Vikan - 21.09.1972, Side 39
HÚSMÆÐUR
. . . Ef þér gerið kröfur til snöggrar fryst-
ingar, sem lengirgeymsluþol matvælanna,
þá uppfylla KPS fystikisturnar kröfur yðar.
270 og 400 lítra kistur á lager.
Frysting allt að -35°.
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
fyrir vandláta.
Einar Farestveit & Co. hf., raftækjaverziun.
Bergstaðastræti 10, sími 16995.
10. kafli.
Hafi áhugi Hanslets sofnab
undir samtalinu við Hewlett,
vaknaði hann að minnsta kosti
aftur undir siðari hluta viðræðna
hans við ungfrú Carroll. Everley
hafðitalaðum ástæðung til sjálfs-
morðsins eins og auðvitað mál, en
ungfrú Carroll hafði þverneitað,
að nokkur slik ástæða gæti hafa
verið fyrir hendi. Það var allt
útlitfyrir, að yfirheyrslan i tilefni
af dauða stúlkunnar ætlaði enginn
barnaleikur að verða, eins og
Everley hafði haldið.
Hanslet ihugaði málið 'gaum-
gæfilega á leiðinni til Scotland
Yard. Hann hafði lofað að
hringja til stéttarbröður. sins i
Waldhurst, en hitt var hreint ekki
eins auðvelt að þjappa saman efni
þess er hann hafði heyrt, i eitt
viðtalsbil. En þetta þoldi enga
bið, þar sem yfirheyrslan stóð
fyrir dyrum daginn eftir, að þvi
erEverley hafðisagthonum. Allt
i einu kviknaði hjá honum sú
hugmynd, af áhuganum, sem
hann var farinn að hafa á þessu
máli, að hann skyldi sjálfur
skreppa til Waldhurst og tjá
Everley árangurinn.
Hann fór i skrifstofu sina og
gekk þannig frá öllu, að hann gæti
verið fjarverandi um tima, og
þaut siðan til þess að ná I siðustu
lestdagsins, til Waldhurst. Þegar
þangað kom, fékk hann sér
herbergi i „Hafgúunni” og labb-
aði siðan til lögreglu-
stöðvarinnar. Þegar hann kom i
hliðið, rakst hann beint i flasið á
Everley.
Everley staðnæmdist og horfði
undrandi á kunningja sinn. —
Svei mér ef þú er ekki kominn
þarna ljóslifandi, Hanslet! æpti
hann. — Hvað ber þig hingað?
Komdu inn og talaðu við mig.
Hann gekk á undan gestinum i
skrifstofuna og horfði siðan á
hann spurnaraugum. Hefur
eitthvað skeð síðan ég hringdi þig
upp? Ekki nefndirðu það á nafn,
að þú ætlaðir að koma.
— Nei, ég vissi það ekki þá,
sagði Hanslet. — Ég kom i tilefni
af þessu sjálfsmorði þinu.
— Nú, var það allt og sumt? ég
hélt þú værir að elta einhvern
glæpamanninn hingað. Ekki
hefði ég beðið þig um þetta, hefði
ég vitað, aö þú mundir gera þér
svona mikla fyrirhöfn.
— Það er engin fyrirhöfn. Ég
hef ekkert sérstakt fyrir stafni,
eins og stendur, og fannst ég ekki
mundi hafa neitt illt af þvi að
losna úr skrifstofunni, stundar-
korn. Að minnsta kosti kem ég
meö lykilinn handa þér. Ég held
það sé óhætt að fullyrða, að hann
hafi ekki farið úr vasa Hewletts
siðan hann skoðaði húsið, þann
fjórða þessa mánaöar.
Everley leit á lykilinn, sem
Hanslet rétti honum. — Þá þarf
ekki lengur að fárast um það
atriði, sagði hann, — enda var það
aldrei neitt merkisatriði. En það
er bara alltof mikil fyrirhöfn að
láta þig gera þér ferð með hann,
þvi að ég hefði fengið hann i
fyrramálið ef þú hefðir sett hann i
póst.
— Ég veit það, og hreins-
skilnislega sagt, gerði ég mér
ekki ferðina fyrir lykilinn einan.
Ég fór til Hewletts og hlustaði á
langa mælgi hjá honum. Hann
hefði talað allt kvöldið, ef ég hefði
nennt að hlusta á hann. En það,
sem hann sagði mér, var
ómerkilegt. Þú getur borið mig
fyrir þvi, að hann veit ekkert,
sem gagn sé i. En svo fór ég á
eftir — af eintómri forvitni, skal
ég játa — til ungfrú Carroll, sem
sú látna bjó með, og samtalið við
hana fannst mér merkilegt að
ýmsu leyti.
— Talaðirðu við ættingja
hennar?
— Nei, þeir eru engir til, en
þessi ungfrú Carroll hefur lengst
af búið með henni. Annars sérðu
hana á morgun, svo að ég fer
ekkert að lýsa henni. Hún sagði
mér ýmislegt eftirtektarvert. En
ábur en ég segi þér það, langar
mig að spyrja þig að einu. Mér
skildist þú segja mér I simanum,
ab stúlkan hefði hengt sig út af
einhverjum manni, sem hefði
dáið snögglega. Þekktirðu þann
mann persónulega?
— Jæja, ég var viðstaddur yfir-
heyrsluna eftir lát hans, ef þú vilt
kalla það persónuleg kynni. Það
gat ekki heitið, að ég þekkti hann
meðan hann lifði,, þó ég annars
sæi hann oft. Hann var
flugmaður i þjónustu Partingtons
nokkurs, sem nú býr i Quarley
Hall, hér skammt frá. Vilmaes
hét hann og var belgiskur að
uppruna. Hann slasaðist til bana
i lendingu hjá Quarley Hall, fyrir
rúmri viku.
— Einmitt. En hvernig veiztu,
að ungfrú Bartlett hafi veriö
ástfangin af honum?
Everley yppti öxlum. —
Hvernig veit maður slikt, nema
fyrir einhverjar slúðursögur? Ég
heyrði fyrst um það hjá lækninum
I Quarley, en hann er hreinasta
slúðurnáma. Og ég fékk stað-
festingu á þesuu nú i dag, þegar
ég kom til Quarley Hall. Þú
skilur, ungfrú Bartlett hafði
dvalið þar um tima fyrir
skömmu.
— Já, það sagði ungfrú Carroll
mér einmitt. Svo að þetta
samband milli hennar og Vilmaes
hefur verið vitað mál I Quarley
Hall?
— Þaö hafa vist allir vitað það,
sem kærðu sig um að hafa augun
opin. Ég talabi fyrst vib Par-
tington sjálfan. Hann var
nýkominn heim frá Loaclon og
hafði ekki frétt um dauða
stúlkunnar. Honum brá auövitað
mjög i brún, þegar ég sagði
honum af þessu. Ég spurði hann,
hvort stúlkan hefði haft nokkra
hugsanlega ástæðu til sjálfs-
morðs, og hann kvað það ekki
vera. Vissi ekki annað en það, að
hún var nokkuð tilfinningarik, og
eitthvað utanaðkomandi hlyti að
hafa rekið hana út i dauðann. Þá
minntist ég á Vilmaes og sagði,
að dauði hans hefði hlotið að hafa
mikil áhrif á hana. Hann skildi
strax, hvað ég var að fara, þvl að
hann er bráðgreindur náungi, þó
að hann gangi með ýmsar
skritnar flugur i höfðinu. Hann
kannaðist við að hafa orðið þess
var, að þau væru eitthvað að
draga sig saman, en hafði ekki
tekið það nema sem eðlilega
vináttu milli ungs fólks. Hann gaf
mér greinilega i skyn, að
hann hefði annað þarfara að
hugsa, en ræða þetta mál.
— Þegar ég hafði talað við
hann, gekk ég að flugvéla-
skúrnum og fann þar vélamen-
nina tvo, sem eru i þjónustu
Partingtons. Þeir höfðu verið i
frii, en voru nú nýkomnir heim og
voru önnum kafnir að gera við
vélina, sem hafði skemmzt viö
slysið. Annar þeirra hafði farið
til Waldhurst, eftir einhverju,
sem hann þurfti við, og hafði
heyrt tiðindin þar. Ég þurfti
ekkert að veiða upp úr þeim, en
lét þá bara tala. Þeir voru ekki i
neinum vafa, heldur voru þess
fulltrúa, að ungfrú Bartlett hefði
hengt sig, af þvi að Vilmaes var
dáinn. Mér skildist þeir báðir
hafa fylgzt með flestu, sem
gerðist, meðan hún var þarna.
Eftir þeirra frásögn að dæma,
hafði hún hafið sóknina á
Vilmaes, þegar i stað, og hann
hafði verið fljótur að svara. Þeir
sögðu, að þetta hefði verið hart
fyrir ungfrú Partington, hálf-
systur húsbóndans, þvi að
Vilmaes hefði virzt lita hana hýru
auga.
— Þetta getur allt saman verið
gott og blessað, tók Hanslet fram
i. — En vel má hugsa sér, að
þetta hafi ekki verið annaö en
skyndiskot, og ungfrú Bartlett
hafi þurft að hafa eitthvað sér til
afþreyingar meðan hún stóð
þarna viö.
Everley hristi höfuðíö. — Það
var áreiðanlega éitthvað meira
en ,,skyndiskot”,_svaraði hann.
— Fáum dögum eftir að ungfrú
Bartlett fór frá Quarley Hall,
flutti hún sig til Waldhurst og
settist að I „Hafgúunni”. Meðan
hún dvaldi þar, þaut Vilmaes aö
38. TBL. VIKAN 39