Hepburn og Spencer Tracy 8 Hann hélt stríðinu áfram einn, grein um Japanann, sem dvaldist tuttugu og átta ár í frumskógum Gúam, fyrsti hluti 16 Borðdúkur í vöggu stað, myndaopna 14 Brigitte Bardot og nýja heimilið hennar 24 SÖGUR_______________________________________ Þetta skeður ekki hjá okkur, smásaga eftir Inga Lissberg 12 Rensjöholm, ný og spennandi framhaldssaga, 2. hluti 20 Konan í snörunni, framhaldssaga, 5. hluti 32 YMISLEGT 3m — músík með meiru, umsjón: Edward Sverrisson. í þessum þætti er sagt frá hljóm- sveitinni Svanfríður. Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónsson 26 Lestrarhesturinn, lítið blað fyrir börn. Um- sjón: Herdís Egilsdóttir, kennari 35 Matreiðslubók Vikunnar, fjórar litprentaðar uppskriftir til að safna í möppu 29 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn Síðan síðast í fullri alvöru Mig dreymdi Myndasögur Stjörnuspá 38, 43, 46 44 Krossgáta 50 FORSfÐAN Sumarið er liðið og flestir líklega fyrir löngu búnir að pakka niður sumarfötunum. Hér á landi hefðum við reyndar aldrei þurft að taka þau upp, því að blessað sumarið fór fyrir neðan garð. — Þessi tízkumynd er tekin í París siðsumars. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson og Matt- hildur Edwald. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobs- son. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing. Síðumúla 12. Símar: 35320 - 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftarverðið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 38. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.