Vikan - 21.09.1972, Qupperneq 37
Hún gat komið með fáránlegustu
hugmyndir, en það skal þó sagt
henni tii hróss, að hún var
ofhyggin til þess að setja fé i þær.
Hún trúði mér fyrir þvi, að hún
væri búin að finna eitt, sem væri
fyrst og fremt afar spennandi pg
gæfi auk þess möguleika á að
græða mikið á þvi. Ég get ekki
sagt, að ég hlustaði mikið á þetta,
þvi að hún hafði svo oft áður talað
um samskonar efni. Hún sagði
mér heldur ekki neitt nánar um
þessa fyrirætlun sina — hefur
kannski verið hrædd um, að ég
mundi gera litið úr henni, eins og
ég var vön. En mér skildist, að
för hennar til Waldhurst stæði i
einhverju sambandi við þetta.
— Sagði hún yður svo nokkuð
meira, þegar hún kom aftur frá
Waldhurst.
— Ekkert ákveðið. Ekkert
annað en það, að þetta væri allt á
góðum vegi. Þetta var kvöldið,
sem hún kom heim - 3. júli. Þá
var hún miklu spenntari en ég
hafði nokkurntíma séð hana. Allt
tal hennar snerist um það, hvað
hún skyldi nú eiga góða daga, og
hvað hún ætlaði að gera við þessi
auðæfi, sem ættu að falla henni i
skaut. Við skyldum flytja okkur
héðan og i annað miklu stærra og
betra hús, sagði hún, og annað
þessháttar. Henni hefur vlst
fundizt ég tortryggin, þvi að hún
hló að mér, og sagðist skyldu gera
mig hissa áður en langt um liði.
— Ég sá hana ekki næsta
morgun, þvi að hún var ekki
komin á fætur, þegar ég fór að
heiman. En siðdegis, þegar ég
kom heim, var hún i fremur daufu
skapi, og sagði mér, að nokkuð
hefði komið fyrir, sem mundi
tefja fyrirætlanir hennar, en allt
mundi samt fara vel að lokum.
Ég haföi heyrt þetta áður, þegar
einhverjar fyrirætlanir hennar
höfðu farið út um þúfur. Ég hélt
þvi, að hún mundi hætta að tala
um þetta, og það varð.
— Það litur þá helzt svo út sem
ungfrú Bartlett hafi hætt við
þessa fyrirætlun sina, hver sem
hún nú kann að hafa verið? spurði
Hanslet. — Hvenær sáuð þér
hana siðast, ungfrú Carroll?
— 1 gærmorgun, þann 10. Við
borðuðum morgunverð saman og
ég tók eftir þvi, að hún var i
sérlega góðu skapi. Eftir þvi sem
ég þekkti hana áður, datt mér i
hug, að nú hefði hún fengið ein-
hverja nýja hugmynd. Ég kom úr
skrifstofunni með seinna móti, og
þá var hún farin að heiman. Og
siðan hef ég ekki séð haná.
— Urðuð þér ekkert hissa þegar
ungfrú Bartlett kom ekki heim i
morgun?
— Ekkert sérstaklega. Það
kom oft fyrir, að hún giSti hjá
kunningjafólki sinu., Það er gallin
við aðbúa hérna i Chelsea, að það
jr svo langt inn i borgina.
— Þér hafið náttúrulega enga
hugmynd um, hvert hún fór
siðdegis i gær?
— Nei, en mér datt þá i hug, að
hún hefði farið til kvöldverðar
með einhverjum.
— Það kann að vera, en þá
hefur hún farið til Wargrave
House rétt á eftir. Mér skilst
læknarnir álíti, að hún hafi dáið
snemma um kvöldið, að minnsta
kosti áreiðanlega fyrir miðnætti.
En, vel á minnzt! Nefndi hún
nokkurntlma Wargrave House
við yður?
— Aldrei, svaraði ungfrú
Carroll með áherzlu. — Ég hef
aldrei heyrt húsið nefnt á nafn,
fyrr en lögreglumaðurinn talaði
viö mig i dag.
— Það litur samt svo út sem
ungfrú Bartlett hafi skoðað það,
með það fyrir augum að taka það
á leigu, sagði Hanslet.
Ungfrú Carroll brosti. — Mjög
trúlegt, svaraði hún, — en ég hef
bara enga trú að, að henni hafi
verið nein alvara með það. Ég er
alveg viss um, að hún hefði aldrei
fengizt til að dvelja utan
borgarinnar, nema þá fáeinar
vikur i hæsta lagi. En úr þvi hún
hafði fengið þá hugmynd, að hún
væri að verða rik, var það svo
sem auðvitað, að hún þyrfti lfka
að finna eitthvert ráð til að eyða
auðæfunum, og þá ef til vill
hugsað, að það gæti þá verið eins
gott og hvað annað að ieigja sér
hús uppi I sveit.
— Þetta er sjálfsagt alveg rétt
hjá yður, sagði Hanslet, eins og
utan við sig. Honum fannst þau
vera að komast burt frá efninu.
Siðan bætti hann viö eftir nokkra
þögn:
— Þér sögðust áðan hreint ekki
geta trúað þvi, að ungfrú Bartlett
hefði framið sjálfsmorð, og þá
getiö þér sjálfsagt heldur ekki
imyndað yður neina ástæðu, sem
hún gæti hafa haft til þess. En er
ekki hugsanlegt, að slik ástæða
hafi veriö fyrir hendi, en hún
leynt yður henni?
— Það get ég hreint ekki hugsað
mér. Ég þekkti Cynthiu mjög vel,
og þó að hún væri stundum með
þessi „leyndarmál” sin, þá voru
þau svo ómerkileg i raun og veru.
Hún gleymdi bæði meðlæti og
mótlæti jafnharðan og það kom
fram. Ef henni lá eitthvað
raunverulega þungt á hjarta,
trúði hún mér fyrir þvi. Ég er eins
viss um það og ég sit hérna, að
þegar við sáumst seinast, hafði
henni ekki dottiö sjálfsmorð i hug.
— Fyrirgefið, að ég skuli vera
svona þrálátur, en eruð þér
fullviss um að tilfinningar ungfrú
Bartlett hafi ekki orðið fyrir
neinu áfalli?
Ungfrú Carroll leit á Hanslet,
hugsi. — Hvað eiginlega eigiö þér
við með þessari spurningu?
svaraði hún og kenndi fyrirlit-
ningar i röddinni. — Þér haldið
sjálfsagt, að úr þvi að kona
-y AR-EX
snyrtivörur
■ / ■fýrir
ofnæma
viðkvæma
^Fegrunarsérfræóingar aóstoóa yóur vió
val á réttum snyrtivörum.
‘HOWSW^ s.t
^Langholtsvegi 84 Simi35213 ‘Holtsapótekshúsinu
fremur sjálfsmorð, þurfi einhver
karlmaður að standa i sambandi
viðþað. En ég get fullvissað yður
um, að álit Cynthiu á karl-
mönnum.bæði einstaklingum og i
heild, var þannig, að sjálfsmorð
þeirra vegna getur ekki komið til
neinna mála. Þó er ég hreint ekki
að gefa i skyn, að hún hafi verið
karlhatari. öðru nær, hún hafði
gaman af að umgangast
karlmenn, en að nokkur þeirra
hafi unnið hjarta hennar, kemur
ekki til nokkurra mála — hún var
ekki þannig gerð. Og hefði það nú
samt sem áður skeð, hefði ég
fengið að vita það fyrst manna.
Þessi fullyrðing kom Hanslet
einkennilega fyrir sjónir.
Everley haföi sagt það greinilega
I simtali sinu, að maðurinn, sem
hún var ástfangin af, hefði farizt i
flugslysi viku áður. Og ekki gat
Everley hafa gripið þetta úr lausu
lofti. Samt þverneitaöi ungfrú
Carroll, að neitt þvilikt hefði átt
sér stað. Var það hugsanlegt, að
hún væri að Ijúga, i einhverjum
sérstökum, dularfullum tilgangi?
Konur eru það slóttugri en
karlmenn, að það er aldrei hægt
að reikna slikt úr. Og samt kom
ungfrú Carroll þannig fyrir
sjónir, að hún væri fullkomlega
hreinskilin.
— Þér vitið náttúrlega, að
dómarinn mun reyna að komast
fyrir ástæðuna til þess, að ungfrú
Bartlett framdi sjálfsmorðið?
sagði Hanslet með áherzlu, eftir
nokkra þögn. — Og ég er hræddur
um, að þér — sem nákomnust
hinni látnu — verðið kölluð fyrir
rétt og látin vitna undir eiði. Og
þá verðið þér að láta uppi allt,
sem þér vitiðum samband ungfrú
Bartlett við annað fólk.
— Ég get bara ekki sagt annað
eöa meira en það, sem ég hef
þegar sagt yður, svaraði hún,
dálitið hvöss. — Það þýðir að
minnsta kosti ekkert að vera að
nauöa á mér um einhvern
imyndaðan karlmann. Mér væri
óhætt að sverja, að hann hefur
aldrei verið til, eða þá að minnsta
kosti, að hún hafi þá ekki kynnzt
honum fyrr en i gær. Og ef ég
verð spurð um ástæðu hennar til
sjálfsmorðsins, get ég ekki.
svarað öðru en þvi, sem satt er,
að ég viti enga ástæðu. Þvi að,
eins og ég segi yður, er það fjarri
mér að trúa á nokkurt sjálfsmorð.
Ungfrú Carroll stóð upp, eins og
samtalinu væri lokið af hennar
hálfu. Hanslet gerði slikt hið
sama og gekk út aö dyrum. —
Yður hefur væntanlega verið
stefnt fyrir réttinn? sagði hann.
— Já, svaraði hún. — Ég fer til
Waldhur^l' með fyrstu lést á
morgun.
Hanslet brosti með sjálfum sér,
þegar hann kom úr. — Mér þætti
gaman að vita, hvað Everley
gerir úr þessum upplysingum,
tautaði hann við sjálfan sig.
38. TBL. VIKAN 37